Fyrirtækið LVMH, eigandi tískufyrirtækjanna Louis Vuitton, Fendi og Givenchy auk víngerðarinnar Moët Hennessy, hefur leitast eftir því að festa kaup á bandaríska skartgripaframleiðandanum Tiffany & Co. Reuters greinir frá því að LVMH hafi í áraraðir leitað leiða til að styrkja stöðu sína á Bandaríkjamarkaði.
Reuters segir LVMH hafa lagt fram kauptilboð fyrr í mánuðinum. Tiffany hafi ráðið ráðgjafa til þess að fara yfir tilboðið en hafa ekki svarað enn sem komið er. Staða Tiffany á markaði hefur farið dvínandi á undanförnum mánuðum, sér í lagi vegna hækkandi tolla á Bandarískar vörur í Kína en tollastríð ríkir nú á milli stórveldanna tveggja.
Þá hafa mótmælin í Hong Kong, sem hefur verið vinsæll verslunarstöðum fólks í leit að hátískuvöru, haft neikvæð áhrif á sölutölur í borginni.
Louis Vuitton reynir við Tiffany
