Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2019 20:21 Kelduskóla-Korpu verður að óbreyttu lokað nái tillaga meirihlutans fram að ganga. Fréttablaðið/Ernir Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg fyrr í dag kom fram að til standi að leggja niður skólastarf í Korpu og þess í stað verði tveir skólar í norðanverðum Grafarvogi fyrir nemendur í 1. til 7. bekk og einn skóli fyrir 8.-10. bekk. Breytingarnar taki gildi frá og með næsta skólaári 2020. Tillagan verður lögð fyrir á fundi skóla- og frístundaráðs borgarinnar. Sjá einnig: Skólahald í Korpu mun leggjast af „Það sem er verið að gera núna, þeir eru að fara gegn gildandi deiliskipulagi,“ segir Ingvar í samtali við Vísi. Það liggi fyrir samkvæmt deiliskipulagi að skóli eigi að vera í hverfinu og því þyrfti að breyta deiliskipulagi áður en tekin sé ákvörðun um að loka skólanum. „Þetta er svo glórulaust allt saman,“ bætir Ingvar við. Í tilkynningunni er haft eftir Skúla Helgasyni, formanni skóla- og frístundaráðs að staðreyndin sé sú „að nemendum í Korpu hefur fækkað verulega undanfarinn áratug.“ Þar séu nú einungis 59 börn og þeim hafi farið fækkandi á síðustu sjö árum. Þetta segir Ingvar vera óheiðarlega og ranga framsetningu þar sem ástæðuna fyrir fækkun barna í skólanum megi einfaldlega rekja til fyrri ákvarðana borgaryfirvalda um að sameina skóla og færa börn um skóla milli hverfa. Í Korpu búi um 150 börn á grunnskólaaldri samkvæmt þjóðskrá að sögn Ingvars, ástæðan fyrir því að aðeins séu 59 börn í skólanum sé sú að borgin hafi áður tekið ákvörðun um að hin börnin gengju í skóla annars staðar. Bæði foreldrar og nemendur við skólann, þeirra á meðal dóttir Ingvars, hafi sent borgarfulltrúum meirihlutans bréf en viðbrögðin hafi verið dræm. Þá séu hann og aðrir foreldrar miður sín yfir þessari ákvörðun borgaryfirvalda.Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs.Í samtali við fréttastofu segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, að miðað sé við að breytingarnar taki gildi á næsta skólaári og það sé forsenda fyrir breytingunum að gerðar verði samgöngubætur. „Nú ætlum við að eyða óvissunni og koma inn með tillögu sem að tryggir stöðugleika í þessu hverfi. Þá verði þarna til þrír öflugir skólar í framtíðinni með svona 260 til 270 börn í hverjum skóla,“ segir Skúli. Spurður hvort nægt samráð hafi verið átt við íbúana segir Skúli að tillagan byggi á niðurstöðum starfshóps þar sem íbúar, foreldrar, kennarar og skólastjórar og nemendur voru áttu aðkomu. Starfshópurinn skilaði tveimur tillögum, annars vegar um að einni deild yrði lokað eða hins vegar að ráðast í mikla uppbyggingu til að fjölga íbúum í hverfinu. Umhverfis- og skipulagssvið komst að þeirri niðurstöðu að hin fyrrnefnda væri raunhæfari kostur. Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Sjá meira
Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg fyrr í dag kom fram að til standi að leggja niður skólastarf í Korpu og þess í stað verði tveir skólar í norðanverðum Grafarvogi fyrir nemendur í 1. til 7. bekk og einn skóli fyrir 8.-10. bekk. Breytingarnar taki gildi frá og með næsta skólaári 2020. Tillagan verður lögð fyrir á fundi skóla- og frístundaráðs borgarinnar. Sjá einnig: Skólahald í Korpu mun leggjast af „Það sem er verið að gera núna, þeir eru að fara gegn gildandi deiliskipulagi,“ segir Ingvar í samtali við Vísi. Það liggi fyrir samkvæmt deiliskipulagi að skóli eigi að vera í hverfinu og því þyrfti að breyta deiliskipulagi áður en tekin sé ákvörðun um að loka skólanum. „Þetta er svo glórulaust allt saman,“ bætir Ingvar við. Í tilkynningunni er haft eftir Skúla Helgasyni, formanni skóla- og frístundaráðs að staðreyndin sé sú „að nemendum í Korpu hefur fækkað verulega undanfarinn áratug.“ Þar séu nú einungis 59 börn og þeim hafi farið fækkandi á síðustu sjö árum. Þetta segir Ingvar vera óheiðarlega og ranga framsetningu þar sem ástæðuna fyrir fækkun barna í skólanum megi einfaldlega rekja til fyrri ákvarðana borgaryfirvalda um að sameina skóla og færa börn um skóla milli hverfa. Í Korpu búi um 150 börn á grunnskólaaldri samkvæmt þjóðskrá að sögn Ingvars, ástæðan fyrir því að aðeins séu 59 börn í skólanum sé sú að borgin hafi áður tekið ákvörðun um að hin börnin gengju í skóla annars staðar. Bæði foreldrar og nemendur við skólann, þeirra á meðal dóttir Ingvars, hafi sent borgarfulltrúum meirihlutans bréf en viðbrögðin hafi verið dræm. Þá séu hann og aðrir foreldrar miður sín yfir þessari ákvörðun borgaryfirvalda.Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs.Í samtali við fréttastofu segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, að miðað sé við að breytingarnar taki gildi á næsta skólaári og það sé forsenda fyrir breytingunum að gerðar verði samgöngubætur. „Nú ætlum við að eyða óvissunni og koma inn með tillögu sem að tryggir stöðugleika í þessu hverfi. Þá verði þarna til þrír öflugir skólar í framtíðinni með svona 260 til 270 börn í hverjum skóla,“ segir Skúli. Spurður hvort nægt samráð hafi verið átt við íbúana segir Skúli að tillagan byggi á niðurstöðum starfshóps þar sem íbúar, foreldrar, kennarar og skólastjórar og nemendur voru áttu aðkomu. Starfshópurinn skilaði tveimur tillögum, annars vegar um að einni deild yrði lokað eða hins vegar að ráðast í mikla uppbyggingu til að fjölga íbúum í hverfinu. Umhverfis- og skipulagssvið komst að þeirri niðurstöðu að hin fyrrnefnda væri raunhæfari kostur.
Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Sjá meira