Sjálfgert barnaníðsefni kemur sífellt oftar á borð lögreglu hér á landi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. október 2019 19:00 Sjálfgert barnaníðsefni, þar sem íslensk börn senda óprúttnum aðilum kynferðislegt myndefni af sér, kemur sífellt oftar á borð lögreglu hér á landi. Í kjölfarið er börnum oft hótað birtingu sendi þau ekki grófara efni. Dæmi eru um sjálfsvíg barna í Evrópu af þessum sökum. Barnaníð á netinu er þar sérstaklega gert að umtalsefni í nýútkominni skýrslu Europol þar sem kastljósinu er beint að netglæpum. Varað er sérstaklega við sjálfgerðu barnaníðsefni. Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður, segir að þetta eigi einnig við á Íslandi. „Við höfum verið að sjá í auknum mæli þetta sjálfgerða barnaníðsefni. Þar að segja að börn eru sjálf að taka af sér myndir og senda þá á einhvern félaga eða einhvern sem þeir halda að sé félagi en er fullorðinn einstaklingur og er þá að sækja sér þarna myndefni,“ segir Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Brotamaðurinn þykist þannig vera einhver annar, jafnaldri barnsins, og kynnist því í gegn um samfélagsmiðla eða leiki á netinu. „Þeir fá traust hjá börnunum en svo reyna þeir að fá eitthvað annað frá þeim um leið og það er komið. Fara að ganga lengra og lengra og lengra og fá frekara efni. Byrjar kannski sem eitthvað saklaust efni en svo kemur hótunin, ef þú sendir mér ekki grófara efni þá birti ég þetta efni,“ segir Daði. Hótanirnar hafi oft alvarlegar afleiðingar fyrir brotaþola í för með sér. „Eins og kemur fram í skýrslunni þá hefur þetta jafnvel orðið þess valdandi að börn hafa verið að fremja sjálfsvíg.“ Daði hefur því miklar áhyggjur af þróuninni. „Þetta er mjög alvarleg þróun og þetta er eitthvað sem fólk þarf að ræða við börnin sín og börn þurfa að vera meðvituð um. Það byrjar oft um ellefu ára aldur sem þyrfi að fara ræða þessi mál,“ segir Daði. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Sjálfgert barnaníðsefni, þar sem íslensk börn senda óprúttnum aðilum kynferðislegt myndefni af sér, kemur sífellt oftar á borð lögreglu hér á landi. Í kjölfarið er börnum oft hótað birtingu sendi þau ekki grófara efni. Dæmi eru um sjálfsvíg barna í Evrópu af þessum sökum. Barnaníð á netinu er þar sérstaklega gert að umtalsefni í nýútkominni skýrslu Europol þar sem kastljósinu er beint að netglæpum. Varað er sérstaklega við sjálfgerðu barnaníðsefni. Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður, segir að þetta eigi einnig við á Íslandi. „Við höfum verið að sjá í auknum mæli þetta sjálfgerða barnaníðsefni. Þar að segja að börn eru sjálf að taka af sér myndir og senda þá á einhvern félaga eða einhvern sem þeir halda að sé félagi en er fullorðinn einstaklingur og er þá að sækja sér þarna myndefni,“ segir Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Brotamaðurinn þykist þannig vera einhver annar, jafnaldri barnsins, og kynnist því í gegn um samfélagsmiðla eða leiki á netinu. „Þeir fá traust hjá börnunum en svo reyna þeir að fá eitthvað annað frá þeim um leið og það er komið. Fara að ganga lengra og lengra og lengra og fá frekara efni. Byrjar kannski sem eitthvað saklaust efni en svo kemur hótunin, ef þú sendir mér ekki grófara efni þá birti ég þetta efni,“ segir Daði. Hótanirnar hafi oft alvarlegar afleiðingar fyrir brotaþola í för með sér. „Eins og kemur fram í skýrslunni þá hefur þetta jafnvel orðið þess valdandi að börn hafa verið að fremja sjálfsvíg.“ Daði hefur því miklar áhyggjur af þróuninni. „Þetta er mjög alvarleg þróun og þetta er eitthvað sem fólk þarf að ræða við börnin sín og börn þurfa að vera meðvituð um. Það byrjar oft um ellefu ára aldur sem þyrfi að fara ræða þessi mál,“ segir Daði.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira