Handóðir prjónarar pirrast vegna peysuhneppingar Kristján Már Unnarsson skrifar 29. október 2019 22:17 Hanna Rósa Sveinsdóttir, formaður Menningarfélagsins Hrauns. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Lífleg umræða hefur skapast í fésbókarhópnum Handóðir prjónarar eftir að þátturinn „Um land allt“ var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. Umræðuþráðurinn um hvernig peysa Hönnu Rósu Sveinsdóttur sagnfræðings var hneppt hófst á þessum orðum: „Úff hvað ég á erfitt með að fylgast með þessum þætti þegar að viðmælandinn er í skakkt hnepptri peysu! Ég heyri ekkert hvað er verið að tala um... hugsa bara um að hneppa peysunni rétt! En falleg peysa á fallegri konu!“ Hanna Rósa var í viðtali um Hraun í Öxnadal, fæðingarstað Jónasar Hallgrímssonar. Þegar þessi frétt er rituð hafa um eitthundrað manns, eingöngu konur, séð ástæðu til að leggja orð í belg.Viðtalið var tekið á hlaðinu á Hrauni í Öxnadal. Spyrillinn tók ekkert eftir því hvernig peysa viðmælandans var hneppt, frekar en líklega flestir aðrir karlmenn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Var einmitt að gubba þessu útúr mér við manninn sem sagði mig vera "klikkaða". En falleg peysa samt,“ sagði sú næsta. „Hahaha hún er örugglega í sjokki núna sjálf! Og skilur ekkert í þessum köllum að hafa ekki tekið eftir þessu og látið sig vita,“ sagði önnur. „Ég þori að veðja að ekki einn einasti karlmaður tók eftir þessu,“ var bætt við. „Ég pældi ekkert í því en aftur á móti fannst mér peysan gordjöss og liturinn maður minn.“ Margar tóku upp hanskann fyrir Hönnu Rósu. „Það vakti athygli mína hvað peysan fer þessari konu einstaklega vel. Hún er með svo fallegt hár sem passar svo vel við litinn á peysunni.“ „Bara krúttlegt, hún hefur þurft að flýta sér.“ „Mér finnst að sá/sú sem tók viðtalið eða myndaði þetta hefði mátt láta hana vita... þessu tekur maður ekki eftir sjálfur svo auðveldlega." Hér koma fleiri dæmi úr umræðunni: „Hahaha ég tók eftir þessu og sagði þetta við manninn minn hvað þetta væri skelfilegt.“ „Já þetta fangar alla athyglina.“ „Ég hlustaði bara á hana. Gaman af því sem hún sagði. Peysu hnepping auka atriði. Hvað er að ykkur?“ „Hreppstjórahnepping var þetta kallað í den. Kemur fyrir á bestu bæjum, sérstaklega þar sem nóg er að gera.“ „Ég rak upp hljóð.“ „Öllu er nú hægt að pirrast yfir.“ Þegar fréttastofan ræddi við Hönnu Rósu í dag kvaðst hún láta þessa umræðu sér í léttu rúmi liggja. Hún tæki þessu ekki alvarlega, hefði þvert á móti skemmt sér yfir þessu. Þátturinn um Öxnadal verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi laugardag klukkan 15 en einnig geta áskrifendur séð hann á Stöð 2 Frelsi. Hér má sjá kafla úr þættinum um Jónas og Hraun í Öxnadal: Hörgársveit Menning Um land allt Tengdar fréttir Hraun í Öxnadal líður enn fyrir bankahrunið Áform um að opna fræðslusetur á Hrauni í Öxnadal um Jónas Hallgrímsson hafa legið í láginni í áratug eftir að bakhjarlar verkefnisins urðu gjaldþrota í bankahruninu. 28. október 2019 20:44 Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Lífleg umræða hefur skapast í fésbókarhópnum Handóðir prjónarar eftir að þátturinn „Um land allt“ var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. Umræðuþráðurinn um hvernig peysa Hönnu Rósu Sveinsdóttur sagnfræðings var hneppt hófst á þessum orðum: „Úff hvað ég á erfitt með að fylgast með þessum þætti þegar að viðmælandinn er í skakkt hnepptri peysu! Ég heyri ekkert hvað er verið að tala um... hugsa bara um að hneppa peysunni rétt! En falleg peysa á fallegri konu!“ Hanna Rósa var í viðtali um Hraun í Öxnadal, fæðingarstað Jónasar Hallgrímssonar. Þegar þessi frétt er rituð hafa um eitthundrað manns, eingöngu konur, séð ástæðu til að leggja orð í belg.Viðtalið var tekið á hlaðinu á Hrauni í Öxnadal. Spyrillinn tók ekkert eftir því hvernig peysa viðmælandans var hneppt, frekar en líklega flestir aðrir karlmenn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Var einmitt að gubba þessu útúr mér við manninn sem sagði mig vera "klikkaða". En falleg peysa samt,“ sagði sú næsta. „Hahaha hún er örugglega í sjokki núna sjálf! Og skilur ekkert í þessum köllum að hafa ekki tekið eftir þessu og látið sig vita,“ sagði önnur. „Ég þori að veðja að ekki einn einasti karlmaður tók eftir þessu,“ var bætt við. „Ég pældi ekkert í því en aftur á móti fannst mér peysan gordjöss og liturinn maður minn.“ Margar tóku upp hanskann fyrir Hönnu Rósu. „Það vakti athygli mína hvað peysan fer þessari konu einstaklega vel. Hún er með svo fallegt hár sem passar svo vel við litinn á peysunni.“ „Bara krúttlegt, hún hefur þurft að flýta sér.“ „Mér finnst að sá/sú sem tók viðtalið eða myndaði þetta hefði mátt láta hana vita... þessu tekur maður ekki eftir sjálfur svo auðveldlega." Hér koma fleiri dæmi úr umræðunni: „Hahaha ég tók eftir þessu og sagði þetta við manninn minn hvað þetta væri skelfilegt.“ „Já þetta fangar alla athyglina.“ „Ég hlustaði bara á hana. Gaman af því sem hún sagði. Peysu hnepping auka atriði. Hvað er að ykkur?“ „Hreppstjórahnepping var þetta kallað í den. Kemur fyrir á bestu bæjum, sérstaklega þar sem nóg er að gera.“ „Ég rak upp hljóð.“ „Öllu er nú hægt að pirrast yfir.“ Þegar fréttastofan ræddi við Hönnu Rósu í dag kvaðst hún láta þessa umræðu sér í léttu rúmi liggja. Hún tæki þessu ekki alvarlega, hefði þvert á móti skemmt sér yfir þessu. Þátturinn um Öxnadal verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi laugardag klukkan 15 en einnig geta áskrifendur séð hann á Stöð 2 Frelsi. Hér má sjá kafla úr þættinum um Jónas og Hraun í Öxnadal:
Hörgársveit Menning Um land allt Tengdar fréttir Hraun í Öxnadal líður enn fyrir bankahrunið Áform um að opna fræðslusetur á Hrauni í Öxnadal um Jónas Hallgrímsson hafa legið í láginni í áratug eftir að bakhjarlar verkefnisins urðu gjaldþrota í bankahruninu. 28. október 2019 20:44 Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Hraun í Öxnadal líður enn fyrir bankahrunið Áform um að opna fræðslusetur á Hrauni í Öxnadal um Jónas Hallgrímsson hafa legið í láginni í áratug eftir að bakhjarlar verkefnisins urðu gjaldþrota í bankahruninu. 28. október 2019 20:44
Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30