Staðan vissulega áhyggjuefni eftir að tveir yfirlæknar skiluðu inn uppsagnarbréfi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2019 14:54 Karl segir afskipti stjórnar SÍBS af rekstri Reykjalundar, og sviptingarnar sem orðið hafa í kjölfarið, hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Vísir/vilhelm Tveir læknar til viðbótar hafa sagt upp störfum á Reykjalundi, þau Karl Kristjánsson, yfirlæknir greiningarsviðs, og Magdalena Ásgeirsdóttir, yfirlæknir á Miðgarði og endurhæfingarlæknir. Mbl greindi fyrst frá. Alls hafa sjö læknar nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan fyrr í mánuðinum. Forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar áhyggjuefni. Karl, sem er yfirlæknir greiningarsviðs, segir í samtali við Vísi að hann hafi skilað inn uppsagnarbréfi sínu í morgun. „Það var hundfúlt. Ég er búinn að vera að herða mig upp í þetta. Maður er búinn að vinna hérna í sextán ár og hefur verið mjög góður vinnustaður, skemmtileg vinna og viðfangsefni,“ segir Karl. Afskipti stjórnar SÍBS af rekstri Reykjalundar, og sviptingarnar sem orðið hafa í kjölfarið, hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Karl hefur nú óskað eftir að vinna samningsbundinn þriggja mánaða uppsagnarfrest, af tillitssemi við sjúklinga og samstarfsfólk, og kveðst ekki bjartsýnn á að afturkalla uppsögnina. Hann hafi ekki séð neinn vilja hjá núverandi stjórnendum til að mynda sátt.Framkvæmdastjórn Reykjalundar. Frá vinstri eru Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri, Lára M. Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, Ólafur Þór Ævarsson, framkvæmdastjóri lækninga, Herdís Gunnarsdóttir forstjóri og Helgi Kristjónsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs.„Ég held það þyrfti að bakka nokkra leiki í þessu ferli öllu saman. Stjórn SÍBS, sem hefur komið þessu máli í þennan hnút, hún þyrfti að víkja frá stjórnun Reykjalundar, og við þyrftum að fá nýjan forstjóra og það er ekki heldur traust á núverandi framkvæmdastjóra lækninga.“ Karl segir nú stefna í alvarlega stöðu á Reykjalundi. Erfitt verði að manna stöðurnar sem sérfræðilæknarnir skilji eftir sig. „Það segir sig sjálft að sú þjónusta sem Sjúkratryggingar hafa verið að kaupa af Reykjalundi er ekki sama varan, eða sama þjónustan, sem verður hér í boði. Þetta er ekki mjög stór hópur, sérmenntaðir endurhæfingarlæknar. Þetta er tiltölulega lítil sérgrein.“ Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar segir að uppsagnir læknanna, sem eru nú alls orðnar sjö frá því ólgan kom upp, séu vissulega áhyggjuefni. Sjö stöðugildi séu þó enn þá mönnuð og nú blasi við að manna þurfi sex stöðugildi frá og með 1. febrúar. „Þjónustan er algjörlega óskert, við erum að vinna ötullega að því að finna lausnir í mönnun, til skemmri og lengri tíma, og svo erum við sannarlega að leggja okkar af mörkum og bindum vonir við það að fólk endurskoði hug sinn,“ segir Herdís. Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. 15. október 2019 19:00 Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27 Staðan á Reykjalundi kom ráðherra í opna skjöldu Sú staða sem kom upp á Reykjalundi á dögunum kom Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra algjörlega í opna skjöldu. 14. október 2019 16:57 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Tveir læknar til viðbótar hafa sagt upp störfum á Reykjalundi, þau Karl Kristjánsson, yfirlæknir greiningarsviðs, og Magdalena Ásgeirsdóttir, yfirlæknir á Miðgarði og endurhæfingarlæknir. Mbl greindi fyrst frá. Alls hafa sjö læknar nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan fyrr í mánuðinum. Forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar áhyggjuefni. Karl, sem er yfirlæknir greiningarsviðs, segir í samtali við Vísi að hann hafi skilað inn uppsagnarbréfi sínu í morgun. „Það var hundfúlt. Ég er búinn að vera að herða mig upp í þetta. Maður er búinn að vinna hérna í sextán ár og hefur verið mjög góður vinnustaður, skemmtileg vinna og viðfangsefni,“ segir Karl. Afskipti stjórnar SÍBS af rekstri Reykjalundar, og sviptingarnar sem orðið hafa í kjölfarið, hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Karl hefur nú óskað eftir að vinna samningsbundinn þriggja mánaða uppsagnarfrest, af tillitssemi við sjúklinga og samstarfsfólk, og kveðst ekki bjartsýnn á að afturkalla uppsögnina. Hann hafi ekki séð neinn vilja hjá núverandi stjórnendum til að mynda sátt.Framkvæmdastjórn Reykjalundar. Frá vinstri eru Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri, Lára M. Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, Ólafur Þór Ævarsson, framkvæmdastjóri lækninga, Herdís Gunnarsdóttir forstjóri og Helgi Kristjónsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs.„Ég held það þyrfti að bakka nokkra leiki í þessu ferli öllu saman. Stjórn SÍBS, sem hefur komið þessu máli í þennan hnút, hún þyrfti að víkja frá stjórnun Reykjalundar, og við þyrftum að fá nýjan forstjóra og það er ekki heldur traust á núverandi framkvæmdastjóra lækninga.“ Karl segir nú stefna í alvarlega stöðu á Reykjalundi. Erfitt verði að manna stöðurnar sem sérfræðilæknarnir skilji eftir sig. „Það segir sig sjálft að sú þjónusta sem Sjúkratryggingar hafa verið að kaupa af Reykjalundi er ekki sama varan, eða sama þjónustan, sem verður hér í boði. Þetta er ekki mjög stór hópur, sérmenntaðir endurhæfingarlæknar. Þetta er tiltölulega lítil sérgrein.“ Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar segir að uppsagnir læknanna, sem eru nú alls orðnar sjö frá því ólgan kom upp, séu vissulega áhyggjuefni. Sjö stöðugildi séu þó enn þá mönnuð og nú blasi við að manna þurfi sex stöðugildi frá og með 1. febrúar. „Þjónustan er algjörlega óskert, við erum að vinna ötullega að því að finna lausnir í mönnun, til skemmri og lengri tíma, og svo erum við sannarlega að leggja okkar af mörkum og bindum vonir við það að fólk endurskoði hug sinn,“ segir Herdís.
Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. 15. október 2019 19:00 Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27 Staðan á Reykjalundi kom ráðherra í opna skjöldu Sú staða sem kom upp á Reykjalundi á dögunum kom Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra algjörlega í opna skjöldu. 14. október 2019 16:57 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. 15. október 2019 19:00
Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27
Staðan á Reykjalundi kom ráðherra í opna skjöldu Sú staða sem kom upp á Reykjalundi á dögunum kom Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra algjörlega í opna skjöldu. 14. október 2019 16:57