Lygilegur texti Eminem um heimsókn leyniþjónustunnar reyndist sannur Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. október 2019 23:20 Eminem er ekki aðdáandi Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta. Mynd/Samsett Bandaríski rapparinn Eminem var tilkynntur til leyniþjónustu Bandaríkjanna (USSS) vegna lagatexta um Donald Trump Bandaríkjaforseta. Rapparinn fjallaði um heimsókn leyniþjónustunnar í öðru lagi en lögmæti textans hefur ekki fengist staðfest fyrr en nú. Eminem, sem hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, gaf út plötuna Kamikaze í ágúst í fyrra. Eitt laganna, The Ringer, vakti strax töluverða athygli fyrir textann. Þar lýsir Eminem því að Bandaríkjaforseti, sem hann kallar „Agent Orange“, hafi sent útsendara leyniþjónustunnar til að vitja rapparans og ganga úr skugga um að hann hygðist ekki gera forsetanum mein. Þá hafi þeir spurt hann hvort hann tengdist hryðjuverkasamtökum. Textabrotið má lesa á frummálinu hér fyrir neðan.‘Cause Agent Orange just sent the Secret Service / To meet in person to see if I really think of hurtin’ him / Or ask if I’m linked to terrorists / I said, ‘Only when it comes to ink and lyricists.' Lagið The Ringer má svo hlusta á í spilaranum hér að neðan.Blaðamaður Buzzfeed News óskaði á sínum tíma eftir upplýsingum um það hvort hin meinta heimsókn leyniþjónustumannanna hefði raunverulega átt sér stað. Leyniþjónustan neitaði að svara fyrirspurninni en svar við henni fékkst þó loks í dag. Í gögnum sem leyniþjónustunni var gert að afhenda Buzzfeed kemur fram að útsendarar hennar hafi vitjað Eminem í fyrra og rætt við hann vegna „ógnandi texta“ annars lags, Framed, sem kom út í lok árs 2017. Með laginu, þar sem Eminem fjallar um bæði forsetann og dóttur hans, Ivönku Trump, hafi hann sýnt af sér „óviðeigandi hegðun“ og „ógnað skjólstæðingnum“, þ.e. Bandaríkjaforseta.Lagið Framed má hlusta á í spilurunum hér að neðan.Þá kemur einnig fram í gögnunum að útsendarar leyniþjónustunnar hafi rætt við Eminem eftir að hafa fengið ábendingu um lagið frá „áhyggjufullum borgara“. Sá reyndist starfsmaður slúðurmiðilsins TMZ, sem leyniþjónustan nafngreinir þó ekki í gögnum málsins. Eminem hefur löngum verið ófeiminn við að lýsa yfir andúð sinni á Trump. Þannig sparaði hann til að mynda ekki stóru orðin í myndbandi árið 2017 þar sem hann sendi forsetanum og stuðningsmönnum hans rækilega tóninn. Myndbandið má sjá hér. Bandaríkin Donald Trump Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Rapparinn Eminem með fjölbreyttasta orðaforðann Eminem tekur vinninginn fyrir fjölbreyttasta orðaforðann á meðal mest seldu laga í heimi. Bítlarnir og Mariah Carey eru með þeim neðstu á listanum. 24. júlí 2015 08:30 Eminem í mál við nýsjálenskan stjórnmálaflokk Bandaríski rapparinn Eminem hefur höfðað mál á hendur nýsjálenska Þjóðarflokksins sökum þess að hafa án hans leyfis notað stef úr lagi hans Lose Yourself í kosningaauglýsingu flokksins árið 2014. 1. maí 2017 11:13 Eminem hraunar yfir Trump og stuðningsmenn hans Rapparinn Eminem óttast ekki stóru orðin. 11. október 2017 14:00 Mest lesið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Fleiri fréttir Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Sjá meira
Bandaríski rapparinn Eminem var tilkynntur til leyniþjónustu Bandaríkjanna (USSS) vegna lagatexta um Donald Trump Bandaríkjaforseta. Rapparinn fjallaði um heimsókn leyniþjónustunnar í öðru lagi en lögmæti textans hefur ekki fengist staðfest fyrr en nú. Eminem, sem hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, gaf út plötuna Kamikaze í ágúst í fyrra. Eitt laganna, The Ringer, vakti strax töluverða athygli fyrir textann. Þar lýsir Eminem því að Bandaríkjaforseti, sem hann kallar „Agent Orange“, hafi sent útsendara leyniþjónustunnar til að vitja rapparans og ganga úr skugga um að hann hygðist ekki gera forsetanum mein. Þá hafi þeir spurt hann hvort hann tengdist hryðjuverkasamtökum. Textabrotið má lesa á frummálinu hér fyrir neðan.‘Cause Agent Orange just sent the Secret Service / To meet in person to see if I really think of hurtin’ him / Or ask if I’m linked to terrorists / I said, ‘Only when it comes to ink and lyricists.' Lagið The Ringer má svo hlusta á í spilaranum hér að neðan.Blaðamaður Buzzfeed News óskaði á sínum tíma eftir upplýsingum um það hvort hin meinta heimsókn leyniþjónustumannanna hefði raunverulega átt sér stað. Leyniþjónustan neitaði að svara fyrirspurninni en svar við henni fékkst þó loks í dag. Í gögnum sem leyniþjónustunni var gert að afhenda Buzzfeed kemur fram að útsendarar hennar hafi vitjað Eminem í fyrra og rætt við hann vegna „ógnandi texta“ annars lags, Framed, sem kom út í lok árs 2017. Með laginu, þar sem Eminem fjallar um bæði forsetann og dóttur hans, Ivönku Trump, hafi hann sýnt af sér „óviðeigandi hegðun“ og „ógnað skjólstæðingnum“, þ.e. Bandaríkjaforseta.Lagið Framed má hlusta á í spilurunum hér að neðan.Þá kemur einnig fram í gögnunum að útsendarar leyniþjónustunnar hafi rætt við Eminem eftir að hafa fengið ábendingu um lagið frá „áhyggjufullum borgara“. Sá reyndist starfsmaður slúðurmiðilsins TMZ, sem leyniþjónustan nafngreinir þó ekki í gögnum málsins. Eminem hefur löngum verið ófeiminn við að lýsa yfir andúð sinni á Trump. Þannig sparaði hann til að mynda ekki stóru orðin í myndbandi árið 2017 þar sem hann sendi forsetanum og stuðningsmönnum hans rækilega tóninn. Myndbandið má sjá hér.
Bandaríkin Donald Trump Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Rapparinn Eminem með fjölbreyttasta orðaforðann Eminem tekur vinninginn fyrir fjölbreyttasta orðaforðann á meðal mest seldu laga í heimi. Bítlarnir og Mariah Carey eru með þeim neðstu á listanum. 24. júlí 2015 08:30 Eminem í mál við nýsjálenskan stjórnmálaflokk Bandaríski rapparinn Eminem hefur höfðað mál á hendur nýsjálenska Þjóðarflokksins sökum þess að hafa án hans leyfis notað stef úr lagi hans Lose Yourself í kosningaauglýsingu flokksins árið 2014. 1. maí 2017 11:13 Eminem hraunar yfir Trump og stuðningsmenn hans Rapparinn Eminem óttast ekki stóru orðin. 11. október 2017 14:00 Mest lesið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Fleiri fréttir Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Sjá meira
Rapparinn Eminem með fjölbreyttasta orðaforðann Eminem tekur vinninginn fyrir fjölbreyttasta orðaforðann á meðal mest seldu laga í heimi. Bítlarnir og Mariah Carey eru með þeim neðstu á listanum. 24. júlí 2015 08:30
Eminem í mál við nýsjálenskan stjórnmálaflokk Bandaríski rapparinn Eminem hefur höfðað mál á hendur nýsjálenska Þjóðarflokksins sökum þess að hafa án hans leyfis notað stef úr lagi hans Lose Yourself í kosningaauglýsingu flokksins árið 2014. 1. maí 2017 11:13
Eminem hraunar yfir Trump og stuðningsmenn hans Rapparinn Eminem óttast ekki stóru orðin. 11. október 2017 14:00
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun