Tólf fyrrverandi skjólstæðingar Vogs hafa látist á árinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. október 2019 22:00 Tólf af fyrrum skjólstæðingum Vogs, á aldrinum 20-29 ára, hafa látist á árinu. Læknir á Vogi segir af ólöglegum vímuefnum sé hópurinn oftast háður örvandi efnum en einnig séu dæmi um fíkn í sterk verkjalyf. Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa tólf manns úr sjúklingahópi SÁÁ á aldrinum 20-29 ára látist. „Það þýðir ekki endilega að þeir hafi verið nýbúnir að vera hjá okkur á þessu ári eða síðasta. Þetta þýðir einfaldlega að þeir hafa einhvern tímann komið til okkar vegna fíknisjúkdóms og útskrifast og hafa þá látist núna á árinu,“ segir Hildur Þórarinsdóttir, yfirlæknir á Vogi.Hildur Þórarinsdóttir, læknir á vogi.vísirFólkið geti hafa látist af öðrum osökum. „En maður leiðir að því líkum að oft eru þessi dauðsföll í tengslum við fíknisjúkdóminn.“ Árið 2017 voru dauðsföll á aldrinum 20-39 ára úr gagnagrunni SÁÁ 50 af 125 dauðsföllum Íslendinga, eða 40 prósent. Sama ár voru fimmtíu prósent ótímabærra dauðsfalla í aldurshópnum 20-24 ára sjúklingar SÁÁ. „Við sjáum það þegar við kíkjum á okkar gagnagrunn og tölur um látna að við virðumst eiga töluverðan hluta þeirra sem látast í þessum aldurshópum.“ Hildur segir að yngstu skjólstæðingarnir séu oftast háðir örvandi efnum en gríðarleg fjölgun hefur orðið á síðustu árum á innlögnum vegna fíknar í örvandi efni. „Yngsti aldurshópurinn okkar, það er eiginlega algengast að hann sé að koma og verða háður örvandi efnum. En við sjáum auðvitað að unga fólkið gefur stundum upp að hafa verið að nota sterkari verkjalyf og við höfum auðvitað áhyggjur af því.“ Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Tólf af fyrrum skjólstæðingum Vogs, á aldrinum 20-29 ára, hafa látist á árinu. Læknir á Vogi segir af ólöglegum vímuefnum sé hópurinn oftast háður örvandi efnum en einnig séu dæmi um fíkn í sterk verkjalyf. Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa tólf manns úr sjúklingahópi SÁÁ á aldrinum 20-29 ára látist. „Það þýðir ekki endilega að þeir hafi verið nýbúnir að vera hjá okkur á þessu ári eða síðasta. Þetta þýðir einfaldlega að þeir hafa einhvern tímann komið til okkar vegna fíknisjúkdóms og útskrifast og hafa þá látist núna á árinu,“ segir Hildur Þórarinsdóttir, yfirlæknir á Vogi.Hildur Þórarinsdóttir, læknir á vogi.vísirFólkið geti hafa látist af öðrum osökum. „En maður leiðir að því líkum að oft eru þessi dauðsföll í tengslum við fíknisjúkdóminn.“ Árið 2017 voru dauðsföll á aldrinum 20-39 ára úr gagnagrunni SÁÁ 50 af 125 dauðsföllum Íslendinga, eða 40 prósent. Sama ár voru fimmtíu prósent ótímabærra dauðsfalla í aldurshópnum 20-24 ára sjúklingar SÁÁ. „Við sjáum það þegar við kíkjum á okkar gagnagrunn og tölur um látna að við virðumst eiga töluverðan hluta þeirra sem látast í þessum aldurshópum.“ Hildur segir að yngstu skjólstæðingarnir séu oftast háðir örvandi efnum en gríðarleg fjölgun hefur orðið á síðustu árum á innlögnum vegna fíknar í örvandi efni. „Yngsti aldurshópurinn okkar, það er eiginlega algengast að hann sé að koma og verða háður örvandi efnum. En við sjáum auðvitað að unga fólkið gefur stundum upp að hafa verið að nota sterkari verkjalyf og við höfum auðvitað áhyggjur af því.“
Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira