Hæstaréttarlögmaður og fótboltadómari fertugur Davíð Stefánsson skrifar 29. október 2019 07:00 Arnar Þór ásamt eiginkonu sinni Sunnu Jóhannsdóttur. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Arnar Þór Stefánsson fæddist 29. október 1979 í Reykjavík en ólst upp á Húsavík til 11 ára aldurs. Þaðan lá leiðin suður en ræturnar fyrir norðan eru alltaf sterkar enda býr hluti fjölskyldunnar þar. Hvernig leggst aldurinn í þig? „Stórvel, enda er fertugum allt fært. Sjaldan verið í betra standi held ég. Það segja alla vega þrektölurnar,“ segir hann sposkur. Arnar var í Barnaskóla Húsavíkur fyrstu árin, sótti Flataskóla í Garðabæ í eitt ár og síðan Gagnfræðaskóla Mosfellsbæjar. Hann varð stúdent frá MR árið 1999. Hann varð lögfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2004, héraðsdómslögmaður í júní 2005 og síðan hæstaréttarlögmaður í mars 2011. „Þetta voru ágæt ár í MR. Ég var meðal annars í sigurliði MR í Gettu betur árið 1998 og svo aftur 1999. Ég keppti reyndar síðar í Útsvari fyrir Norðurþing með miklu lakari árangri þótt það hafi verið gaman að keppa fyrir heimabyggðina,“ segir Arnar. Á unglings- og menntaskólaárum vann Arnar við bensínafgreiðslu hjá Olíufélaginu í Mosfellsbæ, ESSO. „Með háskólanáminu upp úr aldamótum vann ég sem næturfréttamaður á RÚV og síðar reyndar á dagvöktum. „Á nóttinni var ég nokkurs konar útsendingarstjóri, tengdi Veðurstofuna inn í útsendingu kl. 4.30 og las fréttir klukkan 2, 5 og 6, og spilaði stundum óskalög í leyni fyrir vini og kunningja, einkum um helgar. Það hlýtur að vera í lagi að segja frá því núna.“ „Eftir útskrift í háskólanum var ég hjá Umboðsmanni Alþingis í hálft ár og síðan aðstoðarmaður í Hæstarétti í eitt ár,“ segir Arnar sem hefur síðan starfað sem lögmaður á LEX lögmannastofu og verið einn eigenda LEX frá árinu 2008. Hann hefur að auki kennt við háskólana og á námskeiði til öflunar héraðsdómslögmannsréttinda. Eiginkona Arnars er Sunna Jóhannsdóttir viðskiptafræðingur, fædd árið 1974. Börn Arnars og Sunnu eru Vala, fædd árið 2012, og Auður, fædd árið 2015. Dætur Sunnu eru tvíburarnir Sól Elíasdóttir, nemi í arkitektúr, og Embla Mjöll Elíasdóttir hjúkrunarfræðinemi, fæddar árið 1995. „Ég er mikill fjölskyldumaður og ver langmestum frítímanum með fjölskyldunni. Við ferðumst mikið og skoðum heiminn saman, bæði til útlanda sem og innanlands,“ segir Arnar. Annað mikilvægt áhugamál Arnars er fótbolti. Hann er landsdómari í fótbolta og hefur réttindi til að dæma í öllum deildum. „Ég er mun skárri dómari en leikmaður. Ég komst aldrei í lið í yngri flokkum og var alltaf valinn síðastur. En fann mig annars staðar á vellinum á efri árum með flautuna.“ Arnar ætlar að fagna tímamótunum með fjölskyldunni. „Við höfum það fyrir sið að fara á Hamborgarafabrikkuna með börnin á afmælisdaginn þegar einhver á afmæli á fjölskyldunni. Ætli það verði ekki ofan á núna eins og áður.“ Birtist í Fréttablaðinu Garðabær Norðurþing Tímamót Mest lesið Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Lífið Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Lífið Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Helga og Arnar gáfu syninum nafn Lífið Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Lífið Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Lífið Måns mættur á markaðinn Lífið Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið Fleiri fréttir Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Måns mættur á markaðinn Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Helga og Arnar gáfu syninum nafn Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Belgísk verðlaunaleikkona látin Leitar enn að fallegasta stað í heimi Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Sjá meira
Arnar Þór Stefánsson fæddist 29. október 1979 í Reykjavík en ólst upp á Húsavík til 11 ára aldurs. Þaðan lá leiðin suður en ræturnar fyrir norðan eru alltaf sterkar enda býr hluti fjölskyldunnar þar. Hvernig leggst aldurinn í þig? „Stórvel, enda er fertugum allt fært. Sjaldan verið í betra standi held ég. Það segja alla vega þrektölurnar,“ segir hann sposkur. Arnar var í Barnaskóla Húsavíkur fyrstu árin, sótti Flataskóla í Garðabæ í eitt ár og síðan Gagnfræðaskóla Mosfellsbæjar. Hann varð stúdent frá MR árið 1999. Hann varð lögfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2004, héraðsdómslögmaður í júní 2005 og síðan hæstaréttarlögmaður í mars 2011. „Þetta voru ágæt ár í MR. Ég var meðal annars í sigurliði MR í Gettu betur árið 1998 og svo aftur 1999. Ég keppti reyndar síðar í Útsvari fyrir Norðurþing með miklu lakari árangri þótt það hafi verið gaman að keppa fyrir heimabyggðina,“ segir Arnar. Á unglings- og menntaskólaárum vann Arnar við bensínafgreiðslu hjá Olíufélaginu í Mosfellsbæ, ESSO. „Með háskólanáminu upp úr aldamótum vann ég sem næturfréttamaður á RÚV og síðar reyndar á dagvöktum. „Á nóttinni var ég nokkurs konar útsendingarstjóri, tengdi Veðurstofuna inn í útsendingu kl. 4.30 og las fréttir klukkan 2, 5 og 6, og spilaði stundum óskalög í leyni fyrir vini og kunningja, einkum um helgar. Það hlýtur að vera í lagi að segja frá því núna.“ „Eftir útskrift í háskólanum var ég hjá Umboðsmanni Alþingis í hálft ár og síðan aðstoðarmaður í Hæstarétti í eitt ár,“ segir Arnar sem hefur síðan starfað sem lögmaður á LEX lögmannastofu og verið einn eigenda LEX frá árinu 2008. Hann hefur að auki kennt við háskólana og á námskeiði til öflunar héraðsdómslögmannsréttinda. Eiginkona Arnars er Sunna Jóhannsdóttir viðskiptafræðingur, fædd árið 1974. Börn Arnars og Sunnu eru Vala, fædd árið 2012, og Auður, fædd árið 2015. Dætur Sunnu eru tvíburarnir Sól Elíasdóttir, nemi í arkitektúr, og Embla Mjöll Elíasdóttir hjúkrunarfræðinemi, fæddar árið 1995. „Ég er mikill fjölskyldumaður og ver langmestum frítímanum með fjölskyldunni. Við ferðumst mikið og skoðum heiminn saman, bæði til útlanda sem og innanlands,“ segir Arnar. Annað mikilvægt áhugamál Arnars er fótbolti. Hann er landsdómari í fótbolta og hefur réttindi til að dæma í öllum deildum. „Ég er mun skárri dómari en leikmaður. Ég komst aldrei í lið í yngri flokkum og var alltaf valinn síðastur. En fann mig annars staðar á vellinum á efri árum með flautuna.“ Arnar ætlar að fagna tímamótunum með fjölskyldunni. „Við höfum það fyrir sið að fara á Hamborgarafabrikkuna með börnin á afmælisdaginn þegar einhver á afmæli á fjölskyldunni. Ætli það verði ekki ofan á núna eins og áður.“
Birtist í Fréttablaðinu Garðabær Norðurþing Tímamót Mest lesið Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Lífið Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Lífið Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Helga og Arnar gáfu syninum nafn Lífið Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Lífið Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Lífið Måns mættur á markaðinn Lífið Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið Fleiri fréttir Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Måns mættur á markaðinn Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Helga og Arnar gáfu syninum nafn Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Belgísk verðlaunaleikkona látin Leitar enn að fallegasta stað í heimi Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Sjá meira