Stjórn SÍBS tekur vel í hugmyndir Herdísar um aðskilnað frá Reykjalundi Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. október 2019 22:11 Sveinn Guðmundsson er formaður stjórnar SÍBS. Vísir Stjórn SÍBS segist taka vel í hugmyndir Herdísar Guðmundsdóttur, setts forstjóra Reykjalundar, um sterkari aðskilnað stjórnarinnar frá starfsemi stofnunarinnar. Þá heldur stjórnin því fram að hún hafi ekki haft aðkomu að þeirri stefnumótun á Reykjalundi sem deilur síðustu vikna hafa snúist um.Sjá einnig: Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar SÍBS sem send er í kjölfar tilkynningar Herdísar til starfsmanna Reykjalundar. Mikil ólga hefur verið meðal starfsfólks stofnunarinnar eftir að stjórn SÍBS sagði upp forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga fyrir nokkrum vikum. Herdís sagðist telja nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar til að fyrirbyggja að atburðir síðustu vikna geti endurtekið sig. Þannig eigi félagasamtök ekki að hafa beina aðkomu að daglegri stjórn heilbrigðisstofnana. Hún hafi óskað eftir samtali við stjórn SÍBS um þessi mál en áríðandi sé að tillögur að breytingum verði leiddar til lykta innan sex mánaða. Ekki markmiðið að hlutast til um reksturinn Í yfirlýsingu SÍBS er sem áður segir lýst yfir „jákvæðni“ gagnvart þessum hugmyndum Herdísar. „SÍBS hefur það ekki að markmiði sínu að hlutast til um daglegan rekstur á Reykjalundi og vill það eitt að starfsemin þar fái að blómsta áfram. Stjórn SÍBS treystir því starfsfólki sem er á Reykjalundi og stjórnendum hans til að reka fyrsta flokks endurhæfingarstofnun sem þjónar skjólstæðingum sínum vel.“ Herdís Gunnarsdóttir var forstjóri Heilbrigðisstofununar Suðurlands og svo framkvæmdastjóri endurhæfingarsviðs Reykjalundar áður en hún tók tímabundið við starfi forstjóra. Til marks um þá afstöðu hafi stjórn SÍBS ekki haft aðkomu að stefnumótuninni á Reykjalundi sem deilurnar urðu að endingu um, „ólíkt því sem fram hefur komið“. „Eina hlutverk stjórnarinnar var að staðfesta nýtt skipurit sem staðfest hafði verið af framkvæmdastjórn Reykjalundar en sem í ljós kom að ekki reyndist sátt um á vinnustaðnum. Kom það stjórn SÍBS í opna skjöldu. Framhaldið þekkja allir,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. Magðalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, sagði í síðustu viku að upphaf ólgunnar á Reykjalundi hefði mátt rekja til téðra skipuritsbreytinga, sem framkvæmdastjórn Reykjalundar kynnti skömmu fyrir sumarlokun, svo og ráðning í nýtt starf framkvæmdastjóra endurhæfingarsviðs. Áðurnefnd Herdís, sem nú gegnir tímabundið stöðu forstjóra Reykjalundar, var ráðin í starfið og kynnt til leiks 23. ágúst síðastliðinn. Sjá einnig: Hugarfar segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi Í yfirlýsingu stjórnar SÍBS segir jafnframt að hún vilji gefa nýjum stjórnendum Reykjalundar svigrúm til að takast á við verkefnin sem bíða, skapa starfsfrið á vinnustaðnum og ræða við hið opinbera um þjónustuna sem þar er veitt. „SÍBS lítur svo á að stjórnendur Reykjalundar hafi verið sjálfstæðir í störfum sínum á síðustu árum en vel má vera að ganga þurfi enn lengra til að greina rekstur endurhæfingarstarfseminnar frá annarri starfsemi SÍBS. Stjórn SÍBS mun ganga til þeirra viðræðna með bjartsýni og opnum huga.“Fréttin hefur verið uppfærð. Félagasamtök Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. 22. október 2019 20:15 Hugarfar segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða og aðstandendur þeirra, sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna uppsagna fyrrverandi framkvæmdarstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, og fyrrverandi yfirmanns lækninga, Magnúsar Ólasonar. 18. október 2019 23:36 Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar telur nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. 22. október 2019 20:52 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Stjórn SÍBS segist taka vel í hugmyndir Herdísar Guðmundsdóttur, setts forstjóra Reykjalundar, um sterkari aðskilnað stjórnarinnar frá starfsemi stofnunarinnar. Þá heldur stjórnin því fram að hún hafi ekki haft aðkomu að þeirri stefnumótun á Reykjalundi sem deilur síðustu vikna hafa snúist um.Sjá einnig: Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar SÍBS sem send er í kjölfar tilkynningar Herdísar til starfsmanna Reykjalundar. Mikil ólga hefur verið meðal starfsfólks stofnunarinnar eftir að stjórn SÍBS sagði upp forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga fyrir nokkrum vikum. Herdís sagðist telja nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar til að fyrirbyggja að atburðir síðustu vikna geti endurtekið sig. Þannig eigi félagasamtök ekki að hafa beina aðkomu að daglegri stjórn heilbrigðisstofnana. Hún hafi óskað eftir samtali við stjórn SÍBS um þessi mál en áríðandi sé að tillögur að breytingum verði leiddar til lykta innan sex mánaða. Ekki markmiðið að hlutast til um reksturinn Í yfirlýsingu SÍBS er sem áður segir lýst yfir „jákvæðni“ gagnvart þessum hugmyndum Herdísar. „SÍBS hefur það ekki að markmiði sínu að hlutast til um daglegan rekstur á Reykjalundi og vill það eitt að starfsemin þar fái að blómsta áfram. Stjórn SÍBS treystir því starfsfólki sem er á Reykjalundi og stjórnendum hans til að reka fyrsta flokks endurhæfingarstofnun sem þjónar skjólstæðingum sínum vel.“ Herdís Gunnarsdóttir var forstjóri Heilbrigðisstofununar Suðurlands og svo framkvæmdastjóri endurhæfingarsviðs Reykjalundar áður en hún tók tímabundið við starfi forstjóra. Til marks um þá afstöðu hafi stjórn SÍBS ekki haft aðkomu að stefnumótuninni á Reykjalundi sem deilurnar urðu að endingu um, „ólíkt því sem fram hefur komið“. „Eina hlutverk stjórnarinnar var að staðfesta nýtt skipurit sem staðfest hafði verið af framkvæmdastjórn Reykjalundar en sem í ljós kom að ekki reyndist sátt um á vinnustaðnum. Kom það stjórn SÍBS í opna skjöldu. Framhaldið þekkja allir,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. Magðalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, sagði í síðustu viku að upphaf ólgunnar á Reykjalundi hefði mátt rekja til téðra skipuritsbreytinga, sem framkvæmdastjórn Reykjalundar kynnti skömmu fyrir sumarlokun, svo og ráðning í nýtt starf framkvæmdastjóra endurhæfingarsviðs. Áðurnefnd Herdís, sem nú gegnir tímabundið stöðu forstjóra Reykjalundar, var ráðin í starfið og kynnt til leiks 23. ágúst síðastliðinn. Sjá einnig: Hugarfar segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi Í yfirlýsingu stjórnar SÍBS segir jafnframt að hún vilji gefa nýjum stjórnendum Reykjalundar svigrúm til að takast á við verkefnin sem bíða, skapa starfsfrið á vinnustaðnum og ræða við hið opinbera um þjónustuna sem þar er veitt. „SÍBS lítur svo á að stjórnendur Reykjalundar hafi verið sjálfstæðir í störfum sínum á síðustu árum en vel má vera að ganga þurfi enn lengra til að greina rekstur endurhæfingarstarfseminnar frá annarri starfsemi SÍBS. Stjórn SÍBS mun ganga til þeirra viðræðna með bjartsýni og opnum huga.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Félagasamtök Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. 22. október 2019 20:15 Hugarfar segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða og aðstandendur þeirra, sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna uppsagna fyrrverandi framkvæmdarstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, og fyrrverandi yfirmanns lækninga, Magnúsar Ólasonar. 18. október 2019 23:36 Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar telur nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. 22. október 2019 20:52 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. 22. október 2019 20:15
Hugarfar segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða og aðstandendur þeirra, sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna uppsagna fyrrverandi framkvæmdarstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, og fyrrverandi yfirmanns lækninga, Magnúsar Ólasonar. 18. október 2019 23:36
Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar telur nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. 22. október 2019 20:52