Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. október 2019 12:15 Arnheiður Jóhannsdóttir er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Mynd/Samsett Ferðaþjónustan á Norðurlandi vill fá skýr svör um það hvort til standi að byggja upp Akureyrarflugvöll sem millilandaflugvöll eða ekki. Stór ráðstefna um millilandaflug á Norðurlandi verður haldin á Akureyri í dag. Undanfarin ár hefur ferðaþjónustan á Norðurlandi unnið hörðum höndum að því að byggja upp heilsársferðaþjónustu á svæðinu. Mikil áhersla hefur verið lögð á að bæta Akureyrarflugvöll svo hann sé betur í stakk búinn til að taka á móti millilandaflugi. Það hefur hins vegar gengið hægt og nú óttast menn að áhugi yfirvalda hafi færst annað. „Það kemur alveg skýrt fram í drögum að grænbók um flugstefnu að fókusinn er að fara eitthvað annað. Þar kemur mjög skýrt fram að ekki er gert ráð fyrir millilandaflugi á Akureyrarflugvöll. Það á að byggja upp varaflugvöll á Egilisstöðum en ekki með farþegaflutninga í huga heldur eingöngu til þess að geyma þar vélar,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.Markaðurinn sé til staðar Síðustu ár hafa tvær stórar erlendar ferðaskrifstofur selt ferðir til Norðurlands í gegnum Akureyrarflugvöll. Forsvarsmenn þeirra munu síðar í dag halda erindi á ráðstefnu framtíð flugs á Norðurlandi sem hefst klukkan eitt í Hofi á Akureyri. „Við viljum frá reynslusögur frá þeim. Hvað þarf að laga, hvað hefur gengið vel. Við viljum líka fá þá til að segja að markaðurinn sé til staðar. Það er eitthvað sem við vitum. Við vitum að vandamálin eru hérna innanlands hjá okkur. Þau er ekki á markaðinum út í heimi, hann er til staðar,“ segir Arnheiður.Meðal annars þarf að stækka fllughlaðið á Akureyrarflugvelli til að liðka fyrir millilandaflugi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Verði hin nýja flugstefna að veruleika verði ekki hægt að sækja á þennan markað. „Þá hættum við að markaðssetja Akureyrarflugvöll, þá hættum við að tala um að endurnýja flugstöðina, við ættum að hætta með aðflugsbúnaðinn og í rauninni fara að byggja þetta upp sem eingöngu innanlandsflugvöll,“ segir Arnheiður. Þannig er markmiðið með ráðstefnunni að fá skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar. „Við erum búin að vera að velta á undan okkur sömu hindrunum í mörg ár og það er kominn tími á að menn taki ákvörðun og keyri þetta í gang.“ Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Beint flug stærsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni Bæði framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og bæjarstjórinn á Akureyri segjast finna fyrir fækkun ferðamanna á Norðurlandi. Brýnt sé að grípa í taumana fyrir veturinn. 25. júlí 2019 11:37 Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00 „Stór sigur“ að Akureyri sé orðinn áfangastaður í bókunarvél erlends flugfélags Það er mikill sigur fyrir þá sem unnið hafa að því að koma Akureyrarflugvelli á kortið sem áfangastað fyrir flugfélög að Akureyri sé komið á blað sem áfangastaður í bókunarkerfi flugfélags að mati verkefnastjóra Flugklasans Air 66N. 7. maí 2019 14:45 Icelandair fagnar tillögum um forgang á uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar Icelandair fagnar þeirri tillögu sem kemur fram í drögum að grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi, að uppbygging Egilsstaðaflugvallar verði sett í forgang hvað varðar uppbyggingu á varaflugvöllum fyrir Keflavíkurflugvöllum. 21. ágúst 2019 11:15 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Ferðaþjónustan á Norðurlandi vill fá skýr svör um það hvort til standi að byggja upp Akureyrarflugvöll sem millilandaflugvöll eða ekki. Stór ráðstefna um millilandaflug á Norðurlandi verður haldin á Akureyri í dag. Undanfarin ár hefur ferðaþjónustan á Norðurlandi unnið hörðum höndum að því að byggja upp heilsársferðaþjónustu á svæðinu. Mikil áhersla hefur verið lögð á að bæta Akureyrarflugvöll svo hann sé betur í stakk búinn til að taka á móti millilandaflugi. Það hefur hins vegar gengið hægt og nú óttast menn að áhugi yfirvalda hafi færst annað. „Það kemur alveg skýrt fram í drögum að grænbók um flugstefnu að fókusinn er að fara eitthvað annað. Þar kemur mjög skýrt fram að ekki er gert ráð fyrir millilandaflugi á Akureyrarflugvöll. Það á að byggja upp varaflugvöll á Egilisstöðum en ekki með farþegaflutninga í huga heldur eingöngu til þess að geyma þar vélar,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.Markaðurinn sé til staðar Síðustu ár hafa tvær stórar erlendar ferðaskrifstofur selt ferðir til Norðurlands í gegnum Akureyrarflugvöll. Forsvarsmenn þeirra munu síðar í dag halda erindi á ráðstefnu framtíð flugs á Norðurlandi sem hefst klukkan eitt í Hofi á Akureyri. „Við viljum frá reynslusögur frá þeim. Hvað þarf að laga, hvað hefur gengið vel. Við viljum líka fá þá til að segja að markaðurinn sé til staðar. Það er eitthvað sem við vitum. Við vitum að vandamálin eru hérna innanlands hjá okkur. Þau er ekki á markaðinum út í heimi, hann er til staðar,“ segir Arnheiður.Meðal annars þarf að stækka fllughlaðið á Akureyrarflugvelli til að liðka fyrir millilandaflugi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Verði hin nýja flugstefna að veruleika verði ekki hægt að sækja á þennan markað. „Þá hættum við að markaðssetja Akureyrarflugvöll, þá hættum við að tala um að endurnýja flugstöðina, við ættum að hætta með aðflugsbúnaðinn og í rauninni fara að byggja þetta upp sem eingöngu innanlandsflugvöll,“ segir Arnheiður. Þannig er markmiðið með ráðstefnunni að fá skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar. „Við erum búin að vera að velta á undan okkur sömu hindrunum í mörg ár og það er kominn tími á að menn taki ákvörðun og keyri þetta í gang.“
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Beint flug stærsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni Bæði framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og bæjarstjórinn á Akureyri segjast finna fyrir fækkun ferðamanna á Norðurlandi. Brýnt sé að grípa í taumana fyrir veturinn. 25. júlí 2019 11:37 Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00 „Stór sigur“ að Akureyri sé orðinn áfangastaður í bókunarvél erlends flugfélags Það er mikill sigur fyrir þá sem unnið hafa að því að koma Akureyrarflugvelli á kortið sem áfangastað fyrir flugfélög að Akureyri sé komið á blað sem áfangastaður í bókunarkerfi flugfélags að mati verkefnastjóra Flugklasans Air 66N. 7. maí 2019 14:45 Icelandair fagnar tillögum um forgang á uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar Icelandair fagnar þeirri tillögu sem kemur fram í drögum að grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi, að uppbygging Egilsstaðaflugvallar verði sett í forgang hvað varðar uppbyggingu á varaflugvöllum fyrir Keflavíkurflugvöllum. 21. ágúst 2019 11:15 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Beint flug stærsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni Bæði framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og bæjarstjórinn á Akureyri segjast finna fyrir fækkun ferðamanna á Norðurlandi. Brýnt sé að grípa í taumana fyrir veturinn. 25. júlí 2019 11:37
Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00
„Stór sigur“ að Akureyri sé orðinn áfangastaður í bókunarvél erlends flugfélags Það er mikill sigur fyrir þá sem unnið hafa að því að koma Akureyrarflugvelli á kortið sem áfangastað fyrir flugfélög að Akureyri sé komið á blað sem áfangastaður í bókunarkerfi flugfélags að mati verkefnastjóra Flugklasans Air 66N. 7. maí 2019 14:45
Icelandair fagnar tillögum um forgang á uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar Icelandair fagnar þeirri tillögu sem kemur fram í drögum að grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi, að uppbygging Egilsstaðaflugvallar verði sett í forgang hvað varðar uppbyggingu á varaflugvöllum fyrir Keflavíkurflugvöllum. 21. ágúst 2019 11:15