Verkföll gætu stöðvað blaðaútgáfu á svörtum föstudegi Sighvatur Arnmundsson skrifar 24. október 2019 06:00 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir stefna í skæruverkföll strax í næsta mánuði. visir/vilhelm Aðgerðaáætlun vegna hugsanlegra verkfalla Blaðamannafélagsins (BÍ) er í mótun en er orðin nokkuð endanleg. Þetta segir Hjálmar Jónsson, formaður BÍ. Byrjað verður á fjögurra tíma vinnustöðvun á vefmiðlum, sem næði einnig til ljósmyndara og tökumanna, föstudaginn 8. nóvember. Það tímabil mun lengjast í átta tíma föstudaginn 15. nóvember og tólf tíma föstudaginn 22. nóvember. „Ef það dugar ekki til að semja við okkur um það sama og aðrir hafa fengið erum við með hugmyndir um verkfall á prentmiðlunum fimmtudaginn 28. nóvember í aðdraganda svarts föstudags,“ segir Hjálmar. Svartur föstudagur er útsöludagur að bandarískri fyrirmynd sem hefur fest sig í sessi hér á landi. Vegna fjölda útsöluauglýsinga eru dagblöðin umræddan dag með stærstu blöðum ársins. Samningar blaðamanna hafa verið lausir frá áramótum en Hjálmar telur að næsti fundur sem verður á þriðjudaginn geti ráðið úrslitum. „Ef sá fundur skilar ekki árangri veður væntanlega kosið um verkfallsaðgerðir á miðvikudaginn. Það er verið að bjóða okkur minna heldur en öllum öðrum stéttum í þessu landi. Ég er mjög ósáttur út í sjálfan mig fyrir að láta draga mig á asnaeyrunum og vera ekki kominn með samning eftir rúma tíu mánuði.“ Hjálmar segir að ágætlega gangi að semja við minni aðila. „Verkfallið tekur bara til þeirra aðila sem vilja ekki semja við okkur. Fjögur fyrirtæki hafa illu heilli kosið að fela SA samningsumboð sitt.“ Umræddir miðlar eru Fréttablaðið, Morgunblaðið, Sýn og RÚV en Hjálmar telur að um þriðjungur fréttamanna RÚV sé í Blaðamannafélagi Íslands. Hjálmar segir að frá fyrri tíð liggi fyrir að eigendur og framkvæmdastjórar megi vinna komi til verkfalla. „Fréttastjórar og ritstjórar eru í Blaðamannafélaginu og áhöld um það hvort þeir megi vinna. En það hvarflar ekki að mér að þeir fari að ganga í störf sinna undirmanna.“Blaðamenn og ljósmyndarar á ritstjórnum Fréttablaðsins og Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar eru félagar í Blaðamannafélagi Íslands. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira
Aðgerðaáætlun vegna hugsanlegra verkfalla Blaðamannafélagsins (BÍ) er í mótun en er orðin nokkuð endanleg. Þetta segir Hjálmar Jónsson, formaður BÍ. Byrjað verður á fjögurra tíma vinnustöðvun á vefmiðlum, sem næði einnig til ljósmyndara og tökumanna, föstudaginn 8. nóvember. Það tímabil mun lengjast í átta tíma föstudaginn 15. nóvember og tólf tíma föstudaginn 22. nóvember. „Ef það dugar ekki til að semja við okkur um það sama og aðrir hafa fengið erum við með hugmyndir um verkfall á prentmiðlunum fimmtudaginn 28. nóvember í aðdraganda svarts föstudags,“ segir Hjálmar. Svartur föstudagur er útsöludagur að bandarískri fyrirmynd sem hefur fest sig í sessi hér á landi. Vegna fjölda útsöluauglýsinga eru dagblöðin umræddan dag með stærstu blöðum ársins. Samningar blaðamanna hafa verið lausir frá áramótum en Hjálmar telur að næsti fundur sem verður á þriðjudaginn geti ráðið úrslitum. „Ef sá fundur skilar ekki árangri veður væntanlega kosið um verkfallsaðgerðir á miðvikudaginn. Það er verið að bjóða okkur minna heldur en öllum öðrum stéttum í þessu landi. Ég er mjög ósáttur út í sjálfan mig fyrir að láta draga mig á asnaeyrunum og vera ekki kominn með samning eftir rúma tíu mánuði.“ Hjálmar segir að ágætlega gangi að semja við minni aðila. „Verkfallið tekur bara til þeirra aðila sem vilja ekki semja við okkur. Fjögur fyrirtæki hafa illu heilli kosið að fela SA samningsumboð sitt.“ Umræddir miðlar eru Fréttablaðið, Morgunblaðið, Sýn og RÚV en Hjálmar telur að um þriðjungur fréttamanna RÚV sé í Blaðamannafélagi Íslands. Hjálmar segir að frá fyrri tíð liggi fyrir að eigendur og framkvæmdastjórar megi vinna komi til verkfalla. „Fréttastjórar og ritstjórar eru í Blaðamannafélaginu og áhöld um það hvort þeir megi vinna. En það hvarflar ekki að mér að þeir fari að ganga í störf sinna undirmanna.“Blaðamenn og ljósmyndarar á ritstjórnum Fréttablaðsins og Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar eru félagar í Blaðamannafélagi Íslands.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira