Dómarar í Svíþjóð mæta í viðtöl eftir leiki og líka þótt þeir geri stór mistök Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2019 15:00 Kristoffer Karlsson er FIFA-dómari. Getty/Michael Campanella Íslenskir fótboltadómarar mega ekki verja eða tjá sig um sýnar ákvarðanir í leikjum en þetta er allt öðru vísi hjá frændum okkar í Svíþjóð. Sænski dómarinn Kristoffer Karlsson viðurkenndi mistök sín skömmu eftir toppslag í sænsku deildinni í gærkvöldi. Kristoffer Karlsson dæmdi leik Djurgården og IFK Gautaborg sem skiptu miklu máli í baráttunni um sænska meistaratitilinn. Djurgården-liðið vann leikinn 1-0 en IFK Gautaborg átti að fá dæmda vítaspyrnu. Dómarar í Svíþjóð mæta í viðtöl eftir leiki sem þeir dæma en hér á Íslandi mega þeir ekki tjá sig eftir leiki sem þeir dæma. „Ég missti af þessu atviki og þetta var rangt hjá mér. Ég er vonsvikinn með þessa ákvörðun hjá mér," sagði Karlsson í viðtalinu eftir leik en í Svíþjóð geta dómarar mætt í viðtöl eftir leik og útskýrt ákvarðanir sínar. Það má sjá viðtalið hér. Gautaborg-liðið átti að fá vítaspyrnu þegar Jacob Une Larsson felldi Giorgij Charaisjvili. Karlsson dómari dæmdi ekkert og viðurkenndi mistök sín fúslega eftir leik. Afsökun Kalrsson var sú að hann hélt að Giorgij Charaisjvili hefði runnið á vellinum en sjónvarpsmyndavélarnar sýndu það greinilega að Jacob Une Larsson sparkaði hann niður. Leikmenn IFK Gautaborg gátu verið svekktir yfir þessu sem og að sigurmark Djurgården kom eftir hornspyrnu sem átti aldrei að vera dæmd þar sem það var rangstaða í aðdraganda hennar. Þessi sigur þýðir að Djurgården er komið með þriggja stiga forskot á toppnum en Hammarby, Malmö og AIK eru öll þremur stigum á eftir toppliðinu þegar tvær umferðir eru eftir. Sænski boltinn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Sjá meira
Íslenskir fótboltadómarar mega ekki verja eða tjá sig um sýnar ákvarðanir í leikjum en þetta er allt öðru vísi hjá frændum okkar í Svíþjóð. Sænski dómarinn Kristoffer Karlsson viðurkenndi mistök sín skömmu eftir toppslag í sænsku deildinni í gærkvöldi. Kristoffer Karlsson dæmdi leik Djurgården og IFK Gautaborg sem skiptu miklu máli í baráttunni um sænska meistaratitilinn. Djurgården-liðið vann leikinn 1-0 en IFK Gautaborg átti að fá dæmda vítaspyrnu. Dómarar í Svíþjóð mæta í viðtöl eftir leiki sem þeir dæma en hér á Íslandi mega þeir ekki tjá sig eftir leiki sem þeir dæma. „Ég missti af þessu atviki og þetta var rangt hjá mér. Ég er vonsvikinn með þessa ákvörðun hjá mér," sagði Karlsson í viðtalinu eftir leik en í Svíþjóð geta dómarar mætt í viðtöl eftir leik og útskýrt ákvarðanir sínar. Það má sjá viðtalið hér. Gautaborg-liðið átti að fá vítaspyrnu þegar Jacob Une Larsson felldi Giorgij Charaisjvili. Karlsson dómari dæmdi ekkert og viðurkenndi mistök sín fúslega eftir leik. Afsökun Kalrsson var sú að hann hélt að Giorgij Charaisjvili hefði runnið á vellinum en sjónvarpsmyndavélarnar sýndu það greinilega að Jacob Une Larsson sparkaði hann niður. Leikmenn IFK Gautaborg gátu verið svekktir yfir þessu sem og að sigurmark Djurgården kom eftir hornspyrnu sem átti aldrei að vera dæmd þar sem það var rangstaða í aðdraganda hennar. Þessi sigur þýðir að Djurgården er komið með þriggja stiga forskot á toppnum en Hammarby, Malmö og AIK eru öll þremur stigum á eftir toppliðinu þegar tvær umferðir eru eftir.
Sænski boltinn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Sjá meira