Blóð, brellur og brandarar Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 24. október 2019 06:45 Þorsti er samstarfsverkefni Steinda og Leikhópsins X, myndin er frumsýnd á morgun. Fréttablaðið/Anton Brink Sýningar á kvikmyndinni Þorsta, sem hefur vakið mikla athygli undanfarið, hefjast nú á morgun. Mikil spenna hefur ríkt vegna myndarinnar, en ferlið á bak við gerð hennar er vægast sagt áhugavert. Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr, gerir myndina í samstarfi við Leikhópinn X, sem hefur gert það gott á alnetinu með skemmtilegum sketsamyndböndum. Meðlimir leikhópsins hafa margir leikið í íslensku efni, en þá fyrst og fremst sem aukaleikarar og segir Steindi tíma hafa verið kominn til að breyta því; þau séu öll svo sannarlega efni í aðalleikara.Myndin sýnd víða Myndin er afsprengi þáttanna Góðir landsmenn sem sýndir eru á Stöð tvö. Steindi segir myndina þá íslensku mynd sem hefur fengið mesta dreifingu á árinu. Hún verður sýnd út um allt land og í öllum kvikmyndahúsum Sambíóanna. „Að mér skilst hefur engin mynd opnað eins víða og Þorsti á árinu.“ En hvort kom fyrst, hænan eða eggið? Þættirnir eða Þorsti? „Ég byrjaði að gera viðtalsþættina Góðir landsmenn. Þar tek ég viðtal við hann Hjört sem er mikill aukaleikari. Svo í raun flækist ég bara inn í líf viðmælanda míns. Hans heitasti draumur var að leika aðalhlutverk í bíómynd. Hann tilheyrir Leikhópnum X sem hefur verið starfandi í meira en áratug.“ Sjálfstæð verk sem vinna saman Steinda fannst spennandi hugmynd að gera mynd með Hirti og ákvað að einbeita sér að því. „Þannig að ég hætti að gera viðtalsþætti og fór að gera bíómynd með Hirti. Þetta er búið að vera alveg brjálað ferðalag og alveg hreint ótrúlegt að myndin sé klár. Lokaþátturinn af Góðum landsmönnum er sýndur í kvöld og almennar sýningar á myndinni hefjast svo bara strax á morgun.“ Margir spyrja hvort nauðsynlegt sé að hafa séð þættina áður en mætt er á Þorsta, en hann segir svo ekki vera. „Þetta eru tvö sjálfstæð verk, en þau byggja hvort annað upp. Þetta eru sjálfstæð verk en það gerir upplifunina enn þá betri að hafa séð bæði.“ Fyrsta Halloween-myndin Steindi segir að margir hafi varað þá Hjört við og sagt að það væri ógerningur að gera kvikmynd á svona stuttum tíma fyrir svona lítinn pening. „Við höfðum bara sjö tökudaga. En við hugsuðum bara að fyrst guð gat skapað heiminn á sjö dögum gætum við alveg gert bíómynd á jafn mörgum, enda engu minni menn en hann.“ Hann segir að það áhugaverðasta við myndina sé það að nú fái fólk sem er alla jafna í aukahlutverkum tækifæri til að spreyta sig á því að vera í miðju sviðsljósinu. „Síðan eru þessir hefðbundnu aðalleikarar að leika aukahlutverkin, sem er skemmtileg tilbreyting. Það var bara kominn tími til að þetta fólk fengi tækifæri til að láta ljós sitt skína. Þau eru öll alveg geggjuð í myndinni og standa sig alveg frábærlega. Svo er þetta mynd sem fólk hefur ekki séð áður, gay vampírumynd með trúarlegu ívafi. Svo er þetta nýtt og ferskt, það er ekkert landslag í myndinni og hún gerist ekki í litlu sjávarplássi eins og flestar íslenskar myndir. Svo er þetta fyrsta halloween-mynd okkar Íslendinga.“ Stefna hátt Steindi segir að myndin fái eflaust fólk til að átta sig á mikilvægi aukaleikara. „Ímyndaðu þér bara hvernig bíómyndir væru án aukaleikara. Bakgrunnurinn alltaf tómur og það væri mjög slæm mæting í allar jarðarfarir í öllum íslenskum kvikmyndum. Það gengi ekkert upp þannig að mér finnst eins og bransinn skuldi þeim þessa mynd.“ Hann segir leikhópinn gjörsamlega hafa neglt niður hlutverkin. Þau hafi náð að vera ógnvekjandi, fyndin og dramatísk, allt sem góður aðalleikari þarf að geta gert. „Ég efast ekki um að þau verði öll tilnefnd til Eddunnar og myndin líka. Svo stefnum við á að hún verði framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna á næsta ári og þetta verði fyrsta íslenska myndin sem hlýtur þau. Aukaleikararnir í Leikhópnum X eru orðnir aðalleikarar.“ Myndin verður frumsýnd annað kvöld í kvikmyndahúsum Sambíóanna. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Góðir landsmenn Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Sýningar á kvikmyndinni Þorsta, sem hefur vakið mikla athygli undanfarið, hefjast nú á morgun. Mikil spenna hefur ríkt vegna myndarinnar, en ferlið á bak við gerð hennar er vægast sagt áhugavert. Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr, gerir myndina í samstarfi við Leikhópinn X, sem hefur gert það gott á alnetinu með skemmtilegum sketsamyndböndum. Meðlimir leikhópsins hafa margir leikið í íslensku efni, en þá fyrst og fremst sem aukaleikarar og segir Steindi tíma hafa verið kominn til að breyta því; þau séu öll svo sannarlega efni í aðalleikara.Myndin sýnd víða Myndin er afsprengi þáttanna Góðir landsmenn sem sýndir eru á Stöð tvö. Steindi segir myndina þá íslensku mynd sem hefur fengið mesta dreifingu á árinu. Hún verður sýnd út um allt land og í öllum kvikmyndahúsum Sambíóanna. „Að mér skilst hefur engin mynd opnað eins víða og Þorsti á árinu.“ En hvort kom fyrst, hænan eða eggið? Þættirnir eða Þorsti? „Ég byrjaði að gera viðtalsþættina Góðir landsmenn. Þar tek ég viðtal við hann Hjört sem er mikill aukaleikari. Svo í raun flækist ég bara inn í líf viðmælanda míns. Hans heitasti draumur var að leika aðalhlutverk í bíómynd. Hann tilheyrir Leikhópnum X sem hefur verið starfandi í meira en áratug.“ Sjálfstæð verk sem vinna saman Steinda fannst spennandi hugmynd að gera mynd með Hirti og ákvað að einbeita sér að því. „Þannig að ég hætti að gera viðtalsþætti og fór að gera bíómynd með Hirti. Þetta er búið að vera alveg brjálað ferðalag og alveg hreint ótrúlegt að myndin sé klár. Lokaþátturinn af Góðum landsmönnum er sýndur í kvöld og almennar sýningar á myndinni hefjast svo bara strax á morgun.“ Margir spyrja hvort nauðsynlegt sé að hafa séð þættina áður en mætt er á Þorsta, en hann segir svo ekki vera. „Þetta eru tvö sjálfstæð verk, en þau byggja hvort annað upp. Þetta eru sjálfstæð verk en það gerir upplifunina enn þá betri að hafa séð bæði.“ Fyrsta Halloween-myndin Steindi segir að margir hafi varað þá Hjört við og sagt að það væri ógerningur að gera kvikmynd á svona stuttum tíma fyrir svona lítinn pening. „Við höfðum bara sjö tökudaga. En við hugsuðum bara að fyrst guð gat skapað heiminn á sjö dögum gætum við alveg gert bíómynd á jafn mörgum, enda engu minni menn en hann.“ Hann segir að það áhugaverðasta við myndina sé það að nú fái fólk sem er alla jafna í aukahlutverkum tækifæri til að spreyta sig á því að vera í miðju sviðsljósinu. „Síðan eru þessir hefðbundnu aðalleikarar að leika aukahlutverkin, sem er skemmtileg tilbreyting. Það var bara kominn tími til að þetta fólk fengi tækifæri til að láta ljós sitt skína. Þau eru öll alveg geggjuð í myndinni og standa sig alveg frábærlega. Svo er þetta mynd sem fólk hefur ekki séð áður, gay vampírumynd með trúarlegu ívafi. Svo er þetta nýtt og ferskt, það er ekkert landslag í myndinni og hún gerist ekki í litlu sjávarplássi eins og flestar íslenskar myndir. Svo er þetta fyrsta halloween-mynd okkar Íslendinga.“ Stefna hátt Steindi segir að myndin fái eflaust fólk til að átta sig á mikilvægi aukaleikara. „Ímyndaðu þér bara hvernig bíómyndir væru án aukaleikara. Bakgrunnurinn alltaf tómur og það væri mjög slæm mæting í allar jarðarfarir í öllum íslenskum kvikmyndum. Það gengi ekkert upp þannig að mér finnst eins og bransinn skuldi þeim þessa mynd.“ Hann segir leikhópinn gjörsamlega hafa neglt niður hlutverkin. Þau hafi náð að vera ógnvekjandi, fyndin og dramatísk, allt sem góður aðalleikari þarf að geta gert. „Ég efast ekki um að þau verði öll tilnefnd til Eddunnar og myndin líka. Svo stefnum við á að hún verði framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna á næsta ári og þetta verði fyrsta íslenska myndin sem hlýtur þau. Aukaleikararnir í Leikhópnum X eru orðnir aðalleikarar.“ Myndin verður frumsýnd annað kvöld í kvikmyndahúsum Sambíóanna.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Góðir landsmenn Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira