Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. október 2019 20:52 Herdís Gunnarsdóttir var forstjóri Heilbrigðisstofununar Suðurlands og svo framkvæmdastjóri endurhæfingarsviðs Reykjalundar áður en hún tók tímabundið við starfi forstjóra. Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar segir það ekki hafa verið auðvelda eða léttvæga ákvörðun að taka tímabundið við starfi forstjóra stofnunarinnar. Þá telur hún nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. Þetta kemur fram í tilkynningu Herdísar til starfsmanna Reykjalundar sem birt var í dag. Mikil ólga hefur verið meðal starfsfólks Reykjalundar eftir að stjórn SÍBS sagði upp forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga fyrir nokkrum vikum. Í tilkynningunni fer Herdís, sem tók tímabundið við stöðu forstjóra í kjölfar uppsagnanna, yfir þau viðfangsefni sem hún og framkvæmdastjórn Reykjalundar hafa einbeitt sér að síðustu daga. Framkvæmdastjórnin sé nú fullmönnuð en ljóst sé að enn ríki reiði meðal starfsfólks Reykjalundar eftir sviptingarnar fyrr í mánuðinum. Þá hafi Herdís sett fram tvær kröfur gagnvart stjórn SÍBS þegar hún tók tímabundið við starfi forstjóra, og fallist hafi verið á þær báðar. Annars vegar kröfu um að áheyrnarfulltrúi SÍBS myndi víkja úr framkvæmdastjórn. „Framkvæmdastjórn Reykjalundar er því algjörlega sjálfstæð og óháð aðkomu stjórnar SÍBS.“Sveinn Guðmundsson, formaður stjórnar SÍBS.VísirHins vegar að starf forstjóra yrði auglýst eins fljótt og auðið er og að stjórn SÍBS fengi hæfa aðila til að annast ráðningarferlið. Undirbúningur þess ferlis sé nú hafin. „Ég vil endurtaka, að þegar ég féllst á að taka tímabundið við starfi forstjóra var sú ákvörðun á engan hátt auðveld eða léttvæg. Ég tel hins vegar að ég geti lagt mitt að mörkum og langar að eiga þátt í því með ykkar hjálp að byggja hér hratt upp að nýju,“ segir í tilkynningu Herdísar. Þá hafi atburðir síðustu vikna vissulega haft áhrif á alla á Reykjalundi, og þar sé Herdís sjálf ekki undanskilin. Þá taki hún undir þau sjónarmið að félagasamtök eigi ekki að hafa beina aðkomu að daglegri stjórn heilbrigðisstofnana. „Til að fyrirbyggja að atburðir síðustu vikna geti endurtekið sig tel ég nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. SÍBS er vissulega eigandi Reykjalundar en það útlokar ekki að taka til skoðunar núverandi fyrirkomulag með hagsmuni sjúklinga, faglegrar starfsemi og starfsmanna að leiðarljósi. Ég hef óskað eftir samtali við stjórn SÍBS um þessi mál og tel afar áríðandi að tillögur að breyttu fyrirkomulagi verði leiddar til lykta á næstu 3-6 mánuðum.“ Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að tveir stjórnarmenn í stjórn SÍBS hafi bókað mótmæli við brottvikningu forstjóra Reykjalundar, Birgis Þórarinssonar, þegar málið var lagt fyrir stjórnina. Þá sagði talsmaður fagráðs Reykjalundar að allt starfsfólk Reykjalundar íhugi nú stöðu sína en sex læknar eru ýmist á förum eða hafa sagt upp störfum. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. 22. október 2019 20:15 Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27 Fordæma vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS Félag íslenskra endurhæfingarlækna fordæmir vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS gagnvart þeim Birgi Gunnarssyni og Magnúsi Ólasyni sem fyrirvaralaust var sagt upp störfum á Reykjalundi á dögunum. 16. október 2019 18:30 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar segir það ekki hafa verið auðvelda eða léttvæga ákvörðun að taka tímabundið við starfi forstjóra stofnunarinnar. Þá telur hún nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. Þetta kemur fram í tilkynningu Herdísar til starfsmanna Reykjalundar sem birt var í dag. Mikil ólga hefur verið meðal starfsfólks Reykjalundar eftir að stjórn SÍBS sagði upp forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga fyrir nokkrum vikum. Í tilkynningunni fer Herdís, sem tók tímabundið við stöðu forstjóra í kjölfar uppsagnanna, yfir þau viðfangsefni sem hún og framkvæmdastjórn Reykjalundar hafa einbeitt sér að síðustu daga. Framkvæmdastjórnin sé nú fullmönnuð en ljóst sé að enn ríki reiði meðal starfsfólks Reykjalundar eftir sviptingarnar fyrr í mánuðinum. Þá hafi Herdís sett fram tvær kröfur gagnvart stjórn SÍBS þegar hún tók tímabundið við starfi forstjóra, og fallist hafi verið á þær báðar. Annars vegar kröfu um að áheyrnarfulltrúi SÍBS myndi víkja úr framkvæmdastjórn. „Framkvæmdastjórn Reykjalundar er því algjörlega sjálfstæð og óháð aðkomu stjórnar SÍBS.“Sveinn Guðmundsson, formaður stjórnar SÍBS.VísirHins vegar að starf forstjóra yrði auglýst eins fljótt og auðið er og að stjórn SÍBS fengi hæfa aðila til að annast ráðningarferlið. Undirbúningur þess ferlis sé nú hafin. „Ég vil endurtaka, að þegar ég féllst á að taka tímabundið við starfi forstjóra var sú ákvörðun á engan hátt auðveld eða léttvæg. Ég tel hins vegar að ég geti lagt mitt að mörkum og langar að eiga þátt í því með ykkar hjálp að byggja hér hratt upp að nýju,“ segir í tilkynningu Herdísar. Þá hafi atburðir síðustu vikna vissulega haft áhrif á alla á Reykjalundi, og þar sé Herdís sjálf ekki undanskilin. Þá taki hún undir þau sjónarmið að félagasamtök eigi ekki að hafa beina aðkomu að daglegri stjórn heilbrigðisstofnana. „Til að fyrirbyggja að atburðir síðustu vikna geti endurtekið sig tel ég nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. SÍBS er vissulega eigandi Reykjalundar en það útlokar ekki að taka til skoðunar núverandi fyrirkomulag með hagsmuni sjúklinga, faglegrar starfsemi og starfsmanna að leiðarljósi. Ég hef óskað eftir samtali við stjórn SÍBS um þessi mál og tel afar áríðandi að tillögur að breyttu fyrirkomulagi verði leiddar til lykta á næstu 3-6 mánuðum.“ Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að tveir stjórnarmenn í stjórn SÍBS hafi bókað mótmæli við brottvikningu forstjóra Reykjalundar, Birgis Þórarinssonar, þegar málið var lagt fyrir stjórnina. Þá sagði talsmaður fagráðs Reykjalundar að allt starfsfólk Reykjalundar íhugi nú stöðu sína en sex læknar eru ýmist á förum eða hafa sagt upp störfum.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. 22. október 2019 20:15 Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27 Fordæma vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS Félag íslenskra endurhæfingarlækna fordæmir vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS gagnvart þeim Birgi Gunnarssyni og Magnúsi Ólasyni sem fyrirvaralaust var sagt upp störfum á Reykjalundi á dögunum. 16. október 2019 18:30 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. 22. október 2019 20:15
Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27
Fordæma vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS Félag íslenskra endurhæfingarlækna fordæmir vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS gagnvart þeim Birgi Gunnarssyni og Magnúsi Ólasyni sem fyrirvaralaust var sagt upp störfum á Reykjalundi á dögunum. 16. október 2019 18:30