Eru fyrst og fremst að taka til Ari Brynjólfsson skrifar 22. október 2019 06:00 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, með reglugerðirnar 1.090 sem hann felldi úr gildi í gær og grínaðist með að brenna. Um er að ræða úreltar reglugerðir sem hafa litla þýðingu í dag. Fréttablaðið/Anton Brink „Við erum með þyngsta eftirlitskerfi innan OECD, það er ekki vænlegt til árangurs. Það er sameiginlegt verkefni að laga það og þess vegna erum við að keyra þetta verkefni í gang,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Á blaðamannafundi í gær kynnti hún aðgerðir til að einfalda regluverk ásamt Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í síðustu viku var opinberað frumvarp, svokallaður bandormur, þar sem felldir eru á brott heilu lagabálkarnir. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Þórdís Kolbrún einnig lagt fram frumvarp um breytta samkeppnislöggjöf með það að markmiði að einfalda framkvæmd og auka skilvirkni. Það frumvarp er þó óskylt þessum breytingum á regluverkinu, en í stóru myndinni er þetta sama verkefnið. „Ég er mjög meðvituð um að það verða tvö atriði í frumvarpinu sérstaklega gagnrýnd, varðandi markaðsrannsóknir og varðandi áfrýjunarheimild, ef þú tekur þær tvær út fyrir sviga þá eru aðrar tillögur gerðar til að létta á eftirlitinu, stytta málsmeðferðartíma og forgangsraða,“ segir Þórdís Kolbrún. Aðspurð hvort hún búist við tregðu í kerfinu við svo miklar breytingar segist Þórdís Kolbrún ekki hafa fundið fyrir slíku enn. „Við erum að vinna þetta með undirstofnunum og það er alveg skýrt hvert við viljum fara. Ég held að það sé samhljómur um að það sé ekki óþarfa regluverk, svo getur okkur greint á um hvað er óþarfi og hvað ekki.“Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra “Ég held að það sé samhljómur um að það sé ekki óþarfa regluverk, svo getur okkur greint á hvað er óþarfa og hvað ekki.”Reglugerðarbreytingarnar í gær eru fyrsta skrefið í átt að því að einfalda regluverkið. Næsta skref er frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. „Þriðji áfanginn er sá flóknasti, hann snýr að eftirlitsreglunum sem eru nú í gangi í laga- og regluverkinu sem fyrirtæki eiga að starfa eftir. Þar erum við komin á fullt í samráði við bæði stofnanirnar okkar og atvinnulífið,“ segir Kristján Þór. Mun það frumvarp koma fram í lok næsta árs. „Við í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu erum með flókið regluverk, bæði í reglugerðum og lögum, og ekki síður í leyfisveitingum undirstofnana. Við ætlum að taka til í þessum efnum og einfalda sem mest það umhverfi sem atvinnurekstrinum er ætlað að starfa innan, við erum að stíga fyrsta skrefið í þá átt,“ segir Kristján Þór. Ekki er þó um að ræða neinar grundvallarbreytingar. „Við erum fyrst og fremst að taka til, henda út úreltu regluverki sem hefur engan tilgang, hefur bara hangið inni í kerfinu.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins binda ráðherrarnir vonir við að önnur ráðuneyti ráðist í sams konar aðgerðir, þá sérstaklega þau sem stjórnað er af öðrum Sjálfstæðismönnum. Einnig er vonast til að sveitarstjórnarstigið taki þessar aðgerðir til sín og einfaldi eigið regluverk. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Nema á brott 1090 reglugerðir og 16 lagabálka Aðgerðirnar eru liður í stóru verkefni um einföldun regluverksins. 21. október 2019 11:19 Áfrýjunarheimild Samkeppniseftirlitsins afnumin Samkvæmt nýju frumvarpi ráðherra um breytingar á samkeppnislöggjöfinni verður það á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að meta hvort þau megi eiga í samstarfi. Heimild eftirlitsins um að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar til dómst 21. október 2019 06:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
„Við erum með þyngsta eftirlitskerfi innan OECD, það er ekki vænlegt til árangurs. Það er sameiginlegt verkefni að laga það og þess vegna erum við að keyra þetta verkefni í gang,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Á blaðamannafundi í gær kynnti hún aðgerðir til að einfalda regluverk ásamt Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í síðustu viku var opinberað frumvarp, svokallaður bandormur, þar sem felldir eru á brott heilu lagabálkarnir. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Þórdís Kolbrún einnig lagt fram frumvarp um breytta samkeppnislöggjöf með það að markmiði að einfalda framkvæmd og auka skilvirkni. Það frumvarp er þó óskylt þessum breytingum á regluverkinu, en í stóru myndinni er þetta sama verkefnið. „Ég er mjög meðvituð um að það verða tvö atriði í frumvarpinu sérstaklega gagnrýnd, varðandi markaðsrannsóknir og varðandi áfrýjunarheimild, ef þú tekur þær tvær út fyrir sviga þá eru aðrar tillögur gerðar til að létta á eftirlitinu, stytta málsmeðferðartíma og forgangsraða,“ segir Þórdís Kolbrún. Aðspurð hvort hún búist við tregðu í kerfinu við svo miklar breytingar segist Þórdís Kolbrún ekki hafa fundið fyrir slíku enn. „Við erum að vinna þetta með undirstofnunum og það er alveg skýrt hvert við viljum fara. Ég held að það sé samhljómur um að það sé ekki óþarfa regluverk, svo getur okkur greint á um hvað er óþarfi og hvað ekki.“Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra “Ég held að það sé samhljómur um að það sé ekki óþarfa regluverk, svo getur okkur greint á hvað er óþarfa og hvað ekki.”Reglugerðarbreytingarnar í gær eru fyrsta skrefið í átt að því að einfalda regluverkið. Næsta skref er frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. „Þriðji áfanginn er sá flóknasti, hann snýr að eftirlitsreglunum sem eru nú í gangi í laga- og regluverkinu sem fyrirtæki eiga að starfa eftir. Þar erum við komin á fullt í samráði við bæði stofnanirnar okkar og atvinnulífið,“ segir Kristján Þór. Mun það frumvarp koma fram í lok næsta árs. „Við í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu erum með flókið regluverk, bæði í reglugerðum og lögum, og ekki síður í leyfisveitingum undirstofnana. Við ætlum að taka til í þessum efnum og einfalda sem mest það umhverfi sem atvinnurekstrinum er ætlað að starfa innan, við erum að stíga fyrsta skrefið í þá átt,“ segir Kristján Þór. Ekki er þó um að ræða neinar grundvallarbreytingar. „Við erum fyrst og fremst að taka til, henda út úreltu regluverki sem hefur engan tilgang, hefur bara hangið inni í kerfinu.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins binda ráðherrarnir vonir við að önnur ráðuneyti ráðist í sams konar aðgerðir, þá sérstaklega þau sem stjórnað er af öðrum Sjálfstæðismönnum. Einnig er vonast til að sveitarstjórnarstigið taki þessar aðgerðir til sín og einfaldi eigið regluverk.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Nema á brott 1090 reglugerðir og 16 lagabálka Aðgerðirnar eru liður í stóru verkefni um einföldun regluverksins. 21. október 2019 11:19 Áfrýjunarheimild Samkeppniseftirlitsins afnumin Samkvæmt nýju frumvarpi ráðherra um breytingar á samkeppnislöggjöfinni verður það á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að meta hvort þau megi eiga í samstarfi. Heimild eftirlitsins um að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar til dómst 21. október 2019 06:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Nema á brott 1090 reglugerðir og 16 lagabálka Aðgerðirnar eru liður í stóru verkefni um einföldun regluverksins. 21. október 2019 11:19
Áfrýjunarheimild Samkeppniseftirlitsins afnumin Samkvæmt nýju frumvarpi ráðherra um breytingar á samkeppnislöggjöfinni verður það á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að meta hvort þau megi eiga í samstarfi. Heimild eftirlitsins um að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar til dómst 21. október 2019 06:00