James Harden er reyndar með 29,3 stig að meðaltali í fyrstu þremur leikjunum en hann hefur skorað meira en helming stiga sinna (15,3) af vítalínunni.
Harden er með aðeins 15 prósent þriggja stiga skotnýtingu en bara 6 af 40 þriggja stiga skotum hans hafa ratað rétta leið. Harden er auk þess með aðeins 28,6 prósent skotnýtingu en hann hefur tekið 21 skot að meðaltali í leik.
Hér fyrir neðan má sjá skotkort James Harden í þessum fyrstu þremur leikjum Houston Rockets á leiktíðinni.
James Harden's icy first 3 games:
Shooting 28.6% from the field
6 of 40 from 3-point range (15%)
Fortunately, he's averaging 16 FTA per game
42 points from the field, 46 points from the line! pic.twitter.com/oJzlIHGXv4
— Kirk Goldsberry (@kirkgoldsberry) October 29, 2019
Houston Rockets bætti Russell Westbrook við liðið sitt í sumar en líkt og Harden vill hann vera mikið með boltann. Hvort það sé ástæðan veit enginn en það hefur gengið áberandi illa hjá Harden að hitta í körfuna í fyrstu leikjunum með Westbrook.
Houston Rockets tapaði fyrsta leiknum sínum en hefur unnið tvo nauma sigra í röð, 126-123 á New Orleans og 116-112 á Oklahoma City.
James Harden hefur verið stigahæstur í báðum sigurleikjunum en hann skoraði 40 stig í síðasta leik þrátt fyrir að nýta aðeins 8 af 21 skoti sínu (38 prósent). Hann nýtti hins vegar 21 af 22 vítaskotum sínum í leiknum.