Safnar ástæðum til að kætast Björk Eiðsdóttir skrifar 29. október 2019 07:00 David Byrne, fyrrum söngvari Talking Heads ákvað að taka málin í sínar hendur og segja neikvæðum fréttum stríð á hendur. Nordicphotos/Getty Heimurinn virðist á heljarþröm og skortur á jákvæðum fréttum oft og tíðum yfirþyrmandi, eða alla vega samanborið við magn þeirra neikvæðu. Það fannst David Byrne, fyrrverandi söngvara Talking Heads, í það minnsta og hann ákvað að taka málin í sínar hendur. Hann sagði frá því á síðasta ári á bloggsíðu sinni davidbyrne.com að hann hefði í hyggju að stofna veftímaritið Reasons to Be Cheerful sem ætlað væri að standa undir nafni og vera vettvangur ýmiss konar ástæðna til að kætast.Heimur á leið til helvítis Í bloggfærslunni sagði David meðal ananrs: „Það virðist oft sem heimurinn sé á beinni leið til helvítis. Ég vakna á morgnana og skoða blaðið og segi við sjálfan mig: „Ó nei!“ Oft er ég svo niðurdreginn hálfan daginn. Það gildir einu hvernig þú kaust í Brexit, í frönsku alþingiskosningunum eða þeim bandarísku – mörgum okkar, hverjar sem stjórnmálaskoðanir okkar eru, líður ótrúlega svipað. Sem eins konar mótsvar við þessu og mögulega einhvers konar meðferð hef ég safnað góðum fréttum sem minna mig á að það er líka eitthvað gott í gangi.“Hugmyndin er sprottin frá því að árið 2016 fór David að sanka að sér fréttum af fólki sem var að gera heiminn betri og var iðinn við að deila slíkum gleðifréttum með vinum sínum og félögum.Nordicphotos/GettyTímarit sem sálfræðitími Hugmyndin er sprottin frá því að árið 2016 fór David að sanka að sér fréttum af fólki sem var að gera heiminn betri og var iðinn við að deila slíkum gleðifréttum með vinum sínum og félögum. Viðbrögð þeirra voru hvetjandi og svo fór að hann setti á laggirnar vefsíðuna og hófst handa við að skrifa. Söngvarinn stendur þó ekki einn að skrifunum og hefur fengið með sér Christine McLaren og Will Doig, bæði með mikla reynslu frá fjölmiðlunum Monocle, Metropolis, The Globe and Mail, The Guardian og NPR. Veftímaritið er ekki rekið með gróðasjónarmið í huga heldur er því ætlað að blása fólki von í brjóst og auka líkur á að góðar hugmyndir breiðist út og nýtist víðar. „Að hluta tímarit, að hluta sálfræðitími og að hluta teikning að betri heimi,“ sagði þessi 67 ára rokkstjarna hugmyndina að baki vefsíðunni vera. Markmiðið er að hans sögn að „vega upp á móti vaxandi neikvæðni og benda á að hlutirnir séu kannski ekki eins slæmir og við höldum“. Nálgast heiminn með forvitni Á heimasíðu tímaritsins segir: „Við segjum sögur sem sanna að í raun eru ótrúlega margar ástæður til að vera glaður. Margar þeirra eru í formi gáfulegra lausna sem þegar hafa sannað sig gegn heimsins stærstu vandamálum, lausna sem svo er hægt að nýta víðar á sama hátt. Við erum hér til að segja þér frá sumum þeirra. Reasons to Be Cheerful var stofnuð af lista- og tónlistarmanninum David Byrne sem trúir á kraftinn sem felst í því að nálgast heiminn í gegnum forvitni – í listum, í tónlist, í samvinnu og í lífinu.“ Flokkar síðunnar eru eftirfarandi: borgaraleg þátttaka, loftslagsmál/orka, menning, fjármál, menntamál, heilsutengd málefni, vísindi og tækni og loks samgöngumál. Nú þegar er að finna þó nokkrar greinar í hverjum flokki allt frá umfjöllun um bíllausa borg á Spáni og hvernig sjálfkeyrandi bílar muni bjarga stórborgum og að því hvernig Svíar nýta dauðar plöntur í orkuvinnslu. Þunglyndur af lestri blaða Í samtali við bandarísku stöðina National Public Radio eða NPR sagði David frá því að ástæða veftímaritsins sé í raun sprottin frá upplifun sem við flest könnumst við; að vakna á morgnana og lesa blaðið. „Eftir um hálftíma er maður svo orðinn bálreiður, tortrygginn og þunglyndur.“ David heldur áfram: „Ég hugsaði með mér, þetta er engin leið til að lifa lífinu. Ég get ekki haldið svona áfram, ég verð að finna aðra leið. Ég fór því að safna greinum sem gáfu mér von, efni sem vann gegn þessari neikvæðnibylgju sem ég var sífellt að lesa um. Eftir að hafa gert þetta í um ár hafði ég safnað að mér ágætis magni. Ég sá þá að ég hafði sankað að mér efni um sanna velgengni sem hægt væri að endurtaka annars staðar. Ég var ekki að safna sögum um til að mynda milljónamæring sem gefur sjúkrahúsi gjöf. Þetta voru ekki hendingar.“ Á þessu má heyra að ekki er um að ræða síðu þar sem safnað er einföldum gleðifréttum þó gott eitt sé um þær að segja, heldur eru þetta alvöru fréttir um lausnir á einu og öðru sem hægt er að endurtaka annars staðar, öðrum til góðs – og gleði! Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fleiri fréttir Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Sjá meira
Heimurinn virðist á heljarþröm og skortur á jákvæðum fréttum oft og tíðum yfirþyrmandi, eða alla vega samanborið við magn þeirra neikvæðu. Það fannst David Byrne, fyrrverandi söngvara Talking Heads, í það minnsta og hann ákvað að taka málin í sínar hendur. Hann sagði frá því á síðasta ári á bloggsíðu sinni davidbyrne.com að hann hefði í hyggju að stofna veftímaritið Reasons to Be Cheerful sem ætlað væri að standa undir nafni og vera vettvangur ýmiss konar ástæðna til að kætast.Heimur á leið til helvítis Í bloggfærslunni sagði David meðal ananrs: „Það virðist oft sem heimurinn sé á beinni leið til helvítis. Ég vakna á morgnana og skoða blaðið og segi við sjálfan mig: „Ó nei!“ Oft er ég svo niðurdreginn hálfan daginn. Það gildir einu hvernig þú kaust í Brexit, í frönsku alþingiskosningunum eða þeim bandarísku – mörgum okkar, hverjar sem stjórnmálaskoðanir okkar eru, líður ótrúlega svipað. Sem eins konar mótsvar við þessu og mögulega einhvers konar meðferð hef ég safnað góðum fréttum sem minna mig á að það er líka eitthvað gott í gangi.“Hugmyndin er sprottin frá því að árið 2016 fór David að sanka að sér fréttum af fólki sem var að gera heiminn betri og var iðinn við að deila slíkum gleðifréttum með vinum sínum og félögum.Nordicphotos/GettyTímarit sem sálfræðitími Hugmyndin er sprottin frá því að árið 2016 fór David að sanka að sér fréttum af fólki sem var að gera heiminn betri og var iðinn við að deila slíkum gleðifréttum með vinum sínum og félögum. Viðbrögð þeirra voru hvetjandi og svo fór að hann setti á laggirnar vefsíðuna og hófst handa við að skrifa. Söngvarinn stendur þó ekki einn að skrifunum og hefur fengið með sér Christine McLaren og Will Doig, bæði með mikla reynslu frá fjölmiðlunum Monocle, Metropolis, The Globe and Mail, The Guardian og NPR. Veftímaritið er ekki rekið með gróðasjónarmið í huga heldur er því ætlað að blása fólki von í brjóst og auka líkur á að góðar hugmyndir breiðist út og nýtist víðar. „Að hluta tímarit, að hluta sálfræðitími og að hluta teikning að betri heimi,“ sagði þessi 67 ára rokkstjarna hugmyndina að baki vefsíðunni vera. Markmiðið er að hans sögn að „vega upp á móti vaxandi neikvæðni og benda á að hlutirnir séu kannski ekki eins slæmir og við höldum“. Nálgast heiminn með forvitni Á heimasíðu tímaritsins segir: „Við segjum sögur sem sanna að í raun eru ótrúlega margar ástæður til að vera glaður. Margar þeirra eru í formi gáfulegra lausna sem þegar hafa sannað sig gegn heimsins stærstu vandamálum, lausna sem svo er hægt að nýta víðar á sama hátt. Við erum hér til að segja þér frá sumum þeirra. Reasons to Be Cheerful var stofnuð af lista- og tónlistarmanninum David Byrne sem trúir á kraftinn sem felst í því að nálgast heiminn í gegnum forvitni – í listum, í tónlist, í samvinnu og í lífinu.“ Flokkar síðunnar eru eftirfarandi: borgaraleg þátttaka, loftslagsmál/orka, menning, fjármál, menntamál, heilsutengd málefni, vísindi og tækni og loks samgöngumál. Nú þegar er að finna þó nokkrar greinar í hverjum flokki allt frá umfjöllun um bíllausa borg á Spáni og hvernig sjálfkeyrandi bílar muni bjarga stórborgum og að því hvernig Svíar nýta dauðar plöntur í orkuvinnslu. Þunglyndur af lestri blaða Í samtali við bandarísku stöðina National Public Radio eða NPR sagði David frá því að ástæða veftímaritsins sé í raun sprottin frá upplifun sem við flest könnumst við; að vakna á morgnana og lesa blaðið. „Eftir um hálftíma er maður svo orðinn bálreiður, tortrygginn og þunglyndur.“ David heldur áfram: „Ég hugsaði með mér, þetta er engin leið til að lifa lífinu. Ég get ekki haldið svona áfram, ég verð að finna aðra leið. Ég fór því að safna greinum sem gáfu mér von, efni sem vann gegn þessari neikvæðnibylgju sem ég var sífellt að lesa um. Eftir að hafa gert þetta í um ár hafði ég safnað að mér ágætis magni. Ég sá þá að ég hafði sankað að mér efni um sanna velgengni sem hægt væri að endurtaka annars staðar. Ég var ekki að safna sögum um til að mynda milljónamæring sem gefur sjúkrahúsi gjöf. Þetta voru ekki hendingar.“ Á þessu má heyra að ekki er um að ræða síðu þar sem safnað er einföldum gleðifréttum þó gott eitt sé um þær að segja, heldur eru þetta alvöru fréttir um lausnir á einu og öðru sem hægt er að endurtaka annars staðar, öðrum til góðs – og gleði!
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fleiri fréttir Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Sjá meira