Dómari sem átti að dæma undanúrslitaleik á HM sendur heim eftir vafasama myndatöku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2019 12:30 Jaco Peyper með rauða sjaldið á lofti. Gdetty/Shaun Botterill Dómarinn Jaco Peyper tók afar slæma ákvörðun eftir síðasta leik sem hann dæmdi og sú ákvörðun mun kosta hann það að fá að dæma undanúrslitaleik á HM í rúgbý. Jaco Peyper, sem er frá Suður-Afríku, átti að dæma undanúrslitaleik Englands og Nýja Sjálands, en ekkert verður nú af því. Ástæðan er mynd sem var tekin af Jaco Peyper með stuðningsmönnum Wales eftir leik Frakklands og Wales í átta liða úrslitunum.Jaco Peyper will not referee a World Cup semi-final after mocking sent-off France lock Sebastien Vahaamahina in a picture with Wales fans. More https://t.co/kIowEZSzzDpic.twitter.com/c9Jg6gWQXI — BBC Sport (@BBCSport) October 22, 2019 Jaco Peyper hafði nokkrum tímum áður sent Frakkann Sébastien Vahaamahina af velli með rautt spjald og Wales vann leikinn með minnsta mun, 20-19. Sébastien Vahaamahina fékk rautt fyrir að gefa Walesverjanum Aaron Wainwright olnbogaskot. Á myndinni með Jaco Peyper og stuðningsmönnum Wales, sjást bæði dómarinn og stuðningsmennirnir leika það eftir að gefa manni olnbogaskot í hökuna eins og umræddur Vahaamahina varð uppvís að í leiknum. Umræddur leikur var 50. landsleikurinn sem Peyper dæmdi á ferlinum. Daginn eftir tilkynnti Sébastien Vahaamahina að hann væri hættur. Sú ákvörðun tengdist þó ekki rauða spjaldinu. Franska rúgbý sambandið var allt annað en ánægt með myndatökuna og menn þar innanborðs kölluðu hana sjokkerandi. Flest allir geta verið sammála um það að hún er mjög vafasöm enda tekin aðeins nokkrum tímum eftir að Jaco Peyper hafði dæmt leik hjá Wales. Jaco Peyper var búinn að biðjast afsökunar fyrir myndatökuna og var fyllilega sammála því að hún væri ekki við hæfi þó hann hafi ekki áttað sig á því á þeim tíma. Það breytir því þó ekki að hann missti undanúrslitaleikinn og dæmir ekki fleiri leik á HM í rúgbý. Rugby Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Dómarinn Jaco Peyper tók afar slæma ákvörðun eftir síðasta leik sem hann dæmdi og sú ákvörðun mun kosta hann það að fá að dæma undanúrslitaleik á HM í rúgbý. Jaco Peyper, sem er frá Suður-Afríku, átti að dæma undanúrslitaleik Englands og Nýja Sjálands, en ekkert verður nú af því. Ástæðan er mynd sem var tekin af Jaco Peyper með stuðningsmönnum Wales eftir leik Frakklands og Wales í átta liða úrslitunum.Jaco Peyper will not referee a World Cup semi-final after mocking sent-off France lock Sebastien Vahaamahina in a picture with Wales fans. More https://t.co/kIowEZSzzDpic.twitter.com/c9Jg6gWQXI — BBC Sport (@BBCSport) October 22, 2019 Jaco Peyper hafði nokkrum tímum áður sent Frakkann Sébastien Vahaamahina af velli með rautt spjald og Wales vann leikinn með minnsta mun, 20-19. Sébastien Vahaamahina fékk rautt fyrir að gefa Walesverjanum Aaron Wainwright olnbogaskot. Á myndinni með Jaco Peyper og stuðningsmönnum Wales, sjást bæði dómarinn og stuðningsmennirnir leika það eftir að gefa manni olnbogaskot í hökuna eins og umræddur Vahaamahina varð uppvís að í leiknum. Umræddur leikur var 50. landsleikurinn sem Peyper dæmdi á ferlinum. Daginn eftir tilkynnti Sébastien Vahaamahina að hann væri hættur. Sú ákvörðun tengdist þó ekki rauða spjaldinu. Franska rúgbý sambandið var allt annað en ánægt með myndatökuna og menn þar innanborðs kölluðu hana sjokkerandi. Flest allir geta verið sammála um það að hún er mjög vafasöm enda tekin aðeins nokkrum tímum eftir að Jaco Peyper hafði dæmt leik hjá Wales. Jaco Peyper var búinn að biðjast afsökunar fyrir myndatökuna og var fyllilega sammála því að hún væri ekki við hæfi þó hann hafi ekki áttað sig á því á þeim tíma. Það breytir því þó ekki að hann missti undanúrslitaleikinn og dæmir ekki fleiri leik á HM í rúgbý.
Rugby Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira