Handbolti

Yfirlýsing frá Kristjáni Erni: Ég kom fram af virðingarleysi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kristján Örn í leik gegn Vali.
Kristján Örn í leik gegn Vali. vísir/daníel þór
Kristján Örn Kristjánsson, stórskytta ÍBV, sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi vegna ummæla sem hann lét falla eftir leik ÍBV og Aftureldingar.

Ummælin voru send til aganefndar HSÍ af framkvæmdastjóra sambandsins. Þar var málinu vísað frá. Ummæli annars þjálfara ÍBV, Kristins Guðmundssonar, voru einnig send til aganefndar en nefndin sá ekki ástæðu til þess að refsa heldur fyrir þau ummæli.

Sú ákvörðun fór ekki vel í dómaranefnd HSÍ sem gagnrýndi aganefndina fyrir að taka ekki á málinu. Á meðal þeirra sem skrifuðu undir fyrir hönd dómaranefndar var faðir Kristjáns Arnar, Kristján Gaukur Kristjánsson.

„Ég held að Afturelding telji peningana sína mjög dýrt núna,“ var línan sem Kristján Örn lét meðal annars frá sér. Hann var ekki sakfelldur fyrir hana enda er hún með öllu óskiljanleg.

Yfirlýsing Kristjáns Arnar:

Ég, undirritaður, harma að orð þau sem ég lét falla í viðtölum eftir leik ÍBV og Aftureldingar, og kærð voru til aganefndar, hafi verið túlkuð á þann hátt að ég væri að vega að æru og starfsheiðri dómara leiksins. Það var alls ekki ætlun mín.

Ég geri mér grein fyrir því að ég kom fram af virðingarleysi við handboltann og dómarastéttina, og þarf að vanda orðaval mitt betur þannig að ekki fari á milli mála hvað ég meina í viðtölum.

Með handboltakveðju,

Kristján Örn Kristjánsson


Tengdar fréttir

Óskiljanleg ummæli og engin bönn

Eyjamennirnir Kristinn Guðmundsson og Kristján Örn Kristjánsson voru hvorugir dæmdir í bann vegna ummæla sinna eftir leik ÍBV og Aftureldingar.

Ummæli Kristins og Kristjáns á borð agafnendar

Íþróttadeild hefur fengið staðfest að ummælum Kristins Guðmundssonar og Kristjáns Kristjánssonar hefur verið vísað til aganefndar HSÍ af framkvæmdastjóra sambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×