Lygilegur texti Eminem um heimsókn leyniþjónustunnar reyndist sannur Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. október 2019 23:20 Eminem er ekki aðdáandi Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta. Mynd/Samsett Bandaríski rapparinn Eminem var tilkynntur til leyniþjónustu Bandaríkjanna (USSS) vegna lagatexta um Donald Trump Bandaríkjaforseta. Rapparinn fjallaði um heimsókn leyniþjónustunnar í öðru lagi en lögmæti textans hefur ekki fengist staðfest fyrr en nú. Eminem, sem hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, gaf út plötuna Kamikaze í ágúst í fyrra. Eitt laganna, The Ringer, vakti strax töluverða athygli fyrir textann. Þar lýsir Eminem því að Bandaríkjaforseti, sem hann kallar „Agent Orange“, hafi sent útsendara leyniþjónustunnar til að vitja rapparans og ganga úr skugga um að hann hygðist ekki gera forsetanum mein. Þá hafi þeir spurt hann hvort hann tengdist hryðjuverkasamtökum. Textabrotið má lesa á frummálinu hér fyrir neðan.‘Cause Agent Orange just sent the Secret Service / To meet in person to see if I really think of hurtin’ him / Or ask if I’m linked to terrorists / I said, ‘Only when it comes to ink and lyricists.' Lagið The Ringer má svo hlusta á í spilaranum hér að neðan.Blaðamaður Buzzfeed News óskaði á sínum tíma eftir upplýsingum um það hvort hin meinta heimsókn leyniþjónustumannanna hefði raunverulega átt sér stað. Leyniþjónustan neitaði að svara fyrirspurninni en svar við henni fékkst þó loks í dag. Í gögnum sem leyniþjónustunni var gert að afhenda Buzzfeed kemur fram að útsendarar hennar hafi vitjað Eminem í fyrra og rætt við hann vegna „ógnandi texta“ annars lags, Framed, sem kom út í lok árs 2017. Með laginu, þar sem Eminem fjallar um bæði forsetann og dóttur hans, Ivönku Trump, hafi hann sýnt af sér „óviðeigandi hegðun“ og „ógnað skjólstæðingnum“, þ.e. Bandaríkjaforseta.Lagið Framed má hlusta á í spilurunum hér að neðan.Þá kemur einnig fram í gögnunum að útsendarar leyniþjónustunnar hafi rætt við Eminem eftir að hafa fengið ábendingu um lagið frá „áhyggjufullum borgara“. Sá reyndist starfsmaður slúðurmiðilsins TMZ, sem leyniþjónustan nafngreinir þó ekki í gögnum málsins. Eminem hefur löngum verið ófeiminn við að lýsa yfir andúð sinni á Trump. Þannig sparaði hann til að mynda ekki stóru orðin í myndbandi árið 2017 þar sem hann sendi forsetanum og stuðningsmönnum hans rækilega tóninn. Myndbandið má sjá hér. Bandaríkin Donald Trump Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Rapparinn Eminem með fjölbreyttasta orðaforðann Eminem tekur vinninginn fyrir fjölbreyttasta orðaforðann á meðal mest seldu laga í heimi. Bítlarnir og Mariah Carey eru með þeim neðstu á listanum. 24. júlí 2015 08:30 Eminem í mál við nýsjálenskan stjórnmálaflokk Bandaríski rapparinn Eminem hefur höfðað mál á hendur nýsjálenska Þjóðarflokksins sökum þess að hafa án hans leyfis notað stef úr lagi hans Lose Yourself í kosningaauglýsingu flokksins árið 2014. 1. maí 2017 11:13 Eminem hraunar yfir Trump og stuðningsmenn hans Rapparinn Eminem óttast ekki stóru orðin. 11. október 2017 14:00 Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Sjá meira
Bandaríski rapparinn Eminem var tilkynntur til leyniþjónustu Bandaríkjanna (USSS) vegna lagatexta um Donald Trump Bandaríkjaforseta. Rapparinn fjallaði um heimsókn leyniþjónustunnar í öðru lagi en lögmæti textans hefur ekki fengist staðfest fyrr en nú. Eminem, sem hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, gaf út plötuna Kamikaze í ágúst í fyrra. Eitt laganna, The Ringer, vakti strax töluverða athygli fyrir textann. Þar lýsir Eminem því að Bandaríkjaforseti, sem hann kallar „Agent Orange“, hafi sent útsendara leyniþjónustunnar til að vitja rapparans og ganga úr skugga um að hann hygðist ekki gera forsetanum mein. Þá hafi þeir spurt hann hvort hann tengdist hryðjuverkasamtökum. Textabrotið má lesa á frummálinu hér fyrir neðan.‘Cause Agent Orange just sent the Secret Service / To meet in person to see if I really think of hurtin’ him / Or ask if I’m linked to terrorists / I said, ‘Only when it comes to ink and lyricists.' Lagið The Ringer má svo hlusta á í spilaranum hér að neðan.Blaðamaður Buzzfeed News óskaði á sínum tíma eftir upplýsingum um það hvort hin meinta heimsókn leyniþjónustumannanna hefði raunverulega átt sér stað. Leyniþjónustan neitaði að svara fyrirspurninni en svar við henni fékkst þó loks í dag. Í gögnum sem leyniþjónustunni var gert að afhenda Buzzfeed kemur fram að útsendarar hennar hafi vitjað Eminem í fyrra og rætt við hann vegna „ógnandi texta“ annars lags, Framed, sem kom út í lok árs 2017. Með laginu, þar sem Eminem fjallar um bæði forsetann og dóttur hans, Ivönku Trump, hafi hann sýnt af sér „óviðeigandi hegðun“ og „ógnað skjólstæðingnum“, þ.e. Bandaríkjaforseta.Lagið Framed má hlusta á í spilurunum hér að neðan.Þá kemur einnig fram í gögnunum að útsendarar leyniþjónustunnar hafi rætt við Eminem eftir að hafa fengið ábendingu um lagið frá „áhyggjufullum borgara“. Sá reyndist starfsmaður slúðurmiðilsins TMZ, sem leyniþjónustan nafngreinir þó ekki í gögnum málsins. Eminem hefur löngum verið ófeiminn við að lýsa yfir andúð sinni á Trump. Þannig sparaði hann til að mynda ekki stóru orðin í myndbandi árið 2017 þar sem hann sendi forsetanum og stuðningsmönnum hans rækilega tóninn. Myndbandið má sjá hér.
Bandaríkin Donald Trump Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Rapparinn Eminem með fjölbreyttasta orðaforðann Eminem tekur vinninginn fyrir fjölbreyttasta orðaforðann á meðal mest seldu laga í heimi. Bítlarnir og Mariah Carey eru með þeim neðstu á listanum. 24. júlí 2015 08:30 Eminem í mál við nýsjálenskan stjórnmálaflokk Bandaríski rapparinn Eminem hefur höfðað mál á hendur nýsjálenska Þjóðarflokksins sökum þess að hafa án hans leyfis notað stef úr lagi hans Lose Yourself í kosningaauglýsingu flokksins árið 2014. 1. maí 2017 11:13 Eminem hraunar yfir Trump og stuðningsmenn hans Rapparinn Eminem óttast ekki stóru orðin. 11. október 2017 14:00 Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Sjá meira
Rapparinn Eminem með fjölbreyttasta orðaforðann Eminem tekur vinninginn fyrir fjölbreyttasta orðaforðann á meðal mest seldu laga í heimi. Bítlarnir og Mariah Carey eru með þeim neðstu á listanum. 24. júlí 2015 08:30
Eminem í mál við nýsjálenskan stjórnmálaflokk Bandaríski rapparinn Eminem hefur höfðað mál á hendur nýsjálenska Þjóðarflokksins sökum þess að hafa án hans leyfis notað stef úr lagi hans Lose Yourself í kosningaauglýsingu flokksins árið 2014. 1. maí 2017 11:13
Eminem hraunar yfir Trump og stuðningsmenn hans Rapparinn Eminem óttast ekki stóru orðin. 11. október 2017 14:00