Barcelona lenti ekki í miklum vandræðum með norska liðið Elverum er liðin mættust í Íslendingaslag í Meistaradeildinni í dag.
Börsungar voru 15-12 yfir í hálfleik og unnu að endingu með níu marka mun, 33-24.
Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum en markahæstur Börsunga var Luka Cindric með sjö mörk úr sjö skotum.
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði eitt mark úr tveimur skotum fyrir norska liðið.
Barcelona er því með sex stig í öðru sæti riðilsins en Elverum er án stiga.
Aron hafði betur gegn Sigvalda
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

„Sorgardagur fyrir Manchester City“
Enski boltinn



Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika
Körfubolti

„Erum í basli undir körfunni“
Körfubolti




Fleiri fréttir
