FH-ingar fagna stórafmæli Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 15. október 2019 09:00 Viðar Halldórsson hvetur stjórnvöld til að hlúa betur að allri íþróttastarfssemi. Við munum fagna afmælinu 26. október, þá verður dagskrá allan daginn. Þá munu deildir félagsins kynna starfsemi sína frá klukkan tvö til fjögur og að því loknu munum við taka í notkun nýtt knatthús sem við köllum Skessuna. Svo verður afmæliskvöldverður klukkan sjö í veislusalnum okkar Sjónarhóli,“ segir Viðar Halldórsson, formaður Fimleikafélags Hafnarfjarðar. Félagið fagnar í dag 90 ára afmæli, en það var stofnað á þessum degi árið 1929. Nokkrir ungir fimleikadrengir tóku sig saman og stofnuðu félagið og voru fimleikar í upphafi eina íþróttagreinin sem stunduð var í FH. Síðan þá hefur bæst við fjöldi íþróttagreina sem iðkaðar eru í félaginu, svo sem frjálsar, handbolti, fótbolti og skylmingar en ekki eru lengur stundaðir þar fimleikar. Um 1.000-1.500 manns leggja leið sína á FH-svæðið daglega og eru iðkendur félagsins um 2.000 talsins. „Þeir sem koma hingað eru á öllum aldri, alveg frá tveggja ára til níræðs. Það er skólastarfsemi hérna á morgnana og svo kemur hingað fjöldi eldri borgara á hverjum degi til þess að hreyfa sig. Svo eftir klukkan þrjú hefjast æfingar hjá öllum flokkum í öllum greinum,“ segir Viðar. Hann bætir við að starfsemi íþróttafélaga hafi breyst mikið síðustu áratugina og þar sé FH engin undantekning. „Aðstaðan hjá okkur hefur gjörbreyst og þá sér í lagi síðan árið 2005. Við erum nú með frábæra aðstöðu, bæði íþróttasali, búningsklefa og annað sem er á um 25.000 fermetrum,“ segir Viðar. „Svo erum við með útisvæði í hæsta gæðaflokki, bæði knattspyrnuleikvang og frjálsíþróttavöll. Ég geng svo langt að segja að við séum með glæsilegasta félagsíþróttasvæði landsins,“ segir hann. Viðar segir FH-inga fagna þessum tímamótum og er hann sérstaklega þakklátur góðri samvinnu við Hafnarfjarðarbæ. „Íþróttastarfsemi, sama hvort hún er hér eða annars staðar, er stór hluti af samfélaginu,“ segir hann. „Sem betur fer hafa sveitarfélögin tekið verulegan þátt í þessari starfsemi en ég hvet stjórnvöld til þess að hlúa betur að starfsemi íþróttafélaga, sama hvar þau eru á landinu,“ segir Viðar ákveðinn. Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Tímamót Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Oprah sú valdamesta Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira
Við munum fagna afmælinu 26. október, þá verður dagskrá allan daginn. Þá munu deildir félagsins kynna starfsemi sína frá klukkan tvö til fjögur og að því loknu munum við taka í notkun nýtt knatthús sem við köllum Skessuna. Svo verður afmæliskvöldverður klukkan sjö í veislusalnum okkar Sjónarhóli,“ segir Viðar Halldórsson, formaður Fimleikafélags Hafnarfjarðar. Félagið fagnar í dag 90 ára afmæli, en það var stofnað á þessum degi árið 1929. Nokkrir ungir fimleikadrengir tóku sig saman og stofnuðu félagið og voru fimleikar í upphafi eina íþróttagreinin sem stunduð var í FH. Síðan þá hefur bæst við fjöldi íþróttagreina sem iðkaðar eru í félaginu, svo sem frjálsar, handbolti, fótbolti og skylmingar en ekki eru lengur stundaðir þar fimleikar. Um 1.000-1.500 manns leggja leið sína á FH-svæðið daglega og eru iðkendur félagsins um 2.000 talsins. „Þeir sem koma hingað eru á öllum aldri, alveg frá tveggja ára til níræðs. Það er skólastarfsemi hérna á morgnana og svo kemur hingað fjöldi eldri borgara á hverjum degi til þess að hreyfa sig. Svo eftir klukkan þrjú hefjast æfingar hjá öllum flokkum í öllum greinum,“ segir Viðar. Hann bætir við að starfsemi íþróttafélaga hafi breyst mikið síðustu áratugina og þar sé FH engin undantekning. „Aðstaðan hjá okkur hefur gjörbreyst og þá sér í lagi síðan árið 2005. Við erum nú með frábæra aðstöðu, bæði íþróttasali, búningsklefa og annað sem er á um 25.000 fermetrum,“ segir Viðar. „Svo erum við með útisvæði í hæsta gæðaflokki, bæði knattspyrnuleikvang og frjálsíþróttavöll. Ég geng svo langt að segja að við séum með glæsilegasta félagsíþróttasvæði landsins,“ segir hann. Viðar segir FH-inga fagna þessum tímamótum og er hann sérstaklega þakklátur góðri samvinnu við Hafnarfjarðarbæ. „Íþróttastarfsemi, sama hvort hún er hér eða annars staðar, er stór hluti af samfélaginu,“ segir hann. „Sem betur fer hafa sveitarfélögin tekið verulegan þátt í þessari starfsemi en ég hvet stjórnvöld til þess að hlúa betur að starfsemi íþróttafélaga, sama hvar þau eru á landinu,“ segir Viðar ákveðinn.
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Tímamót Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Oprah sú valdamesta Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira