Ólafur Laufdal með fimm stjörnur: Hátindinum náð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. október 2019 19:30 Ólafur Laufdal, veitingamaður segist nú hafa náð hátindinum á ferli sínum eftir að hótelið hans, Hótel Grímsborgir er orðið að fimm stjörnu hóteli. Ólafur er m.a. með landnámshænur við hótelið þar sem sperrtur hani, sem heitir Ólafur ræður ríkjum í hænsnahópnum. Það er gaman að koma að Hótel Grímsborgum í Grímsnes og Grafningshreppi og sjá þar þá miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað síðust ár undir forystu Ólafs og eigin konu hans, Kristínar Ketilsdóttur. Glæsileg einbýlishús eru út um allt, hótel álmur, veitingasalir og fleira og fleira. Um 90 prósent gesta yfir sumartímann eru vel efnaðir útlendingar en yfir veturinn er hópurinn blandaður, Íslendingar og útlendingar. Hótelið er fyrsta hótelið á Íslandi, sem hefur hlotið fimm stjörnur frá Vottunarstofunni Túni og Ferðamálastofu samkvæmt kröfu Vakans, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar. Nýtt hótel við Bláa lónið er líka að fá fimm stjörnur. „Það er búið að vera að vinna að þessu hörðum höndum í nokkra mánuði, það hafðist. Það er ekki sjálfgefið að fá fimm stjörnur, hótelið er tekið út, þannig að það getur alveg eins verið að þú fáir ekki fimm stjörnurnar, þetta er bara eins og að fara í gegnum erfitt próf“, segir Ólafur. Á Hótel Grímsborgum eru meðal annars átta glæsilegar svítur, fjölmargar stúdíóíbúðir og heitir pottar við hótelið eru 29.Hótel Grímsborgir er í Grímsnes og Grafningshreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En er Ólafur kominn á hátindin núna? „Já, ég held það, ég er náttúrulega búin að vera á tindinum lengi, áratugi, það er engin búin að vera lengur á landinu í þessu en ég. Ég byrjaði á Hótel Borg þegar ég var tólf ára , sem pikkaló og síðan er ég búin að vera allar götur síðan“. Ólafur sem er 75 ára gamall segist ætla að halda hótel rekstrinum áfram eins lengi og hann hefur krafta og getu til.Um 30 starfsmenn vinna á hótelinu.Magnús Hllynur Hreiðarsson.Sami hótelstjóri hefur starfað á hótelinu sjö ár og er hún að sjálfsögðu mjög stolt af stjörnunum fimm. „Ég er mjög ánægð með þetta, þetta er alveg æðislegt, við erum rosalega ánægð með þennan árangur“, segir María Brá Finnsdóttir, sem gengur í öll störf á hótelinu. „Já, ég er stundum á barnum, tek á móti gestum og tjekka þá inn, ég er líka stundum að vinna í veitingasalnum eða í þvottahúsinu, ég geri bara það sem þarf að gera", segir hótelstjórinn.Ólafur Laufdal og hans fólk er duglegt að vera með allskonar uppákomum á hótelinu, nú er það Bee Gees tónleikar öll föstudags og laugardagskvöld með hljómsveit Gunnars Þórðarsonar.Magnús HlynurNokkrar landnámshænur eru við hótelið sem vekja alltaf mikla athygli gesti, ekki síst haninn Ólafur, sem er sperrtur og flottur eins og eigandi hótelsins.María Brá Finnsdóttir er hótelstjóri á Hótel Grímsborgum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ferðamennska á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Veitingastaðir Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira
Ólafur Laufdal, veitingamaður segist nú hafa náð hátindinum á ferli sínum eftir að hótelið hans, Hótel Grímsborgir er orðið að fimm stjörnu hóteli. Ólafur er m.a. með landnámshænur við hótelið þar sem sperrtur hani, sem heitir Ólafur ræður ríkjum í hænsnahópnum. Það er gaman að koma að Hótel Grímsborgum í Grímsnes og Grafningshreppi og sjá þar þá miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað síðust ár undir forystu Ólafs og eigin konu hans, Kristínar Ketilsdóttur. Glæsileg einbýlishús eru út um allt, hótel álmur, veitingasalir og fleira og fleira. Um 90 prósent gesta yfir sumartímann eru vel efnaðir útlendingar en yfir veturinn er hópurinn blandaður, Íslendingar og útlendingar. Hótelið er fyrsta hótelið á Íslandi, sem hefur hlotið fimm stjörnur frá Vottunarstofunni Túni og Ferðamálastofu samkvæmt kröfu Vakans, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar. Nýtt hótel við Bláa lónið er líka að fá fimm stjörnur. „Það er búið að vera að vinna að þessu hörðum höndum í nokkra mánuði, það hafðist. Það er ekki sjálfgefið að fá fimm stjörnur, hótelið er tekið út, þannig að það getur alveg eins verið að þú fáir ekki fimm stjörnurnar, þetta er bara eins og að fara í gegnum erfitt próf“, segir Ólafur. Á Hótel Grímsborgum eru meðal annars átta glæsilegar svítur, fjölmargar stúdíóíbúðir og heitir pottar við hótelið eru 29.Hótel Grímsborgir er í Grímsnes og Grafningshreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En er Ólafur kominn á hátindin núna? „Já, ég held það, ég er náttúrulega búin að vera á tindinum lengi, áratugi, það er engin búin að vera lengur á landinu í þessu en ég. Ég byrjaði á Hótel Borg þegar ég var tólf ára , sem pikkaló og síðan er ég búin að vera allar götur síðan“. Ólafur sem er 75 ára gamall segist ætla að halda hótel rekstrinum áfram eins lengi og hann hefur krafta og getu til.Um 30 starfsmenn vinna á hótelinu.Magnús Hllynur Hreiðarsson.Sami hótelstjóri hefur starfað á hótelinu sjö ár og er hún að sjálfsögðu mjög stolt af stjörnunum fimm. „Ég er mjög ánægð með þetta, þetta er alveg æðislegt, við erum rosalega ánægð með þennan árangur“, segir María Brá Finnsdóttir, sem gengur í öll störf á hótelinu. „Já, ég er stundum á barnum, tek á móti gestum og tjekka þá inn, ég er líka stundum að vinna í veitingasalnum eða í þvottahúsinu, ég geri bara það sem þarf að gera", segir hótelstjórinn.Ólafur Laufdal og hans fólk er duglegt að vera með allskonar uppákomum á hótelinu, nú er það Bee Gees tónleikar öll föstudags og laugardagskvöld með hljómsveit Gunnars Þórðarsonar.Magnús HlynurNokkrar landnámshænur eru við hótelið sem vekja alltaf mikla athygli gesti, ekki síst haninn Ólafur, sem er sperrtur og flottur eins og eigandi hótelsins.María Brá Finnsdóttir er hótelstjóri á Hótel Grímsborgum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Ferðamennska á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Veitingastaðir Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira