Mest spennandi nýliði NBA í langan tíma missir af byrjun tímabilsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2019 11:30 Zion Williamson. Getty/Jonathan Bachman Körfuboltaáhugafólk hefur beðið spennt eftir því að sjá nýliðann Zion Williamson spreyta sig meðal þeirra bestu í NBA-deildinni í körfubolta. NBA-deildin hefst í kvöld en þar verður enginn Zion sem byrjar tímabilið á meiðslalistanum. Zion Williamson fór í gær í aðgerð á hné eftir að hann meiddist á liðþófa á undirbúningstímabilinu. Williamson verður frá í sex til átta vikur og gæti misst af allt að 30 fyrstu leikjum New Orleans Pelicans. New Orleans Pelicans valdi hann fyrstan í nýliðavalinu í sumar en það var enginn vafi á því að hann færi fyrstur.The number one draft pick Zion Williamson will miss the start of the NBA season for the New Orleans Pelicans after having knee surgery. More here https://t.co/KeEeC3qCEBpic.twitter.com/WExUdXcDAE — BBC Sport (@BBCSport) October 22, 2019 Zion Williamson er fyrir löngu orðinn einn þekktasti íþróttamaður Bandaríkjanna þrátt fyrir að hafa ekki spilað leik sem atvinnumaður. Hann var aðeins í eitt ár hjá Duke háskólanum en hafði áður orðið stjarna á samfélags- og netmiðlum fyrir stórkostlega tilþrif sín á körfuboltavellinum í menntaskóla. Á eina tímabilinu sínu með Duke þá var Zion Williamson með 22,6 stig að meðaltali í leik. Hann er stór og mikill strákur en með gríðarlegan sprengikraft. Þá er hann mjög góður í körfubolta líka. Zion Williamson stóð sig vel á undirbúningstímabilinu og því var það mjög svekkjandi fyrir marga þegar hann meiddist.Six weeks would sideline Zion for 20 games. Eight weeks would make it closer to 30 — Marc Stein (@TheSteinLine) October 21, 2019Það hafa hins vegar margir af því áhyggjur hvort svona stór og mikill skrokkur geti ráðið við álagið í NBA-deildinni og þessi óheppilega byrjun ýtir vissulega undir þær raddir. Fyrsti leikur New Orleans Pelicans er í kvöld á móti NBA-meisturum Toronto Raptors en þarna átti Zion að taka sín fyrstu skref á móti sjálfum meisturunum. Hinn leikur kvöldsins er á milli Los Angeles liðanna Lakers og Clippers. NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Sjá meira
Körfuboltaáhugafólk hefur beðið spennt eftir því að sjá nýliðann Zion Williamson spreyta sig meðal þeirra bestu í NBA-deildinni í körfubolta. NBA-deildin hefst í kvöld en þar verður enginn Zion sem byrjar tímabilið á meiðslalistanum. Zion Williamson fór í gær í aðgerð á hné eftir að hann meiddist á liðþófa á undirbúningstímabilinu. Williamson verður frá í sex til átta vikur og gæti misst af allt að 30 fyrstu leikjum New Orleans Pelicans. New Orleans Pelicans valdi hann fyrstan í nýliðavalinu í sumar en það var enginn vafi á því að hann færi fyrstur.The number one draft pick Zion Williamson will miss the start of the NBA season for the New Orleans Pelicans after having knee surgery. More here https://t.co/KeEeC3qCEBpic.twitter.com/WExUdXcDAE — BBC Sport (@BBCSport) October 22, 2019 Zion Williamson er fyrir löngu orðinn einn þekktasti íþróttamaður Bandaríkjanna þrátt fyrir að hafa ekki spilað leik sem atvinnumaður. Hann var aðeins í eitt ár hjá Duke háskólanum en hafði áður orðið stjarna á samfélags- og netmiðlum fyrir stórkostlega tilþrif sín á körfuboltavellinum í menntaskóla. Á eina tímabilinu sínu með Duke þá var Zion Williamson með 22,6 stig að meðaltali í leik. Hann er stór og mikill strákur en með gríðarlegan sprengikraft. Þá er hann mjög góður í körfubolta líka. Zion Williamson stóð sig vel á undirbúningstímabilinu og því var það mjög svekkjandi fyrir marga þegar hann meiddist.Six weeks would sideline Zion for 20 games. Eight weeks would make it closer to 30 — Marc Stein (@TheSteinLine) October 21, 2019Það hafa hins vegar margir af því áhyggjur hvort svona stór og mikill skrokkur geti ráðið við álagið í NBA-deildinni og þessi óheppilega byrjun ýtir vissulega undir þær raddir. Fyrsti leikur New Orleans Pelicans er í kvöld á móti NBA-meisturum Toronto Raptors en þarna átti Zion að taka sín fyrstu skref á móti sjálfum meisturunum. Hinn leikur kvöldsins er á milli Los Angeles liðanna Lakers og Clippers.
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Sjá meira