Mest spennandi nýliði NBA í langan tíma missir af byrjun tímabilsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2019 11:30 Zion Williamson. Getty/Jonathan Bachman Körfuboltaáhugafólk hefur beðið spennt eftir því að sjá nýliðann Zion Williamson spreyta sig meðal þeirra bestu í NBA-deildinni í körfubolta. NBA-deildin hefst í kvöld en þar verður enginn Zion sem byrjar tímabilið á meiðslalistanum. Zion Williamson fór í gær í aðgerð á hné eftir að hann meiddist á liðþófa á undirbúningstímabilinu. Williamson verður frá í sex til átta vikur og gæti misst af allt að 30 fyrstu leikjum New Orleans Pelicans. New Orleans Pelicans valdi hann fyrstan í nýliðavalinu í sumar en það var enginn vafi á því að hann færi fyrstur.The number one draft pick Zion Williamson will miss the start of the NBA season for the New Orleans Pelicans after having knee surgery. More here https://t.co/KeEeC3qCEBpic.twitter.com/WExUdXcDAE — BBC Sport (@BBCSport) October 22, 2019 Zion Williamson er fyrir löngu orðinn einn þekktasti íþróttamaður Bandaríkjanna þrátt fyrir að hafa ekki spilað leik sem atvinnumaður. Hann var aðeins í eitt ár hjá Duke háskólanum en hafði áður orðið stjarna á samfélags- og netmiðlum fyrir stórkostlega tilþrif sín á körfuboltavellinum í menntaskóla. Á eina tímabilinu sínu með Duke þá var Zion Williamson með 22,6 stig að meðaltali í leik. Hann er stór og mikill strákur en með gríðarlegan sprengikraft. Þá er hann mjög góður í körfubolta líka. Zion Williamson stóð sig vel á undirbúningstímabilinu og því var það mjög svekkjandi fyrir marga þegar hann meiddist.Six weeks would sideline Zion for 20 games. Eight weeks would make it closer to 30 — Marc Stein (@TheSteinLine) October 21, 2019Það hafa hins vegar margir af því áhyggjur hvort svona stór og mikill skrokkur geti ráðið við álagið í NBA-deildinni og þessi óheppilega byrjun ýtir vissulega undir þær raddir. Fyrsti leikur New Orleans Pelicans er í kvöld á móti NBA-meisturum Toronto Raptors en þarna átti Zion að taka sín fyrstu skref á móti sjálfum meisturunum. Hinn leikur kvöldsins er á milli Los Angeles liðanna Lakers og Clippers. NBA Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
Körfuboltaáhugafólk hefur beðið spennt eftir því að sjá nýliðann Zion Williamson spreyta sig meðal þeirra bestu í NBA-deildinni í körfubolta. NBA-deildin hefst í kvöld en þar verður enginn Zion sem byrjar tímabilið á meiðslalistanum. Zion Williamson fór í gær í aðgerð á hné eftir að hann meiddist á liðþófa á undirbúningstímabilinu. Williamson verður frá í sex til átta vikur og gæti misst af allt að 30 fyrstu leikjum New Orleans Pelicans. New Orleans Pelicans valdi hann fyrstan í nýliðavalinu í sumar en það var enginn vafi á því að hann færi fyrstur.The number one draft pick Zion Williamson will miss the start of the NBA season for the New Orleans Pelicans after having knee surgery. More here https://t.co/KeEeC3qCEBpic.twitter.com/WExUdXcDAE — BBC Sport (@BBCSport) October 22, 2019 Zion Williamson er fyrir löngu orðinn einn þekktasti íþróttamaður Bandaríkjanna þrátt fyrir að hafa ekki spilað leik sem atvinnumaður. Hann var aðeins í eitt ár hjá Duke háskólanum en hafði áður orðið stjarna á samfélags- og netmiðlum fyrir stórkostlega tilþrif sín á körfuboltavellinum í menntaskóla. Á eina tímabilinu sínu með Duke þá var Zion Williamson með 22,6 stig að meðaltali í leik. Hann er stór og mikill strákur en með gríðarlegan sprengikraft. Þá er hann mjög góður í körfubolta líka. Zion Williamson stóð sig vel á undirbúningstímabilinu og því var það mjög svekkjandi fyrir marga þegar hann meiddist.Six weeks would sideline Zion for 20 games. Eight weeks would make it closer to 30 — Marc Stein (@TheSteinLine) October 21, 2019Það hafa hins vegar margir af því áhyggjur hvort svona stór og mikill skrokkur geti ráðið við álagið í NBA-deildinni og þessi óheppilega byrjun ýtir vissulega undir þær raddir. Fyrsti leikur New Orleans Pelicans er í kvöld á móti NBA-meisturum Toronto Raptors en þarna átti Zion að taka sín fyrstu skref á móti sjálfum meisturunum. Hinn leikur kvöldsins er á milli Los Angeles liðanna Lakers og Clippers.
NBA Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira