Rússneskir hermenn komnir á vígstöðvarnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. október 2019 18:45 Rússneskir hermenn eru nú komnir til Norðaustur-Sýrlands eftir að Tyrkir og Rússar komust að samkomulagi í gær. Bandaríkin hafa tilkynnt um afléttingu viðskiptaþvingana sinna á Tyrki og sagði Bandaríkjaforseti að Tyrklandsstjórn hefði tjáð sér að vopnahlé á svæðinu væri orðið varanlegt. Í bæði Kobani og Manbij í Sýrlandi má nú finna hópa rússneskra hermanna og hafa leiðtogar þeirra átt fundi með yfirmönnum úr sýrlenska stjórnarhernum í dag. Þetta er vegna samkomulag sem forsetar Tyrklands og Rússlands gerðu í rússnesku borginni Sotsjí í gær um að hersveitir Kúrda, sem innrás Tyrkja beinist gegn, fengju 150 klukkustundir til þess að hörfa þrjátíu kílómetra frá landamærum Sýrlands og Tyrklands. Kílómetrana þrjátíu segjast Tyrkir ætla að nýta til þess að hýsa sýrlenska flóttamenn. Hersveitir Kúrda hafa ekki svarað kröfum Tyrkja og Rússa. Upplýsingafulltrúi Rússlandsstjórnar sagði að hörfi Kúrdar ekki myndi herlið bæði Rússa og Sýrlandsstjórnar hörfa og ekki standa í vegi fyrir frekari árásum Tyrkja. Kúrdar mótmæltu samkomulaginu í Qamishli í dag. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir of snemmt að leggja mat á samkomulagið. „Ég held að atburðir undanfarinna daga hafi verið jákvæðir því þeir sýna að mögulegt er að nálgast málið á pólitískum vettvangi og finna pólitíska lausn. Fyrsta skilyrðið fyrir því er að stöðva ofbeldið, að stöðva átökin, og við höfum séð það minnka.“ Átök Kúrda og Tyrkja Rússland Tyrkland Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Sjá meira
Rússneskir hermenn eru nú komnir til Norðaustur-Sýrlands eftir að Tyrkir og Rússar komust að samkomulagi í gær. Bandaríkin hafa tilkynnt um afléttingu viðskiptaþvingana sinna á Tyrki og sagði Bandaríkjaforseti að Tyrklandsstjórn hefði tjáð sér að vopnahlé á svæðinu væri orðið varanlegt. Í bæði Kobani og Manbij í Sýrlandi má nú finna hópa rússneskra hermanna og hafa leiðtogar þeirra átt fundi með yfirmönnum úr sýrlenska stjórnarhernum í dag. Þetta er vegna samkomulag sem forsetar Tyrklands og Rússlands gerðu í rússnesku borginni Sotsjí í gær um að hersveitir Kúrda, sem innrás Tyrkja beinist gegn, fengju 150 klukkustundir til þess að hörfa þrjátíu kílómetra frá landamærum Sýrlands og Tyrklands. Kílómetrana þrjátíu segjast Tyrkir ætla að nýta til þess að hýsa sýrlenska flóttamenn. Hersveitir Kúrda hafa ekki svarað kröfum Tyrkja og Rússa. Upplýsingafulltrúi Rússlandsstjórnar sagði að hörfi Kúrdar ekki myndi herlið bæði Rússa og Sýrlandsstjórnar hörfa og ekki standa í vegi fyrir frekari árásum Tyrkja. Kúrdar mótmæltu samkomulaginu í Qamishli í dag. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir of snemmt að leggja mat á samkomulagið. „Ég held að atburðir undanfarinna daga hafi verið jákvæðir því þeir sýna að mögulegt er að nálgast málið á pólitískum vettvangi og finna pólitíska lausn. Fyrsta skilyrðið fyrir því er að stöðva ofbeldið, að stöðva átökin, og við höfum séð það minnka.“
Átök Kúrda og Tyrkja Rússland Tyrkland Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Sjá meira