Lágbrú gæti orðið rothögg fyrir starfsemi Sundahafnar Birgir Olgeirsson skrifar 12. október 2019 13:00 Stjórn Faxaflóahafna fjallaði í gær um minnisblað hafnarstjóra um Sundabraut. Skúli Helgason, stjórnarformaður Faxaflóahafna, segir stjórnina hafa tekið undir með hafnarstjóra að jarðgöng séu betri kostur. Lágbrú við lagningu Sundabrautar yrði rothögg fyrir starfsemi Sundahafnar. Þetta er mat stjórnar Faxaflóahafna sem telur jarðgöng hagkvæmari kost, þvert á það sem samgönguráðherra hefur lagt til. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hafði lýst því yfir lágbrú yfir Kleppsvík væri ódýrari kostur en jarðgöng og henti fyrir alla samgöngumáta. Stjórn Faxaflóahafna fjallaði í gær um minnisblað hafnarstjóra um Sundabraut. Skúli Helgason, stjórnarformaður Faxaflóahafna, segir stjórnina hafa tekið undir með hafnarstjóra að jarðgöng séu betri kostur. „Miðað við þau gögn sem fyrir liggja, þá þarf auðvitað að taka allan kostnað í reikninginn. Ekki bara framkvæmdakostnaðinn við að byggja þessi mannvirki, heldur er mjög verulegt rask sem myndi fylgja lágbrúnni og gríðarlega mikill afleiddur kostnaður af því að hún myndi vera í raun og veru hálfgert rothögg fyrir þá hafnarstarfsemi sem fer þar fram núna og er auðvitað megin höfn landsins varðandi innflutning og útflutning.“ Skúli segir að valkostirnir séu metnir út frá gömlum gögnum og nauðsynlegt að vinna nákvæmari greiningar.Málsgrein var bætt í drög að samkomulagi um höfuðborgarpakkann um tengingu við Sundabraut. Tveir valkostir eru einkum taldir koma til greina. Annars vegar jarðgöng í Gufunes sem miðast við núgildandi skipulag og hins vegar lágbrú yfir Kleppsvík yfir á Holtaveg sem kallar á breytt skipulag á hafnarstarfssemi.„Þarna er svolítið verið að uppreikninga gamlar rannsóknir og greiningar og það er algjörlega nauðsynlegt að okkar mati að vinna nákvæmari greiningar á báðum þessum valkostum, þar á meðal að láta vinna vandaða kostnaðar- og ábatagreiningu og taka sannarlega inn þau áhrif sem þessir tveir kostir myndu hafa á umhverfið.“ Afleiddur kostnaður yrði talsverður. „Minnisblaðið dregur fram ákveðna þætti í því og fram reiknar til dagsins í dag miðað við fast verðlag og það er alveg ljóst að við erum að tala um tugi milljarða í því sambandi.“ Skúli segir það ekki standa upp á stjórnina að taka ákvörðun í þessu máli. „Þetta er auðvitað eitthvað sem á endanum er á borði ríkisins að taka afstöðu til. En það er mikilvægt að okkar sjónarmið komi fram. En við leggjum líka þunga áherslu á það að það sé ekki boðlegt annað en að vinna nákvæmari greiningar á báðum þessum kostum. Og taka þá tillit til alls kostnaðar, bæði beins kostnaðar við framkvæmdirnar en líka þess mikla afleidda kostnaðar sem felst í því að þurfa að kaupa væntanlega upp mjög viðamikil mannvirki sem tengjast hafnarstarfseminni í dag.“ Reykjavík Samgöngur Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Lágbrú við lagningu Sundabrautar yrði rothögg fyrir starfsemi Sundahafnar. Þetta er mat stjórnar Faxaflóahafna sem telur jarðgöng hagkvæmari kost, þvert á það sem samgönguráðherra hefur lagt til. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hafði lýst því yfir lágbrú yfir Kleppsvík væri ódýrari kostur en jarðgöng og henti fyrir alla samgöngumáta. Stjórn Faxaflóahafna fjallaði í gær um minnisblað hafnarstjóra um Sundabraut. Skúli Helgason, stjórnarformaður Faxaflóahafna, segir stjórnina hafa tekið undir með hafnarstjóra að jarðgöng séu betri kostur. „Miðað við þau gögn sem fyrir liggja, þá þarf auðvitað að taka allan kostnað í reikninginn. Ekki bara framkvæmdakostnaðinn við að byggja þessi mannvirki, heldur er mjög verulegt rask sem myndi fylgja lágbrúnni og gríðarlega mikill afleiddur kostnaður af því að hún myndi vera í raun og veru hálfgert rothögg fyrir þá hafnarstarfsemi sem fer þar fram núna og er auðvitað megin höfn landsins varðandi innflutning og útflutning.“ Skúli segir að valkostirnir séu metnir út frá gömlum gögnum og nauðsynlegt að vinna nákvæmari greiningar.Málsgrein var bætt í drög að samkomulagi um höfuðborgarpakkann um tengingu við Sundabraut. Tveir valkostir eru einkum taldir koma til greina. Annars vegar jarðgöng í Gufunes sem miðast við núgildandi skipulag og hins vegar lágbrú yfir Kleppsvík yfir á Holtaveg sem kallar á breytt skipulag á hafnarstarfssemi.„Þarna er svolítið verið að uppreikninga gamlar rannsóknir og greiningar og það er algjörlega nauðsynlegt að okkar mati að vinna nákvæmari greiningar á báðum þessum valkostum, þar á meðal að láta vinna vandaða kostnaðar- og ábatagreiningu og taka sannarlega inn þau áhrif sem þessir tveir kostir myndu hafa á umhverfið.“ Afleiddur kostnaður yrði talsverður. „Minnisblaðið dregur fram ákveðna þætti í því og fram reiknar til dagsins í dag miðað við fast verðlag og það er alveg ljóst að við erum að tala um tugi milljarða í því sambandi.“ Skúli segir það ekki standa upp á stjórnina að taka ákvörðun í þessu máli. „Þetta er auðvitað eitthvað sem á endanum er á borði ríkisins að taka afstöðu til. En það er mikilvægt að okkar sjónarmið komi fram. En við leggjum líka þunga áherslu á það að það sé ekki boðlegt annað en að vinna nákvæmari greiningar á báðum þessum kostum. Og taka þá tillit til alls kostnaðar, bæði beins kostnaðar við framkvæmdirnar en líka þess mikla afleidda kostnaðar sem felst í því að þurfa að kaupa væntanlega upp mjög viðamikil mannvirki sem tengjast hafnarstarfseminni í dag.“
Reykjavík Samgöngur Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira