Fé fyrir Silk Road-rannsókn komið í nýjan löggæslusjóð Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. október 2019 06:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri. Vísir/vilhelm Íslensk stjórnvöld hafa móttekið 355 milljónir króna frá bandarískum yfirvöldum fyrir aðstoð við upprætingu umfangsmikilla fíkniefnaviðskipta á sölusíðunni Silk Road. Um er að ræða söluandvirði tugþúsunda bitcoina sem hýst voru í gagnaveri hér á landi og haldlögð voru í samstilltum aðgerðum íslensku lögreglunnar og bandarísku alríkislögreglunnar í október 2013. „Eftir að ljóst varð að upphæð þessi yrði lögð inn í ríkissjóð var ákveðið að hún rynni í sérstakan löggæslusjóð á forræði dómsmálaráðherra,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Veitt verði úr sjóðnum í þágu rannsókna á skipulagðri brotastarfsemi. Þessi ráðstöfun hafi þegar verið samþykkt í ríkisstjórn og fjárhæðin verið lögð inn í sjóðinn. Í Bandaríkjunum er ekki óalgengt að andvirði ólöglegs ávinnings af lögbrotum sé látið renna til lögreglunnar eða þess embættis sem rannsakar og upplýsir um þau og var það vilji saksóknara Silk Road-málsins vestanhafs að íslenska lögreglan fengi tæpar 2,9 milljónir dollara eða 15 prósent þess fjár sem fékkst fyrir þau bitcoin sem gerð voru upptæk í málinu. Samkvæmt íslenskum lögum rennur andvirði upptekinna verðmæta hins vegar óskipt í ríkissjóð og getur því ekki farið beint til lögreglunnar að óbreyttum lögum. Spurð nánar um fjárveitingar úr sjóðnum segir Áslaug að tekið verði mið af tillögum nefndar sem skipuð var í kjölfar útkomu skýrslu ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi í vor. Það var ungur tölvunörd, Ross Ulbricht, sem opnaði Silk Road árið 2011 sem vettvang frjálsra viðskipta án afskipta yfirvalda. Ulbrict hefur verið lýst sem áköfum frjálshyggjumanni, stuðningsmanni kenninga Ayn Rand og hörðum andstæðingi stríðsins gegn fíkniefnum. Síðan var að mestu leyti vettvangur fíkniefnasölu en þar var einnig hægt að kaupa annan varning eins og vopn, leiðbeiningar um skjalafals og jafnvel lista yfir leigumorðingja. Öll viðskipti á síðunni fóru fram með rafmyntinni bitcoin sem tryggði nafnleysi í viðskiptunum. Framan af gekk bandarísku alríkislögreglunni illa að finna hýsingarstað síðunnar en þegar loks tókst að staðsetja hýsinguna í gagnaveri Advania á Íslandi var óskað eftir samvinnu íslenskra yfirvalda. Í október 2013 eftir margra mánaða undirbúning var farið í samstilltar aðgerðir og Silk Road-vefsíðan var tekin niður hér á landi og hald lagt á bitcoin að jafnvirði um þriggja milljóna Bandaríkjadala. Ulbricht var á sama tíma handtekinn á bókasafni í San Francisco þar sem hann sat við fartölvu sína með síðuna opna og opna tengingu inn á bitcoin-veskið sitt. Veskið var það sönnunargagn sem vó þyngst í sakfellingu hans. Rannsókn málsins var bæði umfangsmikil og jafnvel dramatísk á köf lum. Einn rannsakenda brá sér til að mynda í gervi leigumorðingja á vefsvæðinu og bauð sig fram þegar Ulbricht kallaði eftir aftöku meints uppljóstrara á síðunni. Umræddur rannsakandi endaði svo sjálfur á sakamannabekk í málinu ásamt starfsfélaga sínum hjá A lr ík islög reglunni er upp komst að þeir hefðu nýtt aðstöðu sína til að kúga fé af notendum síðunnar. Fengu þeir báðir nokkurra ára fangelsi fyrir brot sín. Forsprakkinn Ross Ulbricht afplánar hins vegar tvöfaldan lífstíðardóm. Birtist í Fréttablaðinu Rafmyntir Lögreglumál Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa móttekið 355 milljónir króna frá bandarískum yfirvöldum fyrir aðstoð við upprætingu umfangsmikilla fíkniefnaviðskipta á sölusíðunni Silk Road. Um er að ræða söluandvirði tugþúsunda bitcoina sem hýst voru í gagnaveri hér á landi og haldlögð voru í samstilltum aðgerðum íslensku lögreglunnar og bandarísku alríkislögreglunnar í október 2013. „Eftir að ljóst varð að upphæð þessi yrði lögð inn í ríkissjóð var ákveðið að hún rynni í sérstakan löggæslusjóð á forræði dómsmálaráðherra,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Veitt verði úr sjóðnum í þágu rannsókna á skipulagðri brotastarfsemi. Þessi ráðstöfun hafi þegar verið samþykkt í ríkisstjórn og fjárhæðin verið lögð inn í sjóðinn. Í Bandaríkjunum er ekki óalgengt að andvirði ólöglegs ávinnings af lögbrotum sé látið renna til lögreglunnar eða þess embættis sem rannsakar og upplýsir um þau og var það vilji saksóknara Silk Road-málsins vestanhafs að íslenska lögreglan fengi tæpar 2,9 milljónir dollara eða 15 prósent þess fjár sem fékkst fyrir þau bitcoin sem gerð voru upptæk í málinu. Samkvæmt íslenskum lögum rennur andvirði upptekinna verðmæta hins vegar óskipt í ríkissjóð og getur því ekki farið beint til lögreglunnar að óbreyttum lögum. Spurð nánar um fjárveitingar úr sjóðnum segir Áslaug að tekið verði mið af tillögum nefndar sem skipuð var í kjölfar útkomu skýrslu ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi í vor. Það var ungur tölvunörd, Ross Ulbricht, sem opnaði Silk Road árið 2011 sem vettvang frjálsra viðskipta án afskipta yfirvalda. Ulbrict hefur verið lýst sem áköfum frjálshyggjumanni, stuðningsmanni kenninga Ayn Rand og hörðum andstæðingi stríðsins gegn fíkniefnum. Síðan var að mestu leyti vettvangur fíkniefnasölu en þar var einnig hægt að kaupa annan varning eins og vopn, leiðbeiningar um skjalafals og jafnvel lista yfir leigumorðingja. Öll viðskipti á síðunni fóru fram með rafmyntinni bitcoin sem tryggði nafnleysi í viðskiptunum. Framan af gekk bandarísku alríkislögreglunni illa að finna hýsingarstað síðunnar en þegar loks tókst að staðsetja hýsinguna í gagnaveri Advania á Íslandi var óskað eftir samvinnu íslenskra yfirvalda. Í október 2013 eftir margra mánaða undirbúning var farið í samstilltar aðgerðir og Silk Road-vefsíðan var tekin niður hér á landi og hald lagt á bitcoin að jafnvirði um þriggja milljóna Bandaríkjadala. Ulbricht var á sama tíma handtekinn á bókasafni í San Francisco þar sem hann sat við fartölvu sína með síðuna opna og opna tengingu inn á bitcoin-veskið sitt. Veskið var það sönnunargagn sem vó þyngst í sakfellingu hans. Rannsókn málsins var bæði umfangsmikil og jafnvel dramatísk á köf lum. Einn rannsakenda brá sér til að mynda í gervi leigumorðingja á vefsvæðinu og bauð sig fram þegar Ulbricht kallaði eftir aftöku meints uppljóstrara á síðunni. Umræddur rannsakandi endaði svo sjálfur á sakamannabekk í málinu ásamt starfsfélaga sínum hjá A lr ík islög reglunni er upp komst að þeir hefðu nýtt aðstöðu sína til að kúga fé af notendum síðunnar. Fengu þeir báðir nokkurra ára fangelsi fyrir brot sín. Forsprakkinn Ross Ulbricht afplánar hins vegar tvöfaldan lífstíðardóm.
Birtist í Fréttablaðinu Rafmyntir Lögreglumál Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Sjá meira