Perry segir norðurslóðir barmafullar af orkuauðlindum Heimir Már Pétursson skrifar 11. október 2019 12:30 Rick Perry orkumálaráðherra óskaði eftir því að fá að ávarpa Hringborð norðurslóða og gerði það við setningarathöfn þingsins í gær. Getty Orkumálaráðherra Bandaríkjanna segir norðurslóðir barmafullar af auðlindum eins og gasi sem megi nýta á skynsaman hátt íbúunum þar og heimsbyggðinni til hagsbóta. Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump um nýtingu auðlinda í Alaska sé gott dæmi um þetta. Tæplega átta milljón hektara svæði í Norður-Alaska var verndað með lögum frá bandaríska þinginu árið 1980. En allt frá árinu 1977 til 2017 hafa Republikanar á Bandaríkjaþingi gert fimmtíu tilraunir til að heimila borun eftir gasi og olíu á svæðinu. Þeim tókst það loksins árið 2017 þegar heimildinni var smeygt inn í skattalög. Donald Trump forseti Bandaríkjanna staðfesti lögin síðan í desember 2017. Barack Obama, forveri hans í embætti, vildi hins vegar stækka verndarsvæðið verulega. Vísindamenn telja að nýting olíu og gass á svæðnu muni stefna tilvist fjölda villtra dýrategunda í hættu. Rick Perry orkumálaráðherra óskaði eftir því að fá að ávarpa Hringborð norðurslóða og gerði það við setningarathöfn þingsins í gær. Óhætt er að segja að málflutningur hans hafi verið í mikilli andstöðu við málflutning annarra á þinginu. „Norðurslóðir eru á alla mælikvarða barmafullar af efnahagslegum tækifærum og orkumöguleikum. Þegar haft er í huga að einn þriðji af ófundnum gasauðlindum heimsins er þar. Og við erum sannfærð um að hægt sé að nýta þær með skynsömum hætti. Það er hægt að þróa þessar auðlindir til hagsbóta fyrir fólk á norðurslóðum og að lokum fyrir heiminn allan,“ sagði Perry. Hann hafi séð þetta með eigin augum í norðurslóðaríkinu Alaska sem væri ríki mikillar náttúrufegurðar og náttúrulegra auðlinda, þar með orkuauðlinda. „Við höfum stigið stór skref undir forystu Donalds Trump forseta til að opna norðurhluta Alaska. Opna þetta svæði fyrir ábyrga orkuþróun,“ sagði Perry. Bandaríkin væru í öðru sæti í heiminum þegar kæmi að nýtingu sólar og vindorku. Nýting orkuauðlinda á norðurslóðum gæti losað frjálsar lýðræðisþjóðir undan valdi ólýðræðislegra ríkja sem sæktust eftir áhrifum á norðurslóðum. Nýting frjálsra þjóða á orkuauðlindum norðurslóða gætu leitt til stórkostlegra framfara. „Þetta er sýn og von fyrir allt mannkyn. Sameinuð getum við látið þetta gerast. Látum það vera okkar eið og loforð okkar í dag. Vegna þess að morgundagurinn tilheyrir norðrinu og framtíðin tilheyrir þeim frjálsu,“ sagði Rick Perry í Hörpu í gær. Bandaríkin Loftslagsmál Norðurslóðir Umhverfismál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Orkumálaráðherra Bandaríkjanna sér á báti við Hringborð norðurslóða Orkumálaráðherra Bandaríkjanna nefndi loftslagsbreytingar ekki á nafn í ávarpi sínu við setningu Hringborðs norðurslóða í dag en skaut föstum skotum að ríkjum sem hann sagði boðflennur á norðurslóðum. Forystufólk annarra ríkja lagði hins vegar áherslu á að þjóðir heims tækju höndum saman til að vinna gegn loftslagsbreytingunum. 10. október 2019 20:30 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Orkumálaráðherra Bandaríkjanna segir norðurslóðir barmafullar af auðlindum eins og gasi sem megi nýta á skynsaman hátt íbúunum þar og heimsbyggðinni til hagsbóta. Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump um nýtingu auðlinda í Alaska sé gott dæmi um þetta. Tæplega átta milljón hektara svæði í Norður-Alaska var verndað með lögum frá bandaríska þinginu árið 1980. En allt frá árinu 1977 til 2017 hafa Republikanar á Bandaríkjaþingi gert fimmtíu tilraunir til að heimila borun eftir gasi og olíu á svæðinu. Þeim tókst það loksins árið 2017 þegar heimildinni var smeygt inn í skattalög. Donald Trump forseti Bandaríkjanna staðfesti lögin síðan í desember 2017. Barack Obama, forveri hans í embætti, vildi hins vegar stækka verndarsvæðið verulega. Vísindamenn telja að nýting olíu og gass á svæðnu muni stefna tilvist fjölda villtra dýrategunda í hættu. Rick Perry orkumálaráðherra óskaði eftir því að fá að ávarpa Hringborð norðurslóða og gerði það við setningarathöfn þingsins í gær. Óhætt er að segja að málflutningur hans hafi verið í mikilli andstöðu við málflutning annarra á þinginu. „Norðurslóðir eru á alla mælikvarða barmafullar af efnahagslegum tækifærum og orkumöguleikum. Þegar haft er í huga að einn þriðji af ófundnum gasauðlindum heimsins er þar. Og við erum sannfærð um að hægt sé að nýta þær með skynsömum hætti. Það er hægt að þróa þessar auðlindir til hagsbóta fyrir fólk á norðurslóðum og að lokum fyrir heiminn allan,“ sagði Perry. Hann hafi séð þetta með eigin augum í norðurslóðaríkinu Alaska sem væri ríki mikillar náttúrufegurðar og náttúrulegra auðlinda, þar með orkuauðlinda. „Við höfum stigið stór skref undir forystu Donalds Trump forseta til að opna norðurhluta Alaska. Opna þetta svæði fyrir ábyrga orkuþróun,“ sagði Perry. Bandaríkin væru í öðru sæti í heiminum þegar kæmi að nýtingu sólar og vindorku. Nýting orkuauðlinda á norðurslóðum gæti losað frjálsar lýðræðisþjóðir undan valdi ólýðræðislegra ríkja sem sæktust eftir áhrifum á norðurslóðum. Nýting frjálsra þjóða á orkuauðlindum norðurslóða gætu leitt til stórkostlegra framfara. „Þetta er sýn og von fyrir allt mannkyn. Sameinuð getum við látið þetta gerast. Látum það vera okkar eið og loforð okkar í dag. Vegna þess að morgundagurinn tilheyrir norðrinu og framtíðin tilheyrir þeim frjálsu,“ sagði Rick Perry í Hörpu í gær.
Bandaríkin Loftslagsmál Norðurslóðir Umhverfismál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Orkumálaráðherra Bandaríkjanna sér á báti við Hringborð norðurslóða Orkumálaráðherra Bandaríkjanna nefndi loftslagsbreytingar ekki á nafn í ávarpi sínu við setningu Hringborðs norðurslóða í dag en skaut föstum skotum að ríkjum sem hann sagði boðflennur á norðurslóðum. Forystufólk annarra ríkja lagði hins vegar áherslu á að þjóðir heims tækju höndum saman til að vinna gegn loftslagsbreytingunum. 10. október 2019 20:30 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Orkumálaráðherra Bandaríkjanna sér á báti við Hringborð norðurslóða Orkumálaráðherra Bandaríkjanna nefndi loftslagsbreytingar ekki á nafn í ávarpi sínu við setningu Hringborðs norðurslóða í dag en skaut föstum skotum að ríkjum sem hann sagði boðflennur á norðurslóðum. Forystufólk annarra ríkja lagði hins vegar áherslu á að þjóðir heims tækju höndum saman til að vinna gegn loftslagsbreytingunum. 10. október 2019 20:30