Þrátt fyrir játningu varð seinagangur til þess að ákæra fyrir líkamsárás var aldrei gefin út Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. október 2019 19:00 Þrátt fyrir játningu sakbornings varð seinagangur við rannsókn lögreglu á alvarlegu húsbroti, þar sem ráðist var á húsráðanda og hann stórslasaður, til þess að aldrei var gefin út ákæra. Lögmaður mannsins sem ráðist var á segir óboðlegt að skjólstæðingur hans sitji óbættur hjá garði. Í mars árið 2016 varð karlmaður fyrir líkamsárás að heimili sínu í Reykjanesbæ. „Hann er sofandi heima hjá sér þegar ráðist er inn á heimili hans og hann er laminn og næsta sem hann man er að hann er á reiki heima hjá sér með mikla áverka," segir Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður mannsins. Í lögregluskýrslu kemur fram að maðurinn hafi verið með töluverða áverka á höfði og hægri handlegg. Þá hafi hann verið með áverka hægra megin á síðunni, líkt og eftir hamar. Hamar hafi verið haldlagður á heimili meints árásarmanns. „Árásarmaðurinn í þessu máli gefur sig fram og gengst við því strax að hafa brotist inn og barið hann,“ segir Stefán Karl. Þá var tekin skýrsla af manninum. Nokkrum mánuðum seinna tók lögreglan á Suðurnesjum, sem fór með rannsókn málsins, skýrslu af öðrum manni, sem einnig var grunaður um að hafa tekið þátt í húsbrotinu. Stefán Karl segir að svo hafi ekkert gerst í málinu þar til í ágúst í fyrra. „Svo þegar við forum að kalla á eftir því afhverju það gerist ekkert í þessu máli þá fáum við þær upplýsingar að málið sé fyrnt," segir Stefán Karl. Málið hafði verið rannsakað sem minni háttar líkamsárás, sem fyrnist á tveimur árum, þar sem ekki lá fyrir að vopni hefði verið beitt. Stefán Karl segir það fráleitt, árásin eigi að flokkast sem stórfelld og að brotið ætti því ekki að vera fyrnt. Þá sé einnig um að ræða húsbrot sem sé með lengri fyrningafrest. Burt sé frá því sé óboðlegt að dráttur í meðferð hjá lögreglu hafi leitt til þess að mál, þar sem játning liggur fyrir, fyrnist. „Skjólstæðingur minn situr nú uppi með það að aðili sem gengist hefur verið því að hafa barið hann og brosist inn á heimili hans gengur laus og þetta hefur engar afleiðingar fyrir þann aðila. Þetta er eitthvað sem við teljum óboðlegt,“ segir Stefán Karl. Ákvörðun um niðurfellingu málsins var kærð til ríkissaksóknara sem staðfesti hana. „Þetta þýðir að við getum ekki farið með málið lengra. Refsingu verður ekki við komið yfir þessum einstaklingi. Það eru ákveðin sárindi og vanlíðan sem fylgja því að láta mann ganga lausan þrátt fyrir ofbeldisfulla árás þannig það kemur til skoðunar að heimta miskabætur frá ríkinu vegna þessarar meðhöndlunar,“ segir Stefán Karl. Lögreglumál Reykjanesbær Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Þrátt fyrir játningu sakbornings varð seinagangur við rannsókn lögreglu á alvarlegu húsbroti, þar sem ráðist var á húsráðanda og hann stórslasaður, til þess að aldrei var gefin út ákæra. Lögmaður mannsins sem ráðist var á segir óboðlegt að skjólstæðingur hans sitji óbættur hjá garði. Í mars árið 2016 varð karlmaður fyrir líkamsárás að heimili sínu í Reykjanesbæ. „Hann er sofandi heima hjá sér þegar ráðist er inn á heimili hans og hann er laminn og næsta sem hann man er að hann er á reiki heima hjá sér með mikla áverka," segir Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður mannsins. Í lögregluskýrslu kemur fram að maðurinn hafi verið með töluverða áverka á höfði og hægri handlegg. Þá hafi hann verið með áverka hægra megin á síðunni, líkt og eftir hamar. Hamar hafi verið haldlagður á heimili meints árásarmanns. „Árásarmaðurinn í þessu máli gefur sig fram og gengst við því strax að hafa brotist inn og barið hann,“ segir Stefán Karl. Þá var tekin skýrsla af manninum. Nokkrum mánuðum seinna tók lögreglan á Suðurnesjum, sem fór með rannsókn málsins, skýrslu af öðrum manni, sem einnig var grunaður um að hafa tekið þátt í húsbrotinu. Stefán Karl segir að svo hafi ekkert gerst í málinu þar til í ágúst í fyrra. „Svo þegar við forum að kalla á eftir því afhverju það gerist ekkert í þessu máli þá fáum við þær upplýsingar að málið sé fyrnt," segir Stefán Karl. Málið hafði verið rannsakað sem minni háttar líkamsárás, sem fyrnist á tveimur árum, þar sem ekki lá fyrir að vopni hefði verið beitt. Stefán Karl segir það fráleitt, árásin eigi að flokkast sem stórfelld og að brotið ætti því ekki að vera fyrnt. Þá sé einnig um að ræða húsbrot sem sé með lengri fyrningafrest. Burt sé frá því sé óboðlegt að dráttur í meðferð hjá lögreglu hafi leitt til þess að mál, þar sem játning liggur fyrir, fyrnist. „Skjólstæðingur minn situr nú uppi með það að aðili sem gengist hefur verið því að hafa barið hann og brosist inn á heimili hans gengur laus og þetta hefur engar afleiðingar fyrir þann aðila. Þetta er eitthvað sem við teljum óboðlegt,“ segir Stefán Karl. Ákvörðun um niðurfellingu málsins var kærð til ríkissaksóknara sem staðfesti hana. „Þetta þýðir að við getum ekki farið með málið lengra. Refsingu verður ekki við komið yfir þessum einstaklingi. Það eru ákveðin sárindi og vanlíðan sem fylgja því að láta mann ganga lausan þrátt fyrir ofbeldisfulla árás þannig það kemur til skoðunar að heimta miskabætur frá ríkinu vegna þessarar meðhöndlunar,“ segir Stefán Karl.
Lögreglumál Reykjanesbær Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira