Segir uppsagnir Birgis og Magnúsar nauðsynlegar Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. október 2019 13:51 Sveinn Guðmundsson, formaður SÍBS, ræddi við fréttamenn að loknum starfsmannafundi á Reykjalundi í hádeginu. Vísir/arnar Stjórn Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS) taldi nauðsynlegt að ráðast í uppsagnirnar í efstu lögum Reykjalundar, sem valdið hafa ólgu í endurhæfingarstöðinni. Boðað var til starfsmannafundar á Reykjalundi í hádeginu, sem leiddi meðal annars til vantraustsyfirlýsingar á stjórn SÍBS. Sveinn Guðmundsson, formaður sambandsins, segir þrátt fyrir það að viðstöddum hafi brugðið vegna stöðunnar sem upp sé komin. „Okkur er auðvitað órótt um það að fara í þessar aðgerðir sem við fórum í en stjórnin taldi það nauðsynlegt og það raðast bara svona upp,“ segir Sveinn. Aðspurður um hvort ekki hefði verið ráðlegt að upplýsa starfsmenn um fyrirhugaðar breytingar áður en í þær var ráðist segir Sveinn: „Ekki hvernig málin þróuðust, nei.“ Á fundinum í hádeginu var farið yfir ráðningarferli nýs forstjóra og framkvæmdastjóra lækningasviðs, en það síðarnefnda er langt komið að sögn Sveins. Hann áætlar að jafnvel verði hægt að greina frá niðurstöðu þess í byrju næstu viku. Sá sem talinn er líklegastur til að hreppa stöðuna fékk „mjög góða umsögn“ frá stöðunefnd heilbrigðisráðuneytisins, að sögn Sveins. Gengið var frá starfslokasamningi við fráfarandi forstjóra, Birgi Gunnarsson, og áréttar Sveinn að hann hafi verið „mjög flottur stjórnandi.“Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, var sagt upp í gær eftir 40 ára starf.FBL/VALLISveinn segir að fleiri uppsagnir séu ekki í kortunum. Aðspurður um hvers vegna ákveðið hafi verið að segja upp forstjóranum segir Sveinn það vera trúnaðarmál. Framkvæmdastjóra lækningasviðs hafi verið sagt upp vegna aldurs, í samræmi við reglur Reykjalundar, en hann er kominn á áttræðisaldur. Á fundinum hafi starfsfólk jafnframt verið minnt á að það beri skyldur gagnvart sjúklingum sem leita þjónustu á Reykjalundi. Það sé frumskylda fundarmanna, sem Sveinn segir að hafi gert sér fulla grein fyrir því. Sjúklingum verði því sinnt í dag að sögn Sveins, en starfsmennirnir sendu þá til síns heima í morgun í aðdraganda starfsmannafundar hádegisins.Enginn ágreiningur um leigugreiðslur Reykjalundur hefur haft leigutekjur af húsnæðinu undanfarin ár sem nema um 30 milljónum króna á ári. Barátta hefur verið á milli SÍBS og Reykjalundar um hvernig skuli nýta þá peninga en Reykjalundur er heilbrigðisstofnun í eigu SÍBS. Sveinn vill þó sem minnst úr þessum deilum gera. Um „eldgamalt“ mál sé að ræða sem tekið hafi verið úr öllu samhengi. Það sé þannig ekki rétt að SÍBS ætli sér að taka þessar tekjur til sín, eins og látið hafi verið í veðri vaka. „Hið rétta er að það var verið að benda á að það hvernig ætti að færa bókhaldið með þessar tekjur. Ég skil ekki hvernig þetta mál er komið upp í fjölmiðlum því það er enginn ágreiningur um peninga hvað þetta varðar,“ segir Sveinn. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Stjórn Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS) taldi nauðsynlegt að ráðast í uppsagnirnar í efstu lögum Reykjalundar, sem valdið hafa ólgu í endurhæfingarstöðinni. Boðað var til starfsmannafundar á Reykjalundi í hádeginu, sem leiddi meðal annars til vantraustsyfirlýsingar á stjórn SÍBS. Sveinn Guðmundsson, formaður sambandsins, segir þrátt fyrir það að viðstöddum hafi brugðið vegna stöðunnar sem upp sé komin. „Okkur er auðvitað órótt um það að fara í þessar aðgerðir sem við fórum í en stjórnin taldi það nauðsynlegt og það raðast bara svona upp,“ segir Sveinn. Aðspurður um hvort ekki hefði verið ráðlegt að upplýsa starfsmenn um fyrirhugaðar breytingar áður en í þær var ráðist segir Sveinn: „Ekki hvernig málin þróuðust, nei.“ Á fundinum í hádeginu var farið yfir ráðningarferli nýs forstjóra og framkvæmdastjóra lækningasviðs, en það síðarnefnda er langt komið að sögn Sveins. Hann áætlar að jafnvel verði hægt að greina frá niðurstöðu þess í byrju næstu viku. Sá sem talinn er líklegastur til að hreppa stöðuna fékk „mjög góða umsögn“ frá stöðunefnd heilbrigðisráðuneytisins, að sögn Sveins. Gengið var frá starfslokasamningi við fráfarandi forstjóra, Birgi Gunnarsson, og áréttar Sveinn að hann hafi verið „mjög flottur stjórnandi.“Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, var sagt upp í gær eftir 40 ára starf.FBL/VALLISveinn segir að fleiri uppsagnir séu ekki í kortunum. Aðspurður um hvers vegna ákveðið hafi verið að segja upp forstjóranum segir Sveinn það vera trúnaðarmál. Framkvæmdastjóra lækningasviðs hafi verið sagt upp vegna aldurs, í samræmi við reglur Reykjalundar, en hann er kominn á áttræðisaldur. Á fundinum hafi starfsfólk jafnframt verið minnt á að það beri skyldur gagnvart sjúklingum sem leita þjónustu á Reykjalundi. Það sé frumskylda fundarmanna, sem Sveinn segir að hafi gert sér fulla grein fyrir því. Sjúklingum verði því sinnt í dag að sögn Sveins, en starfsmennirnir sendu þá til síns heima í morgun í aðdraganda starfsmannafundar hádegisins.Enginn ágreiningur um leigugreiðslur Reykjalundur hefur haft leigutekjur af húsnæðinu undanfarin ár sem nema um 30 milljónum króna á ári. Barátta hefur verið á milli SÍBS og Reykjalundar um hvernig skuli nýta þá peninga en Reykjalundur er heilbrigðisstofnun í eigu SÍBS. Sveinn vill þó sem minnst úr þessum deilum gera. Um „eldgamalt“ mál sé að ræða sem tekið hafi verið úr öllu samhengi. Það sé þannig ekki rétt að SÍBS ætli sér að taka þessar tekjur til sín, eins og látið hafi verið í veðri vaka. „Hið rétta er að það var verið að benda á að það hvernig ætti að færa bókhaldið með þessar tekjur. Ég skil ekki hvernig þetta mál er komið upp í fjölmiðlum því það er enginn ágreiningur um peninga hvað þetta varðar,“ segir Sveinn.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira