Erfiðir viðureignar á heimavelli Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. október 2019 16:30 Deschamps léttur fyrir æfingu franska landsliðsins. fréttablaðið/getty Það var greinilegt af svörum Didiers Deschamps, þjálfara franska landsliðsins og Raphaels Varane, fyrirliða liðsins í fjarveru Hugo Lloris, að þeir kæmu ekki til með að vanmeta Ísland í kvöld þegar flautað verður til leiks á Laugardalsvelli. Ísland mætir ríkjandi heimsmeisturum Frakklands í undankeppni EM eftir 4-0 sigur Frakka í fyrri leik liðanna. Þetta er í fjórða sinn sem Deschamps stýrir Frökkum gegn Íslandi ásamt því að mæta Íslandi sem leikmaður síðast þegar Frakkar komu í heimsókn. „Ég held að fæstir leikmennirnir muni eftir því síðast þegar Frakkar heimsóttu Ísland, flestir þeirra voru bara börn þó að ég muni vel eftir leiknum,“ sagði Deschamps léttur þegar hann var spurður út í jafnteflið fræga 1998, stuttu eftir að Frakkar voru krýndir heimsmeistarar þar sem Deschamps bar fyrirliðabandið. „Ísland hefur sýnt það í gegnum tíðina að það er erfitt heim að sækja, aðstæðurnar hérna eru öðruvísi og völlurinn opinn með hlaupabraut sem er nýtt fyrir mína leikmenn. Við eigum von á erfiðum leik, íslenska liðið er beinskeytt og hættulegt í föstum leikatriðum eins og er heimsfrægt. Þar að auki eru teknískir leikmenn sem geta skapað usla.“ Varane tók í sama streng og þjálfari hans og sagði franska liðið ekki vanmeta Ísland. „Við vanmetum ekki íslenska liðið. Ísland er með gott lið sem við þekkjum vel til og berum mikla virðingu fyrir. Þetta er mikilvægur leikur í undankeppninni sem við tökum alvarlega og ætlum okkur þrjú stig. Íslendingar hafa verið erfiðir viðureignar á heimavelli og við megum búast við erfiðum leik,“ sagði Varane um íslenska liðið og hélt áfram: „Við búumst við því að íslenska liðið berjist af krafti og við þurfum að passa okkur á föstu leikatriðunum. Okkar markmið er að ná að spila hratt og finna lausnir á varnarleik Íslands.“ Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Það var greinilegt af svörum Didiers Deschamps, þjálfara franska landsliðsins og Raphaels Varane, fyrirliða liðsins í fjarveru Hugo Lloris, að þeir kæmu ekki til með að vanmeta Ísland í kvöld þegar flautað verður til leiks á Laugardalsvelli. Ísland mætir ríkjandi heimsmeisturum Frakklands í undankeppni EM eftir 4-0 sigur Frakka í fyrri leik liðanna. Þetta er í fjórða sinn sem Deschamps stýrir Frökkum gegn Íslandi ásamt því að mæta Íslandi sem leikmaður síðast þegar Frakkar komu í heimsókn. „Ég held að fæstir leikmennirnir muni eftir því síðast þegar Frakkar heimsóttu Ísland, flestir þeirra voru bara börn þó að ég muni vel eftir leiknum,“ sagði Deschamps léttur þegar hann var spurður út í jafnteflið fræga 1998, stuttu eftir að Frakkar voru krýndir heimsmeistarar þar sem Deschamps bar fyrirliðabandið. „Ísland hefur sýnt það í gegnum tíðina að það er erfitt heim að sækja, aðstæðurnar hérna eru öðruvísi og völlurinn opinn með hlaupabraut sem er nýtt fyrir mína leikmenn. Við eigum von á erfiðum leik, íslenska liðið er beinskeytt og hættulegt í föstum leikatriðum eins og er heimsfrægt. Þar að auki eru teknískir leikmenn sem geta skapað usla.“ Varane tók í sama streng og þjálfari hans og sagði franska liðið ekki vanmeta Ísland. „Við vanmetum ekki íslenska liðið. Ísland er með gott lið sem við þekkjum vel til og berum mikla virðingu fyrir. Þetta er mikilvægur leikur í undankeppninni sem við tökum alvarlega og ætlum okkur þrjú stig. Íslendingar hafa verið erfiðir viðureignar á heimavelli og við megum búast við erfiðum leik,“ sagði Varane um íslenska liðið og hélt áfram: „Við búumst við því að íslenska liðið berjist af krafti og við þurfum að passa okkur á föstu leikatriðunum. Okkar markmið er að ná að spila hratt og finna lausnir á varnarleik Íslands.“
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira