Hreppsnefnd samþykkti veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag Kristján Már Unnarsson skrifar 15. október 2019 18:26 Frá Reykhólum. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum nú síðdegis, með þremur atkvæðum gegn tveimur, breytingu á aðalskipulagi þess efnis að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg. Fundurinn, sem hófst klukkan 15, stóð enn yfir laust fyrir fréttir Stöðvar 2 en samkvæmt upplýsingum Karls Kristjánssonar, hreppsnefndarmanns á fundinum, féllu atkvæði á sama veg og í janúar.Sjá þessa frétt: Teigsskógur varð ofan á Meirihluti sveitarstjórnar samþykkti þá að vinna að því að veglína um Teigsskóg færi inn á aðalskipulag. Þær Árný Huld Haraldsdóttir, Embla Dögg Jóhannsdóttir og Jóhanna Ösp Einarsdóttir mynduðu meirihluta um Teigsskógarleið en þeir Ingimar Ingimarsson oddviti og Karl Kristjánsson vildu að svokölluð R-leið um Reykhólaþorp yrði valin. Á fundi skipulags-, hafnar- og húsnæðisnefndar Reykhólahrepps í síðustu viku lögðu þeir Ingimar og Karl til við sveitarstjórn að fallið yrði frá því að setja Teigskógarleiðina á aðalskipulag. Jóhanna Ösp taldi hins vegar að brugðist hefði verið við öllum athugasemdum sem borist hefðu vegna aðalskipulagsbreytingarinnar og lagði til að tillögunni yrði vísað til sveitarstjórnar til samþykktar.Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar, bendir á svæðið þar sem deilt er um framtíðarlegu Vestfjarðavegar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni stefnir hún að því að sækja um framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar fyrir Teigsskógarleiðinni sem allra fyrst, eða um leið og skipulagið hefur hlotið formlega staðfestingu Skipulagsstofnunar. Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar, segir markmiðið að bjóða verkið út fljótlega eftir áramót svo að framkvæmdir geti hafist í vor. Útgáfa framkvæmdaleyfis er kæranleg til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Samgönguráðherra efast um að fjármunir fáist í R-leiðina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra efast um að nægir fjármunir fáist í svokallaða R-leið Vestfjarðavegar. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hyggst taka ákvörðun um veglínu á morgun. 21. janúar 2019 20:00 Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 Reykhólahreppur auglýsir veglínu um Teigsskóg Reykhólahreppur hefur auglýst aðalskipulagsbreytingu vegna legu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Auglýsingin er birt fimm mánuðum eftir að hreppsnefnd samþykkti að velja Teigsskógarleiðina. 21. júní 2019 16:04 Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Hugmynd um að leysa Teigsskógarhnútinn með jarðgöngum gæti þýtt áratugabið á framkvæmdum, miðað við þá jafnvægispólitík sem tíðkast í skiptingu vegafjár milli landshluta. 23. janúar 2019 20:15 Freista þess að nota ferlaufung til að hindra vegagerð um Teigsskóg Alfriðuð blómplanta, sem kallast ferlaufungur, hefur fundist í veglínu Teigsskógar og því bannað að skerða hana á nokkurn hátt, að mati landeigenda. 8. september 2019 20:35 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum nú síðdegis, með þremur atkvæðum gegn tveimur, breytingu á aðalskipulagi þess efnis að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg. Fundurinn, sem hófst klukkan 15, stóð enn yfir laust fyrir fréttir Stöðvar 2 en samkvæmt upplýsingum Karls Kristjánssonar, hreppsnefndarmanns á fundinum, féllu atkvæði á sama veg og í janúar.Sjá þessa frétt: Teigsskógur varð ofan á Meirihluti sveitarstjórnar samþykkti þá að vinna að því að veglína um Teigsskóg færi inn á aðalskipulag. Þær Árný Huld Haraldsdóttir, Embla Dögg Jóhannsdóttir og Jóhanna Ösp Einarsdóttir mynduðu meirihluta um Teigsskógarleið en þeir Ingimar Ingimarsson oddviti og Karl Kristjánsson vildu að svokölluð R-leið um Reykhólaþorp yrði valin. Á fundi skipulags-, hafnar- og húsnæðisnefndar Reykhólahrepps í síðustu viku lögðu þeir Ingimar og Karl til við sveitarstjórn að fallið yrði frá því að setja Teigskógarleiðina á aðalskipulag. Jóhanna Ösp taldi hins vegar að brugðist hefði verið við öllum athugasemdum sem borist hefðu vegna aðalskipulagsbreytingarinnar og lagði til að tillögunni yrði vísað til sveitarstjórnar til samþykktar.Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar, bendir á svæðið þar sem deilt er um framtíðarlegu Vestfjarðavegar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni stefnir hún að því að sækja um framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar fyrir Teigsskógarleiðinni sem allra fyrst, eða um leið og skipulagið hefur hlotið formlega staðfestingu Skipulagsstofnunar. Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar, segir markmiðið að bjóða verkið út fljótlega eftir áramót svo að framkvæmdir geti hafist í vor. Útgáfa framkvæmdaleyfis er kæranleg til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Samgönguráðherra efast um að fjármunir fáist í R-leiðina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra efast um að nægir fjármunir fáist í svokallaða R-leið Vestfjarðavegar. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hyggst taka ákvörðun um veglínu á morgun. 21. janúar 2019 20:00 Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 Reykhólahreppur auglýsir veglínu um Teigsskóg Reykhólahreppur hefur auglýst aðalskipulagsbreytingu vegna legu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Auglýsingin er birt fimm mánuðum eftir að hreppsnefnd samþykkti að velja Teigsskógarleiðina. 21. júní 2019 16:04 Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Hugmynd um að leysa Teigsskógarhnútinn með jarðgöngum gæti þýtt áratugabið á framkvæmdum, miðað við þá jafnvægispólitík sem tíðkast í skiptingu vegafjár milli landshluta. 23. janúar 2019 20:15 Freista þess að nota ferlaufung til að hindra vegagerð um Teigsskóg Alfriðuð blómplanta, sem kallast ferlaufungur, hefur fundist í veglínu Teigsskógar og því bannað að skerða hana á nokkurn hátt, að mati landeigenda. 8. september 2019 20:35 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Samgönguráðherra efast um að fjármunir fáist í R-leiðina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra efast um að nægir fjármunir fáist í svokallaða R-leið Vestfjarðavegar. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hyggst taka ákvörðun um veglínu á morgun. 21. janúar 2019 20:00
Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00
Reykhólahreppur auglýsir veglínu um Teigsskóg Reykhólahreppur hefur auglýst aðalskipulagsbreytingu vegna legu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Auglýsingin er birt fimm mánuðum eftir að hreppsnefnd samþykkti að velja Teigsskógarleiðina. 21. júní 2019 16:04
Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Hugmynd um að leysa Teigsskógarhnútinn með jarðgöngum gæti þýtt áratugabið á framkvæmdum, miðað við þá jafnvægispólitík sem tíðkast í skiptingu vegafjár milli landshluta. 23. janúar 2019 20:15
Freista þess að nota ferlaufung til að hindra vegagerð um Teigsskóg Alfriðuð blómplanta, sem kallast ferlaufungur, hefur fundist í veglínu Teigsskógar og því bannað að skerða hana á nokkurn hátt, að mati landeigenda. 8. september 2019 20:35