Hollywood-stjörnur setja Húsavík á annan endann Jakob Bjarnar skrifar 10. október 2019 14:44 Húsvíkingar eru nú í óðaönn við að undirbúa sig við að aðstoða Will Ferrell og félaga við tökur á kvikmynd um Eurovision. Gríðarleg eftirvænting ríkir í bæjarfélaginu. „Næstu daga fáum við Húsvíkingar það einstaka verkefni að taka á móti kvikmyndagerðarfólki frá Netflix, sem taka mun upp atriði í nýjustu kvikmynd stórleikarans og handritshöfundarins Will Ferrell. Eins og greint hefur verið frá mun myndin fjalla um Eurovision söngvakeppnina og mun bærinn okkar vera að hluta til sögusvið myndarinnar og sem slíkur leika stórt hlutverk í myndinni.“Will Ferrell og Pierce Brosnan á ferð Svo segir í tilkynningu frá Kristjáni Þór Magnússyni sveitarstjóra sem hann birti nú fyrir skömmu á vef Norðurþings. Allt er á öðrum endanum í Húsavík en að sögn sveitarstjórans munu um 250 manns mæta sérstaklega til Húsavíkur við vinnslu myndarinnar en tökur standa yfir alla helgina eða frá föstudegi 11. október til mánudags þess 14. Meðal þeirra sem spranga um bæinn eru þeir Will Ferrell, sem lenti Akureyri í dag, kom með einkaþotu frá Skotlandi samkvæmt heimildum Vísis og svo leikarinn Pierce Brosnan.Kristján Þór sveitarstjóri og aðrir Húsvíkingar á íbúafundi.fbl/Auðunn Nielsson„Um einstakan atburð er að ræða sem allar líkur eru á að hafi mikil og jákvæð áhrif á ferðamennsku inn á svæðið til næstu ára ef vel tekst til,“ segir Kristján Þór kátur. Mikið sé því í húfi og vert að íbúar standi og leggi hönd á plóg.Stranglega bannað að taka myndir á tökustað „Fjöldi íbúa úr samfélaginu kemur að verkefninu með einum eða öðrum hætti. Sem dæmi má nefna að íbúar hafa leigt eignir sínar tímabundið til verkefnisins, húsvískir aukaleikarar standa vaktina í nokkrum senum og enn aðrir aðstoða með ýmiskonar verkefni þessa daga sem tökurnar standa yfir.“ Í tilkynningunni er tekið fram að alls engar myndir af kvikmyndatökustöðum, leikurum og öðru á tökustað verði teknar og birtar á samfélagsmiðlum. Við því er strangt bann og þá eru allir drónar bannaðir á Húsavík meðan á tökum stendur. Bíó og sjónvarp Eurovision-mynd Will Ferrell Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Tengdar fréttir Pierce Brosnan mættur til landsins Breski leikarinn Pierce Brosnan er staddur hér á landi en til hans sást á Konsúlat hótelinu í miðbæ Reykjavíkur í morgun. 9. október 2019 13:30 Brosnan á hraðleið til Húsavíkur? Breski leikarinn Pierce Brosnan birti í dag myndskeið á Instagram-reikningi sínum þar sem hann ekur um íslenskar sveitir. 10. október 2019 12:48 Halda opnar prufur fyrir Eurovision-myndina á Húsavík Eru allir áhugasamir velkomnir að sækja um og eru bæjarbúar hvattir til að láta orðið berast. 4. september 2019 15:06 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK Lífið samstarf Fleiri fréttir Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Sjá meira
„Næstu daga fáum við Húsvíkingar það einstaka verkefni að taka á móti kvikmyndagerðarfólki frá Netflix, sem taka mun upp atriði í nýjustu kvikmynd stórleikarans og handritshöfundarins Will Ferrell. Eins og greint hefur verið frá mun myndin fjalla um Eurovision söngvakeppnina og mun bærinn okkar vera að hluta til sögusvið myndarinnar og sem slíkur leika stórt hlutverk í myndinni.“Will Ferrell og Pierce Brosnan á ferð Svo segir í tilkynningu frá Kristjáni Þór Magnússyni sveitarstjóra sem hann birti nú fyrir skömmu á vef Norðurþings. Allt er á öðrum endanum í Húsavík en að sögn sveitarstjórans munu um 250 manns mæta sérstaklega til Húsavíkur við vinnslu myndarinnar en tökur standa yfir alla helgina eða frá föstudegi 11. október til mánudags þess 14. Meðal þeirra sem spranga um bæinn eru þeir Will Ferrell, sem lenti Akureyri í dag, kom með einkaþotu frá Skotlandi samkvæmt heimildum Vísis og svo leikarinn Pierce Brosnan.Kristján Þór sveitarstjóri og aðrir Húsvíkingar á íbúafundi.fbl/Auðunn Nielsson„Um einstakan atburð er að ræða sem allar líkur eru á að hafi mikil og jákvæð áhrif á ferðamennsku inn á svæðið til næstu ára ef vel tekst til,“ segir Kristján Þór kátur. Mikið sé því í húfi og vert að íbúar standi og leggi hönd á plóg.Stranglega bannað að taka myndir á tökustað „Fjöldi íbúa úr samfélaginu kemur að verkefninu með einum eða öðrum hætti. Sem dæmi má nefna að íbúar hafa leigt eignir sínar tímabundið til verkefnisins, húsvískir aukaleikarar standa vaktina í nokkrum senum og enn aðrir aðstoða með ýmiskonar verkefni þessa daga sem tökurnar standa yfir.“ Í tilkynningunni er tekið fram að alls engar myndir af kvikmyndatökustöðum, leikurum og öðru á tökustað verði teknar og birtar á samfélagsmiðlum. Við því er strangt bann og þá eru allir drónar bannaðir á Húsavík meðan á tökum stendur.
Bíó og sjónvarp Eurovision-mynd Will Ferrell Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Tengdar fréttir Pierce Brosnan mættur til landsins Breski leikarinn Pierce Brosnan er staddur hér á landi en til hans sást á Konsúlat hótelinu í miðbæ Reykjavíkur í morgun. 9. október 2019 13:30 Brosnan á hraðleið til Húsavíkur? Breski leikarinn Pierce Brosnan birti í dag myndskeið á Instagram-reikningi sínum þar sem hann ekur um íslenskar sveitir. 10. október 2019 12:48 Halda opnar prufur fyrir Eurovision-myndina á Húsavík Eru allir áhugasamir velkomnir að sækja um og eru bæjarbúar hvattir til að láta orðið berast. 4. september 2019 15:06 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK Lífið samstarf Fleiri fréttir Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Sjá meira
Pierce Brosnan mættur til landsins Breski leikarinn Pierce Brosnan er staddur hér á landi en til hans sást á Konsúlat hótelinu í miðbæ Reykjavíkur í morgun. 9. október 2019 13:30
Brosnan á hraðleið til Húsavíkur? Breski leikarinn Pierce Brosnan birti í dag myndskeið á Instagram-reikningi sínum þar sem hann ekur um íslenskar sveitir. 10. október 2019 12:48
Halda opnar prufur fyrir Eurovision-myndina á Húsavík Eru allir áhugasamir velkomnir að sækja um og eru bæjarbúar hvattir til að láta orðið berast. 4. september 2019 15:06