Alvarlegustu áhrif hlýnun jarðar í kringum þriðja pólinn Birgir Olgeirsson skrifar 13. október 2019 20:45 Loftslagsbreytingar hafa alvarlegar afleiðingar fyrir hinn svokallaða þriðja pól. Kínverskur vísindamaður, sem fjallaði um málið á Arctic Circle, segir bráðnunina þar mun hraðari en á hinum pólunum. Veldur það áður óþekktum hamförum og búferlaflutningum. Þriðji póllinn er jöklabreiða Himalaja-fjallanna sem geymir vatnsbirgðir Indlands og Asíu. Hefur svæðið fengið nafnið þriðji póllinn því þar er að finna mesta magn íss á jörðinni fyrir utan Suðurskautslandið og Norðurpólinn. Ef loftslagbreytingar halda áfram með sama hætti gætu tveir þriðju jöklabreiðunnar bráðnað fyrir árið 2100. Hefur sú bráðnun áhrif á tvo milljarða manna sem búsettir eru á svæðinu. Yao Tandong er einn fremsti jöklasérfræðingur Kínverja. Allan sinn vísindaferil hefur hann beint sjónum sínum að þriðja pólnum. „Hlýnun jarðar hefur áhrif alls staðar í heiminum en alvarlegustu áhrifin eru í kringum þriðja pólinn. Bráðnun á þriðja pólnum hefur bein áhrif á fólkið sem býr þar. Eins og þegar ísinn brotnar og það flæðir úr jökullónum. Þá skemmast vegir, brýr og þorp og það kostar jafnvel mannslíf,“ segir Tandong. Í framtíðinni munu íbúar þessa svæðis búa við vatnsskort. „Þegar ísinn bráðnar hratt eykst vatnsrennslið í skamman tíma. En svo kemur að því sem við köllum vendipunkt. Þegar jökullinn hefur hopað visst mikið kemur minna vatn frá honum. Eftir þennan vendipunkt standa íbúar þessa svæðis frammi fyrir vatnsskorti.“ Kína Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Loftslagsbreytingar hafa alvarlegar afleiðingar fyrir hinn svokallaða þriðja pól. Kínverskur vísindamaður, sem fjallaði um málið á Arctic Circle, segir bráðnunina þar mun hraðari en á hinum pólunum. Veldur það áður óþekktum hamförum og búferlaflutningum. Þriðji póllinn er jöklabreiða Himalaja-fjallanna sem geymir vatnsbirgðir Indlands og Asíu. Hefur svæðið fengið nafnið þriðji póllinn því þar er að finna mesta magn íss á jörðinni fyrir utan Suðurskautslandið og Norðurpólinn. Ef loftslagbreytingar halda áfram með sama hætti gætu tveir þriðju jöklabreiðunnar bráðnað fyrir árið 2100. Hefur sú bráðnun áhrif á tvo milljarða manna sem búsettir eru á svæðinu. Yao Tandong er einn fremsti jöklasérfræðingur Kínverja. Allan sinn vísindaferil hefur hann beint sjónum sínum að þriðja pólnum. „Hlýnun jarðar hefur áhrif alls staðar í heiminum en alvarlegustu áhrifin eru í kringum þriðja pólinn. Bráðnun á þriðja pólnum hefur bein áhrif á fólkið sem býr þar. Eins og þegar ísinn brotnar og það flæðir úr jökullónum. Þá skemmast vegir, brýr og þorp og það kostar jafnvel mannslíf,“ segir Tandong. Í framtíðinni munu íbúar þessa svæðis búa við vatnsskort. „Þegar ísinn bráðnar hratt eykst vatnsrennslið í skamman tíma. En svo kemur að því sem við köllum vendipunkt. Þegar jökullinn hefur hopað visst mikið kemur minna vatn frá honum. Eftir þennan vendipunkt standa íbúar þessa svæðis frammi fyrir vatnsskorti.“
Kína Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira