Ekki á hverjum degi sem sagnfræðingur fær að vera viðstaddur krýningarathöfn Japanskeisara Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. október 2019 12:44 Íslensku forsetahjónin munu færa Japanskeisara heillaóskir frá íslensku þjóðinni þegar þau sækja hátíðarkvöldverð, Naruhito til heiðurs. Í morgun fór fram krýningarhátíð Naruhito Japanskeisara. Íslensku forsetahjónin, ásamt minnst hundrað og áttatíu þjóðarleiðtogum, voru viðstödd athöfnina. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að það hafi verið forvitnilegt fyrir sig, ekki síst sem sagnfræðing, að fá að vera viðstaddur sögulegt augnablik þegar Naruhito tók við að föður sínum Akihito. „Þetta gerist auðvitað ekki á hverjum degi þannig að athöfnin var mjög virðuleg og söguleg, skulum við segja. Naruhito, tekur við af Akihito föður sínum sem lifir enn í hárri elli en sagði af sér keisaratign í apríl. Keisarinn þar á undan, var afi núverandi keisara, Hirohito sem var keisari Japana lungann úr 20. öldinni þannig að þetta var virkilega söguleg stund og virðuleg, en látlaus um leið,“ segir Guðni sem staddur er í Tokyo. Viðstaddir krýningarhátíðina voru minnst hundrað og áttatíu þjóðarleiðtogar, ýmist þjóðhöfðingjar eða fulltrúar landa sinna. „Það er nú kvöld hér í Japan. Nú tekur við kvöldverður þar sem við Elísa konan mín, náum að heilsa upp á Japanskeisara og keisaraynju og færa þeim heillaóskir okkar og íslensku þjóðarinnar.“ Guðni segir að ýmis sóknarfæri séu fyrir hendi í eflingu viðskipta landanna tveggja. Íslensk stjórnvöld hafi lengi unnið að því að glæða áhuga Japana á fríverslunarsamningi. „Það má hugsa ýmislegt hér í heimi viðskiptanna. Japanar hafa mikinn áhuga á íslenskri menningu, okkar bókmenntaarfi og ýmsum tengingum við Íslands, svo ekki sé minnst á ferðamennsku. Það er gott að geta lagt sitt af mörkum til tryggja og efla enn frekar samskipti ríkjanna.“ Forseti Íslands Japan Tengdar fréttir Guðni og Eliza á leið til Japan vegna krýningar Naruhito tekur við embættinu af föður sínum Akihito sem hefur afsalað sér krúninni. 17. október 2019 10:45 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Fleiri fréttir Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Sjá meira
Í morgun fór fram krýningarhátíð Naruhito Japanskeisara. Íslensku forsetahjónin, ásamt minnst hundrað og áttatíu þjóðarleiðtogum, voru viðstödd athöfnina. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að það hafi verið forvitnilegt fyrir sig, ekki síst sem sagnfræðing, að fá að vera viðstaddur sögulegt augnablik þegar Naruhito tók við að föður sínum Akihito. „Þetta gerist auðvitað ekki á hverjum degi þannig að athöfnin var mjög virðuleg og söguleg, skulum við segja. Naruhito, tekur við af Akihito föður sínum sem lifir enn í hárri elli en sagði af sér keisaratign í apríl. Keisarinn þar á undan, var afi núverandi keisara, Hirohito sem var keisari Japana lungann úr 20. öldinni þannig að þetta var virkilega söguleg stund og virðuleg, en látlaus um leið,“ segir Guðni sem staddur er í Tokyo. Viðstaddir krýningarhátíðina voru minnst hundrað og áttatíu þjóðarleiðtogar, ýmist þjóðhöfðingjar eða fulltrúar landa sinna. „Það er nú kvöld hér í Japan. Nú tekur við kvöldverður þar sem við Elísa konan mín, náum að heilsa upp á Japanskeisara og keisaraynju og færa þeim heillaóskir okkar og íslensku þjóðarinnar.“ Guðni segir að ýmis sóknarfæri séu fyrir hendi í eflingu viðskipta landanna tveggja. Íslensk stjórnvöld hafi lengi unnið að því að glæða áhuga Japana á fríverslunarsamningi. „Það má hugsa ýmislegt hér í heimi viðskiptanna. Japanar hafa mikinn áhuga á íslenskri menningu, okkar bókmenntaarfi og ýmsum tengingum við Íslands, svo ekki sé minnst á ferðamennsku. Það er gott að geta lagt sitt af mörkum til tryggja og efla enn frekar samskipti ríkjanna.“
Forseti Íslands Japan Tengdar fréttir Guðni og Eliza á leið til Japan vegna krýningar Naruhito tekur við embættinu af föður sínum Akihito sem hefur afsalað sér krúninni. 17. október 2019 10:45 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Fleiri fréttir Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Sjá meira
Guðni og Eliza á leið til Japan vegna krýningar Naruhito tekur við embættinu af föður sínum Akihito sem hefur afsalað sér krúninni. 17. október 2019 10:45