Dæmdir fyrir peningaþvætti og kannabisræktun en komu undan stærstum hluta gróðans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2019 09:00 Frá Héraðsdómi Austurlands á Egilstöðum þar sem málið var til meðferðar. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn á Austfjörðum hafa verið dæmdir í tíu mánaða fangelsi, skilorðsbundið að stærstum hluta, fyrir ræktun á kannabisplöntum, sölu og dreifingu á fíkniefnum og peningaþvætti. Talið er að þeir hafi hagnast um fleiri milljónir króna en aðeins brot af fjármununum var gert upptækt. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands í síðustu viku. Það var í september í fyrra sem lögregla handtók tvo karlmenn og raunar sambýliskonur þeirra líka eftir að rannsókn hafði staðið yfir í nokkurn tíma á kannabisrækt. Svo fór að aðeins karlmennirnir voru ákærðir og játuðu þeir báðir brot sín. Í þeim fólst ræktun á 46 kannabisplöntum í iðnaðarhúsnæði á Austfjörðum, ræktun á 13 plöntum í bíl sem var geymdur í sama húsnæði og að lokum 74 plöntur í gámi nokkrum. Helmingur plantnanna var tæplega metri á hæð en helmingurinn undir hálfum metra. Milljónir horfnar af bankreikningum Mennirnir voru hvor fyrir sig ákærðir fyrir peningaþvætti. Annar með því að hafa fram að handtökunni í september í fyrra tekið við, aflað sér, geymt og eða umbreytt ávinningi af sölu og dreifingu fíkniefnanna um 7,3 milljónum króna. Hluti fjármunanna fannst við leit í bíl hans, rúmlega hálf milljón króna, rúmlega 400 þúsund krónur á reikningi eiginkonu hans og að lokum rúmlega sex milljónir króna á hans reikningi.Hinn karlmaðurinn hafði rúmlega 7,8 milljónir króna upp úr peningaþvættinu. Þarf af var stærstur hlutinn rúmlega sjö milljónir króna inni á bankareikningi hans.Var gerð krafa um að þeir fjármunir sem fundust yrðu gerðir upptækir. Féllst dómurinn á það. Hins vegar var stærstur hluti fjármunanna, sá sem var inni á bankareikningi mannanna, horfinn þegar lögregla greip til aðgerða. Því nam upphæðin sem gerð var upptæk á aðra milljón króna að endingu en ekki rúmlega fimmtán milljónum sem ákært var og sakfellt fyrir í peningaþvættisanga málsins.Auk þess voru gerð upptæk ýmis tæki sem nýtt voru við ræktunina s.s. viftur, grópurlampar, loftblásari, ræktunarlampar og fleira.Fallið frá ákæru gegn betri helmingum Sem fyrr segir voru konur mannanna sömuleiðis ákærðar í málinu en fallið var frá ákæru á hendur þeim við meðferð málsins fyrir dómstólum. Þá lá meðal annars fyrir yfirlýsing annarrar konunnar í málinu.Fyrir dómi játuðu mennirnir tveir skýlaust brot sín eins og þeim var lýst í ákæru. Hvorugur hafði áður gerst sekur um refsingu og með hliðsjón af því var ákveðið að tíu mánaða fangelsi, þar af átta mánuðir skilorðsbundnir, væri hæfileg refsing. Dómsmál Fíkn Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Tveir karlmenn á Austfjörðum hafa verið dæmdir í tíu mánaða fangelsi, skilorðsbundið að stærstum hluta, fyrir ræktun á kannabisplöntum, sölu og dreifingu á fíkniefnum og peningaþvætti. Talið er að þeir hafi hagnast um fleiri milljónir króna en aðeins brot af fjármununum var gert upptækt. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands í síðustu viku. Það var í september í fyrra sem lögregla handtók tvo karlmenn og raunar sambýliskonur þeirra líka eftir að rannsókn hafði staðið yfir í nokkurn tíma á kannabisrækt. Svo fór að aðeins karlmennirnir voru ákærðir og játuðu þeir báðir brot sín. Í þeim fólst ræktun á 46 kannabisplöntum í iðnaðarhúsnæði á Austfjörðum, ræktun á 13 plöntum í bíl sem var geymdur í sama húsnæði og að lokum 74 plöntur í gámi nokkrum. Helmingur plantnanna var tæplega metri á hæð en helmingurinn undir hálfum metra. Milljónir horfnar af bankreikningum Mennirnir voru hvor fyrir sig ákærðir fyrir peningaþvætti. Annar með því að hafa fram að handtökunni í september í fyrra tekið við, aflað sér, geymt og eða umbreytt ávinningi af sölu og dreifingu fíkniefnanna um 7,3 milljónum króna. Hluti fjármunanna fannst við leit í bíl hans, rúmlega hálf milljón króna, rúmlega 400 þúsund krónur á reikningi eiginkonu hans og að lokum rúmlega sex milljónir króna á hans reikningi.Hinn karlmaðurinn hafði rúmlega 7,8 milljónir króna upp úr peningaþvættinu. Þarf af var stærstur hlutinn rúmlega sjö milljónir króna inni á bankareikningi hans.Var gerð krafa um að þeir fjármunir sem fundust yrðu gerðir upptækir. Féllst dómurinn á það. Hins vegar var stærstur hluti fjármunanna, sá sem var inni á bankareikningi mannanna, horfinn þegar lögregla greip til aðgerða. Því nam upphæðin sem gerð var upptæk á aðra milljón króna að endingu en ekki rúmlega fimmtán milljónum sem ákært var og sakfellt fyrir í peningaþvættisanga málsins.Auk þess voru gerð upptæk ýmis tæki sem nýtt voru við ræktunina s.s. viftur, grópurlampar, loftblásari, ræktunarlampar og fleira.Fallið frá ákæru gegn betri helmingum Sem fyrr segir voru konur mannanna sömuleiðis ákærðar í málinu en fallið var frá ákæru á hendur þeim við meðferð málsins fyrir dómstólum. Þá lá meðal annars fyrir yfirlýsing annarrar konunnar í málinu.Fyrir dómi játuðu mennirnir tveir skýlaust brot sín eins og þeim var lýst í ákæru. Hvorugur hafði áður gerst sekur um refsingu og með hliðsjón af því var ákveðið að tíu mánaða fangelsi, þar af átta mánuðir skilorðsbundnir, væri hæfileg refsing.
Dómsmál Fíkn Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira