Grundvallarmál um skyldur lögmanna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 16. október 2019 06:45 Berglind tekur undir úrskurð Landsréttar. Mynd/aðsend Í nýlegum dómi Landsréttar var ekki fallist á með héraðsdómi að lögmaður áfrýjanda hefði brugðist lagalegum eða siðferðilegum skyldum sínum og ekki var heldur fallist á að það væru lagaskilyrði til þess að lækka gjafsóknarkostnað, þar með talið þóknun lögmannanna með vísan til þeirra forsendna. Lögmannafélagið tekur undir niðurstöðu Landsréttar í málinu en Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélagsins, segist ekki geta svarað því hvort málinu sé þar með lokið. „Við höfum ekki sent Dómarafélaginu neinar formlegar athugasemdir að svo stöddu en málið hefur verið mikið rætt á meðal lögmanna,“ segir hún. Málið er barnaverndarmál þar sem lögmennirnir Oddgeir Einarsson og Flosi Hrafn Sigurðsson gættu réttinda foreldranna sem nutu lögbundinnar gjafsóknar. Í úrskurðinum var sá kostnaður lækkaður og vísað til þess að málið hefði ekki átt að fara svona langt vegna hagsmuna barnsins og að gjafsóknarkostnaður væri greiddur úr ríkissjóði sem fjármagnaður væri með skattfé vinnandi fólks. Gefið var í skyn að þeir væru að skara eld að eigin köku. Oddgeir áfrýjaði málinu fyrir skjólstæðing sinn og var niðurstöðunni breytt að því er varðaði gjafsóknarkostnaðinn. Berglind segist ekki muna eftir að hafa séð það áður í dómi að lögmönnum sé borið það svona harkalega á brýn að hafa gengið of langt í hagsmunagæslu. „Sama hvað dómaranum kann að finnast þá ber lögmönnum skylda til að gæta hagsmuna sinna umbjóðenda og beita öllum lögmætum úrræðum til þess, samkvæmt þeim lögum og siðareglum sem við vinnum eftir,“ segir hún og í grundvallaratriðum snúist málið um hverjar séu skyldur lögmanna. Jafnframt að nálgun héraðsdóms hafi gengið þvert gegn þessum reglum. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Í nýlegum dómi Landsréttar var ekki fallist á með héraðsdómi að lögmaður áfrýjanda hefði brugðist lagalegum eða siðferðilegum skyldum sínum og ekki var heldur fallist á að það væru lagaskilyrði til þess að lækka gjafsóknarkostnað, þar með talið þóknun lögmannanna með vísan til þeirra forsendna. Lögmannafélagið tekur undir niðurstöðu Landsréttar í málinu en Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélagsins, segist ekki geta svarað því hvort málinu sé þar með lokið. „Við höfum ekki sent Dómarafélaginu neinar formlegar athugasemdir að svo stöddu en málið hefur verið mikið rætt á meðal lögmanna,“ segir hún. Málið er barnaverndarmál þar sem lögmennirnir Oddgeir Einarsson og Flosi Hrafn Sigurðsson gættu réttinda foreldranna sem nutu lögbundinnar gjafsóknar. Í úrskurðinum var sá kostnaður lækkaður og vísað til þess að málið hefði ekki átt að fara svona langt vegna hagsmuna barnsins og að gjafsóknarkostnaður væri greiddur úr ríkissjóði sem fjármagnaður væri með skattfé vinnandi fólks. Gefið var í skyn að þeir væru að skara eld að eigin köku. Oddgeir áfrýjaði málinu fyrir skjólstæðing sinn og var niðurstöðunni breytt að því er varðaði gjafsóknarkostnaðinn. Berglind segist ekki muna eftir að hafa séð það áður í dómi að lögmönnum sé borið það svona harkalega á brýn að hafa gengið of langt í hagsmunagæslu. „Sama hvað dómaranum kann að finnast þá ber lögmönnum skylda til að gæta hagsmuna sinna umbjóðenda og beita öllum lögmætum úrræðum til þess, samkvæmt þeim lögum og siðareglum sem við vinnum eftir,“ segir hún og í grundvallaratriðum snúist málið um hverjar séu skyldur lögmanna. Jafnframt að nálgun héraðsdóms hafi gengið þvert gegn þessum reglum.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira