Stofnun unglingaskóla lykilatriði í þessum breytingum Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 28. október 2019 23:45 Nemendum í Kelduskóla Korpu hefur fækkað umtalsvert á síðustu árum. Fréttablaðið/Ernir „Umræðan finnst mér hafa snúist að mestu leiti um um krónur og aura og um mögulegar eða ómögulegar breytingar á fasteignaverði í hverfinu, kostnað eða sparnað við þessar breytingar en lítið sem ekkert hefur verið fjallað um faglegan þátt eða svona námslegan þátt í þessum breytingum,“ segir Páll Grétar Steingrímsson í samtali við fréttastofu. Páll sendi bréf á borgarfulltrúa í Reykjavík vegna lokunar Kelduskóla Korpu. Páll er íbúi í Staðarhverfi í Grafarvogi og hefur sjálfur átt þrjú börn í Kelduskóla Korpu. Hann segir að það sé mikil synd að fagleg umræða sitji svona á hakanum í allri umræðu um lokunina. Tillögur samráðshópsins, sem stofnaður var til að fjalla um hugmyndir að breytingum á skipulagi skólahalds í Grafarvogi, hafi miðað við að bæta nám, sérstaklega á unglingastigi í þessum hverfum. „Ég ætla ekki að fara í stríð við fólkið í hverfinu, það er ekki þar sem fyrir mér vakir,“ segir Páll um bréfið. Hann segist hafa skrifað það eftir að byrjað var að ráðast á konuna hans vegna málsins. Páll segir að í bréfinu hafi hann komið inn á að eiginkona sín hafi verið í starfshóps vegna málsins. „Mér finnst þau í rauninni sá hópur og hún hafa setið undir meiðyrðum hálfgerðum, af hendi þeirra sem hafa helst verið að gagnrýna þetta. Ég vildi bara koma þeim sjónarmiðum á framfæri í raun að hún er kennari líka í Vættaskóla, sem er hinn skólinn sem er undir í þessum breytingum. Það er svona látið líta út eins og hún hafi leikið tveimur skjöldum eða hvað á að kalla það og hafi ekki komið heiðarlega fram og ekki staðið með hagsmunum fólks í hverfinu.“ Hann segir að þetta sé ekki rétt. „Mér sýnist þessi vinna hafi verið mjög fagleg og það hafi verið komið með mjög gagnlegar tillögur og breytingar á ástandi sem er ómöguleg og ég rek það í þessu bréfi líka. Árið 2012 var lagt til með að stofna unglingaskóla í hverfinu og því var hætt vegna þrýstings frá foreldrum.Páll Grétar Steingrímsson, íbúi í Grafarvogi.Mynd/FacebookNýjungarnar miði að því að bæta nám Hann segir að þetta hafi endað sem tveir skólar með sameiginlega unglingadeild, sem hafi alls ekki reynst vel. „Hvorki út frá gæðum náms né félagslegum ástæðum. Ég held að þetta sé tækifæri til að leiðrétta þetta ástand.“ Páll segir að hann hafi trú á því að fleiri séu sömu skoðunar. Síðan tilkynnt var um breytingar hefur þó mest heyrst af gagnrýnisröddum vegna þessara nýju breytinga. „Ég hef ekki heyrt neinar einustu gagnrýnisraddir um náminn og kennslupartinn af því, þetta hefur aðallega snúist um í rauninni vegalengdir í skóla og fasteignaverð og svoleiðis. Eins og málið snýr fyrir mér þá er þetta svona einhver foreldravandamál frekar heldur en að þetta snúist að börnunum.“ Hann segir ekki rétt að hugtakið nýsköpunarskóli sé illa skilgreint, eins og komið hafi fram í gagnrýni. „Það miðar að því að breyta námi þannig að það sé meira hópstarf og svona í anda þess sem er og verður, bara eins og þjóðfélagið er að breytast. Menn eru að vinna meira í lotum heldur en beinni kennslu. Allar svona nýjungar og það sem er lagt til í þessu er til þess að bæta nám en þær umræður einhvern vegin komast ekki á flug og þær upplýsingar virðast ekki komast til foreldra í hverfinu.“ Páll segir að eftir að framhaldsskólanám hafi verið stytt í þrjú ár, sé álagið það mikið að nemendur hafi ekki tíma til neins annars en að vera í skólanum. Því hljóti að enda á því að meiri kröfur verði gerðar á efstu stig grunnskólans. „Stofnun unglingaskóla er eiginlega lykilatriði í þessum breytingum. Ef að það tekst ekki að stofna unglingaskóla þá held ég að það sé betur heima setið frekar en af stað farið. Ég er alveg sannfærður um það.“ Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hjallastefnan hefur áhuga á skóla í Korpu Foreldrar barna í Kelduskóla leggjast alfarið gegn hugmyndum um lokun skólans. Hjallastefnan er tilbúin að ganga til viðræðna um að taka við skólanum í Staðarhverfi. Fulltrúi meirihlutans segir hlustað á allar góðar tillögur. 21. september 2019 08:00 Lokun skólans yrði reiðarslag fyrir hverfið Faðir þriggja barna í Kelduskóla-Korpu segir áform borgaryfirvalda um að loka skólanum vera reiðarslag fyrir íbúa, foreldra og börnin í hverfinu. 22. október 2019 20:30 Segir of marga skóla í Grafarvogi miðað við fjölda barna Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar ræddi tillögur um lokun Kelduskóla Korpu í Bítinu í morgun. 22. október 2019 10:36 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
„Umræðan finnst mér hafa snúist að mestu leiti um um krónur og aura og um mögulegar eða ómögulegar breytingar á fasteignaverði í hverfinu, kostnað eða sparnað við þessar breytingar en lítið sem ekkert hefur verið fjallað um faglegan þátt eða svona námslegan þátt í þessum breytingum,“ segir Páll Grétar Steingrímsson í samtali við fréttastofu. Páll sendi bréf á borgarfulltrúa í Reykjavík vegna lokunar Kelduskóla Korpu. Páll er íbúi í Staðarhverfi í Grafarvogi og hefur sjálfur átt þrjú börn í Kelduskóla Korpu. Hann segir að það sé mikil synd að fagleg umræða sitji svona á hakanum í allri umræðu um lokunina. Tillögur samráðshópsins, sem stofnaður var til að fjalla um hugmyndir að breytingum á skipulagi skólahalds í Grafarvogi, hafi miðað við að bæta nám, sérstaklega á unglingastigi í þessum hverfum. „Ég ætla ekki að fara í stríð við fólkið í hverfinu, það er ekki þar sem fyrir mér vakir,“ segir Páll um bréfið. Hann segist hafa skrifað það eftir að byrjað var að ráðast á konuna hans vegna málsins. Páll segir að í bréfinu hafi hann komið inn á að eiginkona sín hafi verið í starfshóps vegna málsins. „Mér finnst þau í rauninni sá hópur og hún hafa setið undir meiðyrðum hálfgerðum, af hendi þeirra sem hafa helst verið að gagnrýna þetta. Ég vildi bara koma þeim sjónarmiðum á framfæri í raun að hún er kennari líka í Vættaskóla, sem er hinn skólinn sem er undir í þessum breytingum. Það er svona látið líta út eins og hún hafi leikið tveimur skjöldum eða hvað á að kalla það og hafi ekki komið heiðarlega fram og ekki staðið með hagsmunum fólks í hverfinu.“ Hann segir að þetta sé ekki rétt. „Mér sýnist þessi vinna hafi verið mjög fagleg og það hafi verið komið með mjög gagnlegar tillögur og breytingar á ástandi sem er ómöguleg og ég rek það í þessu bréfi líka. Árið 2012 var lagt til með að stofna unglingaskóla í hverfinu og því var hætt vegna þrýstings frá foreldrum.Páll Grétar Steingrímsson, íbúi í Grafarvogi.Mynd/FacebookNýjungarnar miði að því að bæta nám Hann segir að þetta hafi endað sem tveir skólar með sameiginlega unglingadeild, sem hafi alls ekki reynst vel. „Hvorki út frá gæðum náms né félagslegum ástæðum. Ég held að þetta sé tækifæri til að leiðrétta þetta ástand.“ Páll segir að hann hafi trú á því að fleiri séu sömu skoðunar. Síðan tilkynnt var um breytingar hefur þó mest heyrst af gagnrýnisröddum vegna þessara nýju breytinga. „Ég hef ekki heyrt neinar einustu gagnrýnisraddir um náminn og kennslupartinn af því, þetta hefur aðallega snúist um í rauninni vegalengdir í skóla og fasteignaverð og svoleiðis. Eins og málið snýr fyrir mér þá er þetta svona einhver foreldravandamál frekar heldur en að þetta snúist að börnunum.“ Hann segir ekki rétt að hugtakið nýsköpunarskóli sé illa skilgreint, eins og komið hafi fram í gagnrýni. „Það miðar að því að breyta námi þannig að það sé meira hópstarf og svona í anda þess sem er og verður, bara eins og þjóðfélagið er að breytast. Menn eru að vinna meira í lotum heldur en beinni kennslu. Allar svona nýjungar og það sem er lagt til í þessu er til þess að bæta nám en þær umræður einhvern vegin komast ekki á flug og þær upplýsingar virðast ekki komast til foreldra í hverfinu.“ Páll segir að eftir að framhaldsskólanám hafi verið stytt í þrjú ár, sé álagið það mikið að nemendur hafi ekki tíma til neins annars en að vera í skólanum. Því hljóti að enda á því að meiri kröfur verði gerðar á efstu stig grunnskólans. „Stofnun unglingaskóla er eiginlega lykilatriði í þessum breytingum. Ef að það tekst ekki að stofna unglingaskóla þá held ég að það sé betur heima setið frekar en af stað farið. Ég er alveg sannfærður um það.“
Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hjallastefnan hefur áhuga á skóla í Korpu Foreldrar barna í Kelduskóla leggjast alfarið gegn hugmyndum um lokun skólans. Hjallastefnan er tilbúin að ganga til viðræðna um að taka við skólanum í Staðarhverfi. Fulltrúi meirihlutans segir hlustað á allar góðar tillögur. 21. september 2019 08:00 Lokun skólans yrði reiðarslag fyrir hverfið Faðir þriggja barna í Kelduskóla-Korpu segir áform borgaryfirvalda um að loka skólanum vera reiðarslag fyrir íbúa, foreldra og börnin í hverfinu. 22. október 2019 20:30 Segir of marga skóla í Grafarvogi miðað við fjölda barna Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar ræddi tillögur um lokun Kelduskóla Korpu í Bítinu í morgun. 22. október 2019 10:36 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Hjallastefnan hefur áhuga á skóla í Korpu Foreldrar barna í Kelduskóla leggjast alfarið gegn hugmyndum um lokun skólans. Hjallastefnan er tilbúin að ganga til viðræðna um að taka við skólanum í Staðarhverfi. Fulltrúi meirihlutans segir hlustað á allar góðar tillögur. 21. september 2019 08:00
Lokun skólans yrði reiðarslag fyrir hverfið Faðir þriggja barna í Kelduskóla-Korpu segir áform borgaryfirvalda um að loka skólanum vera reiðarslag fyrir íbúa, foreldra og börnin í hverfinu. 22. október 2019 20:30
Segir of marga skóla í Grafarvogi miðað við fjölda barna Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar ræddi tillögur um lokun Kelduskóla Korpu í Bítinu í morgun. 22. október 2019 10:36