Léttir að sjá jafn afgerandi niðurstöðu Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. október 2019 15:37 Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs. Íbúar í fjórum sveitarfélögum á Austurlandi samþykktu sameiningu þeirra með afgerandi hætti í kosningu í gær. Nýja sveitarfélagið verður með fimm þúsund íbúa, og segja sveitarstjórar að tryggt verði að jaðarbyggðir verði ekki áhrifalausar í þessu landfræðilega langstærsta sveitarfélag landsins. Íbúar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar gengu að kjörborðinu í gær og greiddu atkvæði um sameiningu sveitarfélaganna. Stuðningur við sameininguna reyndist mestur í Fljótsdalshéraði, eða um 93 prósent, og rúmur meirihluti var henni fylgjandi í hinum sveitarfélögunum þremur.Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs og formaður sameiningarnefndar, segir því ánægjulegt hversu mikils stuðnings sameiningin nýtur.„Mjög mikill léttir að sjá hvað niðurstaðan var afgerandi“ segir Björn.Hið nýja sveitarfélag verður víðfeðmt, raunar það stærsta á landinu, með fjórum byggðarkjörnum og umfangsmiklu dreifbýli. Að þessu var hugað að sögn Björns og reynt að tryggja að jaðarbyggðir verði ekki áhrifalausar í sameinuðu sveitarfélagi.„Það sem við vorum að horfa til var að við næðum að tryggja áframhaldandi vægi allra kjarna. Ég hef þá trú að þær tillögur sem við lögðum til og voru samþykktar séu til þess fallnar að tryggja slíkt“, segir Björn.Sameinað sveitarfélag yrði langstærsta sveitarfélagið á landinu landfræðilega séð.vísir/hafsteinnMinnstur stuðningur á Djúpavogi Minnstur stuðningur við sameininguna reyndist vera á Djúpavogi, þar sem rúmlega þriðjungur kjósenda sagðist henni andsnúinn. Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps, segist þakklátur fyrir góða kjörsókn og rúman meirihlutastuðning.„Við lögðum upp með það í samstarfsnefndinni að gera fólki kleift að taka upplýsta afstöðu og mér sýnist fólk hafa gert það,“ segir Gauti.Það sé jafnframt styrkleikamerki að á Djúpavogi þrífist skiptar skoðanir. „Í kröftugum samfélögum þá geta menn ekki vera sammála um allt. Ég tel þetta bara vera merki um að á Djúpavogi sé öflugt og kraftmikið samfélag, var þó meirihluti þessarar skoðunar,“ segir Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps.Nú verður skipuð undirbúningsstjórn sem mun undirbúa sveitarstjórnarkosningar í sameinuðu sveitarfélagi, sem ætla má að verði næsta vor, og svo auðvitað að velja nafn á nýja sveitarfélagið.„Það er í raun nýrrar sveitarstjórnar að taka ákvörðun um slíkt en það er algengt að kallað verði eftir tillögum og farið verði í einhverja samkeppni. Sveitarstjórn er hins vegar ekki bundin af slíku en niðurstaða slíkrar samkeppni hefur oftast nær endað á nafngift viðkomandi sveitarfélags,“ segir Björn Ingimarsson. Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira
Íbúar í fjórum sveitarfélögum á Austurlandi samþykktu sameiningu þeirra með afgerandi hætti í kosningu í gær. Nýja sveitarfélagið verður með fimm þúsund íbúa, og segja sveitarstjórar að tryggt verði að jaðarbyggðir verði ekki áhrifalausar í þessu landfræðilega langstærsta sveitarfélag landsins. Íbúar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar gengu að kjörborðinu í gær og greiddu atkvæði um sameiningu sveitarfélaganna. Stuðningur við sameininguna reyndist mestur í Fljótsdalshéraði, eða um 93 prósent, og rúmur meirihluti var henni fylgjandi í hinum sveitarfélögunum þremur.Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs og formaður sameiningarnefndar, segir því ánægjulegt hversu mikils stuðnings sameiningin nýtur.„Mjög mikill léttir að sjá hvað niðurstaðan var afgerandi“ segir Björn.Hið nýja sveitarfélag verður víðfeðmt, raunar það stærsta á landinu, með fjórum byggðarkjörnum og umfangsmiklu dreifbýli. Að þessu var hugað að sögn Björns og reynt að tryggja að jaðarbyggðir verði ekki áhrifalausar í sameinuðu sveitarfélagi.„Það sem við vorum að horfa til var að við næðum að tryggja áframhaldandi vægi allra kjarna. Ég hef þá trú að þær tillögur sem við lögðum til og voru samþykktar séu til þess fallnar að tryggja slíkt“, segir Björn.Sameinað sveitarfélag yrði langstærsta sveitarfélagið á landinu landfræðilega séð.vísir/hafsteinnMinnstur stuðningur á Djúpavogi Minnstur stuðningur við sameininguna reyndist vera á Djúpavogi, þar sem rúmlega þriðjungur kjósenda sagðist henni andsnúinn. Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps, segist þakklátur fyrir góða kjörsókn og rúman meirihlutastuðning.„Við lögðum upp með það í samstarfsnefndinni að gera fólki kleift að taka upplýsta afstöðu og mér sýnist fólk hafa gert það,“ segir Gauti.Það sé jafnframt styrkleikamerki að á Djúpavogi þrífist skiptar skoðanir. „Í kröftugum samfélögum þá geta menn ekki vera sammála um allt. Ég tel þetta bara vera merki um að á Djúpavogi sé öflugt og kraftmikið samfélag, var þó meirihluti þessarar skoðunar,“ segir Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps.Nú verður skipuð undirbúningsstjórn sem mun undirbúa sveitarstjórnarkosningar í sameinuðu sveitarfélagi, sem ætla má að verði næsta vor, og svo auðvitað að velja nafn á nýja sveitarfélagið.„Það er í raun nýrrar sveitarstjórnar að taka ákvörðun um slíkt en það er algengt að kallað verði eftir tillögum og farið verði í einhverja samkeppni. Sveitarstjórn er hins vegar ekki bundin af slíku en niðurstaða slíkrar samkeppni hefur oftast nær endað á nafngift viðkomandi sveitarfélags,“ segir Björn Ingimarsson.
Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira