Lakers í mínus í nótt með LeBron James inn á vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2019 15:00 LeBron James. Getty/Harry How Það er langt síðan að LeBron James hefur mætt eins úthvíldur til leiks í NBA-deildinni og í nótt þegar NBA-deildin hófst á nýjan leik. LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers þurftu samt að sætta sig við tíu stiga tap á móti Los Angeles Clippers. Margir bjuggust örugglega við að LeBron James kæmi inn í tímabilið af miklum krafti og þó svo að hann hafi aðeins vantað tvær stoðsendingar (8) og eitt frákast (9) í þrennuna þó voru 18 stig, 37 prósent skotnýting (7 af 19) og tíu stiga tap vonbrigði í augum flestra. Sú tölfræði sem vakti kannski mesta athygli var hversu illa gekk með LeBron James inn á vellinum.LeBron is minus-6, the only Lakers starter with a negative number. But I didn't like the lineup on the court with him early in the 4Q. Vogel needs to find better a rotation. https://t.co/xBrok3Xqvm — J.A. Adande (@jadande) October 23, 2019LeBron James spilaði 36 mínútur í leiknum og Lakers liðið tapaði þeim með átta stigum eins og J.A. Adande benti á í Twitter-færslu. Vanalega hafa lið LeBron James þurft að hafa mestar áhyggjur af þeim mínútum þar sem hann situr á bekknum. Lakers vann sem dæmi þær 37 mínútur sem Anthony Davis spilaði með þremur stigum. Davis var með 25 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum og vann 32 mínútur Danny Green með sjö stigum. Danny Green skoraði 28 stig í leiknum og hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum sínum. LeBron James og Anthony Davis áttu hins vegar erfitt uppdráttar á móti frábæru varnarliði og það og framlag frá bekknum átti mestan þátt í sigri Clippers liðsins. Saman hittu þeir James og Davis aðeins úr 15 af 40 skotum sínum í leiknum. Clippers fékk síðan 60 stig frá bekknum en varamenn Lakers skoruðu aðeins 19 stig."LeBron was careless w/ the ball. If LeBron's not still an All-NBA, Top 8, MVP-candidate guy, the Lakers don't have any path to getting to where they want to get. ... That was a poor showing by the Lakers, most notably, LeBron." — @getnickwrightpic.twitter.com/xJrqOeGfKC — FOX Sports (@FOXSports) October 23, 2019 NBA Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Það er langt síðan að LeBron James hefur mætt eins úthvíldur til leiks í NBA-deildinni og í nótt þegar NBA-deildin hófst á nýjan leik. LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers þurftu samt að sætta sig við tíu stiga tap á móti Los Angeles Clippers. Margir bjuggust örugglega við að LeBron James kæmi inn í tímabilið af miklum krafti og þó svo að hann hafi aðeins vantað tvær stoðsendingar (8) og eitt frákast (9) í þrennuna þó voru 18 stig, 37 prósent skotnýting (7 af 19) og tíu stiga tap vonbrigði í augum flestra. Sú tölfræði sem vakti kannski mesta athygli var hversu illa gekk með LeBron James inn á vellinum.LeBron is minus-6, the only Lakers starter with a negative number. But I didn't like the lineup on the court with him early in the 4Q. Vogel needs to find better a rotation. https://t.co/xBrok3Xqvm — J.A. Adande (@jadande) October 23, 2019LeBron James spilaði 36 mínútur í leiknum og Lakers liðið tapaði þeim með átta stigum eins og J.A. Adande benti á í Twitter-færslu. Vanalega hafa lið LeBron James þurft að hafa mestar áhyggjur af þeim mínútum þar sem hann situr á bekknum. Lakers vann sem dæmi þær 37 mínútur sem Anthony Davis spilaði með þremur stigum. Davis var með 25 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum og vann 32 mínútur Danny Green með sjö stigum. Danny Green skoraði 28 stig í leiknum og hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum sínum. LeBron James og Anthony Davis áttu hins vegar erfitt uppdráttar á móti frábæru varnarliði og það og framlag frá bekknum átti mestan þátt í sigri Clippers liðsins. Saman hittu þeir James og Davis aðeins úr 15 af 40 skotum sínum í leiknum. Clippers fékk síðan 60 stig frá bekknum en varamenn Lakers skoruðu aðeins 19 stig."LeBron was careless w/ the ball. If LeBron's not still an All-NBA, Top 8, MVP-candidate guy, the Lakers don't have any path to getting to where they want to get. ... That was a poor showing by the Lakers, most notably, LeBron." — @getnickwrightpic.twitter.com/xJrqOeGfKC — FOX Sports (@FOXSports) October 23, 2019
NBA Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira