Klón Sáms komið í heiminn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. október 2019 22:45 Dorrit og Sámur árið 2012. Fréttablaðið/Stefán Dorrit Moussaieff tilkynnti í kvöld að hvolpurinn hennar Sámur sé kominn í heiminn. Í annarri færslu staðfestir hún að hvolpurinn sé klón af Sámi, hundi hennar og Ólafs Ragnars Grímssonar. „Hann stækkar í þessum töluðu orðum. Móður og syni heilsast vel, svo spennandi,“ skrifar Dorrit við myndina af fæðingarskýrteini hins nýja Sáms. Fæðingarskírteinið er merkt ViaGen Pets, sem tekur að sér að klóna gæludýr. Það vakti hörð viðbrögð í október á síðasta ári þegar Ólafur sagði að sýni hefðu verið tekin úr Sámi og send til fyrirtækis í Texas, ViaGen Pets. Fyrirtækið gæti þá klónað hann hvenær sem er. Sámur varð svo allur í janúar á þessu ári. Í mars var tilkynnt að klónunarferlið væri hafið en þá skrifaði Dorrit á Instagram að ef allt gengi vel, myndi nýr Sámur líta dagsins ljós þann 13. Maí. Einhver töf virðist hafa orðið því hvolpurinn, hinn nýi Sámur, kom í heiminn þann 25. október samkvæmt myndinni á Instagram síðu Dorritar.Sjáskot/InstagramKári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreininar sagði í samtali við fréttastofu á síðasta ári að klónið gæti hagað sér ólíkt Sámi því klónið væri eins og eineggja tvíburi en samspil erfða og umhverfis geti þó leitt til ólíkra einstaklinga þar sem klónið kemur til á öðrum tíma. Samkvæmt verðskrá kostar 50 þúsund Bandaríkjadali, eða 6 milljónir króna, að klóna hund hjá Viagen Pets í Texas. Sámur er fyrsti íslenski klónaði hundurinn. Dýr Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Dorrit syrgir Sám sáran Hundurinn fylgdi Dorrit og Ólafi í gegnum árin. 29. janúar 2019 11:03 Klónunarferli Sáms hafið Gæti litið dagsins ljós þrettánda maí næstkomandi. 19. mars 2019 08:42 Umdeild gæludýraklónun aðeins á færi þeirra ríku: "Er þetta ekki frekar ógeðslegt?“ Fréttir af því að Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, hygðist klóna hundinn Sám vöktu mikla athygli í gær. Netverjar settu málið margir í skoplegt samhengi og aðrir hneyksluðust á því. 28. október 2018 11:11 Klónið gæti hagað sér ólíkt Sámi Klónað gæludýr er eins og eineggja tvíburi upprunalega eintaksins en samspil erfða og umhverfis leiðir til þess að persónuleikinn getur verið gjörólíkur, að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrsti íslenski hundurinn verður líklega klónaður innan tíðar en slíkt kostar um sex milljónir króna. 29. október 2018 21:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Dorrit Moussaieff tilkynnti í kvöld að hvolpurinn hennar Sámur sé kominn í heiminn. Í annarri færslu staðfestir hún að hvolpurinn sé klón af Sámi, hundi hennar og Ólafs Ragnars Grímssonar. „Hann stækkar í þessum töluðu orðum. Móður og syni heilsast vel, svo spennandi,“ skrifar Dorrit við myndina af fæðingarskýrteini hins nýja Sáms. Fæðingarskírteinið er merkt ViaGen Pets, sem tekur að sér að klóna gæludýr. Það vakti hörð viðbrögð í október á síðasta ári þegar Ólafur sagði að sýni hefðu verið tekin úr Sámi og send til fyrirtækis í Texas, ViaGen Pets. Fyrirtækið gæti þá klónað hann hvenær sem er. Sámur varð svo allur í janúar á þessu ári. Í mars var tilkynnt að klónunarferlið væri hafið en þá skrifaði Dorrit á Instagram að ef allt gengi vel, myndi nýr Sámur líta dagsins ljós þann 13. Maí. Einhver töf virðist hafa orðið því hvolpurinn, hinn nýi Sámur, kom í heiminn þann 25. október samkvæmt myndinni á Instagram síðu Dorritar.Sjáskot/InstagramKári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreininar sagði í samtali við fréttastofu á síðasta ári að klónið gæti hagað sér ólíkt Sámi því klónið væri eins og eineggja tvíburi en samspil erfða og umhverfis geti þó leitt til ólíkra einstaklinga þar sem klónið kemur til á öðrum tíma. Samkvæmt verðskrá kostar 50 þúsund Bandaríkjadali, eða 6 milljónir króna, að klóna hund hjá Viagen Pets í Texas. Sámur er fyrsti íslenski klónaði hundurinn.
Dýr Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Dorrit syrgir Sám sáran Hundurinn fylgdi Dorrit og Ólafi í gegnum árin. 29. janúar 2019 11:03 Klónunarferli Sáms hafið Gæti litið dagsins ljós þrettánda maí næstkomandi. 19. mars 2019 08:42 Umdeild gæludýraklónun aðeins á færi þeirra ríku: "Er þetta ekki frekar ógeðslegt?“ Fréttir af því að Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, hygðist klóna hundinn Sám vöktu mikla athygli í gær. Netverjar settu málið margir í skoplegt samhengi og aðrir hneyksluðust á því. 28. október 2018 11:11 Klónið gæti hagað sér ólíkt Sámi Klónað gæludýr er eins og eineggja tvíburi upprunalega eintaksins en samspil erfða og umhverfis leiðir til þess að persónuleikinn getur verið gjörólíkur, að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrsti íslenski hundurinn verður líklega klónaður innan tíðar en slíkt kostar um sex milljónir króna. 29. október 2018 21:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Umdeild gæludýraklónun aðeins á færi þeirra ríku: "Er þetta ekki frekar ógeðslegt?“ Fréttir af því að Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, hygðist klóna hundinn Sám vöktu mikla athygli í gær. Netverjar settu málið margir í skoplegt samhengi og aðrir hneyksluðust á því. 28. október 2018 11:11
Klónið gæti hagað sér ólíkt Sámi Klónað gæludýr er eins og eineggja tvíburi upprunalega eintaksins en samspil erfða og umhverfis leiðir til þess að persónuleikinn getur verið gjörólíkur, að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrsti íslenski hundurinn verður líklega klónaður innan tíðar en slíkt kostar um sex milljónir króna. 29. október 2018 21:30