Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. október 2019 10:55 Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag. „Reykjalundur er það mikilvæg stofnun að það þarf að ríkja sátt um hana og stöðugleiki fyrir sjúklingana,“ segir Bryndís sem auk formennsku í samtökunum er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún segir hollvinasamtökin standa þétt við bak Reykjalundar þegar komi að söfnun fjár og aðstoð við stærri fjárfestingar.Veðrið var fallegt á Reykjalundi í morgun en stöðunni er lýst af starfsmönnum sem neyðarástandi.Vísir/ArnarBirgi Gunnarssyni, forstjóra Reykjalundar, var sagt upp um mánaðamótin og Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga og yfirlækni, í gær. „Ég hef átt gott samstarf við Birgi svo það kom mér á óvart að hann hefði lokið störfum,“ segir Bryndís. Hún hafi rætt við Svein Guðmundsson, formann SÍBS, sem hafi fullvissað hana um að störf Birgis fyrir Reykjalund hefðu verið góð.Bryndís Haraldsdóttir,lengst til vinstri og Birgir Gunnarsson lengst til hægri þegar Reykjalundi var veitt vegleg gjöf frá Styrktar- og sjúkrasjóði Verzlunarmanna í Reykjavík árið 2017.Ekki virðist öll sagan sögð. „Augljóslega hefur eitthvað komið upp á,“ segir Bryndís. Hún viti þó ekki nákvæmlega um hvað það snúist. Augljóslega hafi Birgir og Sveinn verið ósammála um eitthvað. Hún vonar að ástandið skýrist á fundi með starfsmönnum í hádeginu. „Það kom mér á óvart að Magnúsi hefði verið sagt upp störfum, eins og fréttin hljóðaði,“ segir Bryndís um uppsögn Magnúsar í gær. Hún leggi áherslu á að það verði að vera starfandi yfirlæknir á Reykjalundi. Það sé augljóst mál. Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Starfsfólk leggur niður störf og sjúklingar sendir heim af Reykjalundi Engir sjúklingar fá þjónustu á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi í dag. 10. október 2019 10:03 Magnúsi óvænt sagt upp eftir fjörutíu ára starf á Reykjalundi Sveinn Guðmundsson, formaður Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS), hefur sagt Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, upp störfum eftir 35 ára vinnu á endurhæfingarstöðinni. 9. október 2019 17:01 Segja ekkert saknæmt hafa borið að við starfslok forstjórans Stjórn SÍBS hafnar því að nokkurt saknæmt hafi borið að af hálfu fyrrverandi forstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, í aðdraganda starfsloka hans þann 30. september síðastliðinn. 9. október 2019 08:15 Prestur sat fund á Reykjalundi Kallað var á prest til að vera viðstaddur starfsmannafund á Reykjalundi nýverið eftir að Birgi Gunnarsyni, forstjóra Reykjalundar til 12 ára, var sagt upp. 10. október 2019 06:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag. „Reykjalundur er það mikilvæg stofnun að það þarf að ríkja sátt um hana og stöðugleiki fyrir sjúklingana,“ segir Bryndís sem auk formennsku í samtökunum er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún segir hollvinasamtökin standa þétt við bak Reykjalundar þegar komi að söfnun fjár og aðstoð við stærri fjárfestingar.Veðrið var fallegt á Reykjalundi í morgun en stöðunni er lýst af starfsmönnum sem neyðarástandi.Vísir/ArnarBirgi Gunnarssyni, forstjóra Reykjalundar, var sagt upp um mánaðamótin og Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga og yfirlækni, í gær. „Ég hef átt gott samstarf við Birgi svo það kom mér á óvart að hann hefði lokið störfum,“ segir Bryndís. Hún hafi rætt við Svein Guðmundsson, formann SÍBS, sem hafi fullvissað hana um að störf Birgis fyrir Reykjalund hefðu verið góð.Bryndís Haraldsdóttir,lengst til vinstri og Birgir Gunnarsson lengst til hægri þegar Reykjalundi var veitt vegleg gjöf frá Styrktar- og sjúkrasjóði Verzlunarmanna í Reykjavík árið 2017.Ekki virðist öll sagan sögð. „Augljóslega hefur eitthvað komið upp á,“ segir Bryndís. Hún viti þó ekki nákvæmlega um hvað það snúist. Augljóslega hafi Birgir og Sveinn verið ósammála um eitthvað. Hún vonar að ástandið skýrist á fundi með starfsmönnum í hádeginu. „Það kom mér á óvart að Magnúsi hefði verið sagt upp störfum, eins og fréttin hljóðaði,“ segir Bryndís um uppsögn Magnúsar í gær. Hún leggi áherslu á að það verði að vera starfandi yfirlæknir á Reykjalundi. Það sé augljóst mál.
Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Starfsfólk leggur niður störf og sjúklingar sendir heim af Reykjalundi Engir sjúklingar fá þjónustu á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi í dag. 10. október 2019 10:03 Magnúsi óvænt sagt upp eftir fjörutíu ára starf á Reykjalundi Sveinn Guðmundsson, formaður Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS), hefur sagt Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, upp störfum eftir 35 ára vinnu á endurhæfingarstöðinni. 9. október 2019 17:01 Segja ekkert saknæmt hafa borið að við starfslok forstjórans Stjórn SÍBS hafnar því að nokkurt saknæmt hafi borið að af hálfu fyrrverandi forstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, í aðdraganda starfsloka hans þann 30. september síðastliðinn. 9. október 2019 08:15 Prestur sat fund á Reykjalundi Kallað var á prest til að vera viðstaddur starfsmannafund á Reykjalundi nýverið eftir að Birgi Gunnarsyni, forstjóra Reykjalundar til 12 ára, var sagt upp. 10. október 2019 06:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Starfsfólk leggur niður störf og sjúklingar sendir heim af Reykjalundi Engir sjúklingar fá þjónustu á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi í dag. 10. október 2019 10:03
Magnúsi óvænt sagt upp eftir fjörutíu ára starf á Reykjalundi Sveinn Guðmundsson, formaður Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS), hefur sagt Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, upp störfum eftir 35 ára vinnu á endurhæfingarstöðinni. 9. október 2019 17:01
Segja ekkert saknæmt hafa borið að við starfslok forstjórans Stjórn SÍBS hafnar því að nokkurt saknæmt hafi borið að af hálfu fyrrverandi forstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, í aðdraganda starfsloka hans þann 30. september síðastliðinn. 9. október 2019 08:15
Prestur sat fund á Reykjalundi Kallað var á prest til að vera viðstaddur starfsmannafund á Reykjalundi nýverið eftir að Birgi Gunnarsyni, forstjóra Reykjalundar til 12 ára, var sagt upp. 10. október 2019 06:00