Staðan á Reykjalundi áhyggjuefni Birgir Olgeirsson skrifar 11. október 2019 18:30 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Heilbrigðisráðherra segir stöðuna á Reykjalundi áhyggjuefni og telur mikilvægt að koma ró á það góða starf sem þar er unnið. Ríkissjóður setur tvo milljarða í rekstur Reykjalundar á ári án þess að hafa aðkomu að rekstrinum. Starfsemi Reykjalundar var með eðlilegum hætti í dag eftir róstugan gærdag. Starfsfólk hafði neitað að sinna sjúklingum eftir framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Mikil ólga hefur verið á Reykjalundi eftir að forstjóranum var sagt óvænt upp í lok síðasta mánaðar. Stjórnarformaður SÍBS tilkynnti í gær að ráðningarferli nýs forstjóra stæði yfir og búið væri að ráða nýjan framkvæmdastjóra lækninga. Sagði formaðurinn að það væri hæf manneskja sem kynnt verður í byrjun nýrrar viku. Heilbrigðisráðherra segir mestu skipta að ró komist á starfsemina. „Það sem öllu máli skiptir er að þeir sjúklingar sem eru að njóta þeirrar þjónustu sem þarna er boðið upp á. Þarna er mikil sérfræðiþekking og mikið af öflugu starfsfólki. Það skiptir máli að það komist friður og ríki friður um þá starfsemi sem þarna er.“ Starfsfólkið hefur lýst yfir vantrausti á stjórn SÍBS og kallað eftir inngripum ráðherra. „Mín aðkoma að málinu er ekki bein á nokkurn hátt heldur er hún í raun og veru bara í gegnum samninga við Sjúkratryggingar Íslands. Það sem ég get gert í þessum fréttatíma er að vonast til þess að allir nái að stilla saman strengi og standa vörð um þessa góðu þjónustu.“ Reykjalundur fékk tvo milljarða úr ríkissjóði í ár og má búast við svipuðu í næstu fjárlögum. Ríkið var eitt sinn með fulltrúa í stjórn SÍBS en ekki lengur. „Ég held að það þurfi alltaf að skoða hvernig svona starfsemi er best fyrir komið og þar með talið þessu utanumhaldi sem þarna er. Það var þannig á árum áður að ríkið hafði aðkomu að stjórn þessar rekstrar og mér finnst það alveg eitthvað sem gæti komið til skoðunar. En það er ekki það sem er dagskrá í dag heldur að koma ró á starfsemina og tryggja viðunandi endurhæfingarþjónustu fyrir þá sjúklinga sem þarna leita og skapa ró fyrir starfsfólk.“ Yfirlæknir á Reykjalundi sagði í gær að los væri komið á starfsemina en Svandís vonast til að starfsfólkið vilji sinna þessu mikilvæga starfi áfram. „Miðað við þær fréttir sem ég heyrði í dag þá erum við nær því að ná utan um málið, eða það er að segja, það er meiri ró um málið í dag en var í gær. Ég auðvitað vona að fólk vilji áfram sinna þessum mikilvægu verkefnum á þessum góða stað.“ Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Boðar mjög hæfan einstakling í stað Magnúsar á Reykjalundi Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS, segir undanfarna daga hafa verið endurhæfingarstöðinni Reykjalundi og starfsfólki erfiðir. 11. október 2019 12:16 Segjast ekki ásælast fé Reykjalundar Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn SÍBS og vilja að ráðherra grípi inn í stöðuna. Stjórnarformaður segir fjarstæðukennt að verið sé að ásælast fé Reykjalundar og skilur ekki hvers vegna verið sé að láta skoðanaágreining bitna á sjúklingum. 11. október 2019 08:00 Ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga Starfsemi Reykjalundar verður með eðlilegum hætti í dag. Starfsfólk Reykjalundar treysti sér ekki til að sinna sjúklingum því framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Landlæknir tók fram í svari til stjórnarformanns SÍBS að ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga. 11. október 2019 11:31 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir stöðuna á Reykjalundi áhyggjuefni og telur mikilvægt að koma ró á það góða starf sem þar er unnið. Ríkissjóður setur tvo milljarða í rekstur Reykjalundar á ári án þess að hafa aðkomu að rekstrinum. Starfsemi Reykjalundar var með eðlilegum hætti í dag eftir róstugan gærdag. Starfsfólk hafði neitað að sinna sjúklingum eftir framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Mikil ólga hefur verið á Reykjalundi eftir að forstjóranum var sagt óvænt upp í lok síðasta mánaðar. Stjórnarformaður SÍBS tilkynnti í gær að ráðningarferli nýs forstjóra stæði yfir og búið væri að ráða nýjan framkvæmdastjóra lækninga. Sagði formaðurinn að það væri hæf manneskja sem kynnt verður í byrjun nýrrar viku. Heilbrigðisráðherra segir mestu skipta að ró komist á starfsemina. „Það sem öllu máli skiptir er að þeir sjúklingar sem eru að njóta þeirrar þjónustu sem þarna er boðið upp á. Þarna er mikil sérfræðiþekking og mikið af öflugu starfsfólki. Það skiptir máli að það komist friður og ríki friður um þá starfsemi sem þarna er.“ Starfsfólkið hefur lýst yfir vantrausti á stjórn SÍBS og kallað eftir inngripum ráðherra. „Mín aðkoma að málinu er ekki bein á nokkurn hátt heldur er hún í raun og veru bara í gegnum samninga við Sjúkratryggingar Íslands. Það sem ég get gert í þessum fréttatíma er að vonast til þess að allir nái að stilla saman strengi og standa vörð um þessa góðu þjónustu.“ Reykjalundur fékk tvo milljarða úr ríkissjóði í ár og má búast við svipuðu í næstu fjárlögum. Ríkið var eitt sinn með fulltrúa í stjórn SÍBS en ekki lengur. „Ég held að það þurfi alltaf að skoða hvernig svona starfsemi er best fyrir komið og þar með talið þessu utanumhaldi sem þarna er. Það var þannig á árum áður að ríkið hafði aðkomu að stjórn þessar rekstrar og mér finnst það alveg eitthvað sem gæti komið til skoðunar. En það er ekki það sem er dagskrá í dag heldur að koma ró á starfsemina og tryggja viðunandi endurhæfingarþjónustu fyrir þá sjúklinga sem þarna leita og skapa ró fyrir starfsfólk.“ Yfirlæknir á Reykjalundi sagði í gær að los væri komið á starfsemina en Svandís vonast til að starfsfólkið vilji sinna þessu mikilvæga starfi áfram. „Miðað við þær fréttir sem ég heyrði í dag þá erum við nær því að ná utan um málið, eða það er að segja, það er meiri ró um málið í dag en var í gær. Ég auðvitað vona að fólk vilji áfram sinna þessum mikilvægu verkefnum á þessum góða stað.“
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Boðar mjög hæfan einstakling í stað Magnúsar á Reykjalundi Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS, segir undanfarna daga hafa verið endurhæfingarstöðinni Reykjalundi og starfsfólki erfiðir. 11. október 2019 12:16 Segjast ekki ásælast fé Reykjalundar Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn SÍBS og vilja að ráðherra grípi inn í stöðuna. Stjórnarformaður segir fjarstæðukennt að verið sé að ásælast fé Reykjalundar og skilur ekki hvers vegna verið sé að láta skoðanaágreining bitna á sjúklingum. 11. október 2019 08:00 Ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga Starfsemi Reykjalundar verður með eðlilegum hætti í dag. Starfsfólk Reykjalundar treysti sér ekki til að sinna sjúklingum því framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Landlæknir tók fram í svari til stjórnarformanns SÍBS að ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga. 11. október 2019 11:31 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Boðar mjög hæfan einstakling í stað Magnúsar á Reykjalundi Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS, segir undanfarna daga hafa verið endurhæfingarstöðinni Reykjalundi og starfsfólki erfiðir. 11. október 2019 12:16
Segjast ekki ásælast fé Reykjalundar Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn SÍBS og vilja að ráðherra grípi inn í stöðuna. Stjórnarformaður segir fjarstæðukennt að verið sé að ásælast fé Reykjalundar og skilur ekki hvers vegna verið sé að láta skoðanaágreining bitna á sjúklingum. 11. október 2019 08:00
Ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga Starfsemi Reykjalundar verður með eðlilegum hætti í dag. Starfsfólk Reykjalundar treysti sér ekki til að sinna sjúklingum því framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Landlæknir tók fram í svari til stjórnarformanns SÍBS að ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga. 11. október 2019 11:31