Skólahald í Korpu mun leggjast af Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2019 16:10 Nemendum Kelduskóla hefur fækkað í starfsstöðinni í Korpu síðustu ár. Fréttablaðið/Ernir Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. Tillagan verður lögð fyrir á fundi ráðsins á morgun en með henni er lagt til að tveir skólar verði í norðanverðum Grafarvogi fyrir nemendur í 1. til 7. bekk, annars vegar í Borgarhverfi og hins vegar í Engjahverfi. Þá verður einn sameiginlegur skóli á unglingastigi fyrir 8. til 10. bekk. Talið er að með þessu sparist um 200 milljónir á ári. Að sögn Skúla Helgasonar, formanns skóla- og frístundaráðs, er markmið tillögunnar að styrkja skóla- og frístundastarf í hverfinu og að bregðast við stöðugri fækkun nemenda sem þar hefur verið á umliðnum árum. Áform um breytingar á skipulagi grunnskóla í hverfinu hafa verið umdeild líkt og fréttastofa hefur fjallað um áður.Sjá einnig: Vilja að rekstur grunnskóla í Staðahverfi verði tryggður til frambúðar Með breytingunum er gert ráð fyrir að á bilinu 260-270 nemendur yrðu í hverjum skóla. Skólahald myndi með þessu leggjast af í Korpu en nemendum boðin skólavist í Engjaskóla þar sem öll yngri börn á skólaaldri myndu ganga í sama skóla. Þá er gert ráð fyrir að tryggður verði skólaakstur eða strætókort til frjálsra afnota þar til fjöldi nemenda í Staðahverfi hefur náð 150 nemendum í aldurshópnum 6 til 12 ára. Með tillögunni er að sögn Skúla verið að bregðast við fækkun nemenda og er talið óábyrgt af borginni að halda úti rekstri skóla sem ekki eru sjálfbærar einingar. Þá verði sameinaður unglingaskóli í Vík svokallaður „nýsköpunarskóli“ þar sem lögð verði áhersla meðal annars á frumkvöðlanám, fjölbreytta sköpun og gagnrýni. „Staðreyndin er sú að nemendum í Korpu hefur fækkað verulega undanfarinn áratug, þar eru nú einungis 59 börn og hefur fækkað um meira en helming á síðastliðnum sjö árum,“ er haft eftir Skúla í tilkynningu frá borginni. Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. Tillagan verður lögð fyrir á fundi ráðsins á morgun en með henni er lagt til að tveir skólar verði í norðanverðum Grafarvogi fyrir nemendur í 1. til 7. bekk, annars vegar í Borgarhverfi og hins vegar í Engjahverfi. Þá verður einn sameiginlegur skóli á unglingastigi fyrir 8. til 10. bekk. Talið er að með þessu sparist um 200 milljónir á ári. Að sögn Skúla Helgasonar, formanns skóla- og frístundaráðs, er markmið tillögunnar að styrkja skóla- og frístundastarf í hverfinu og að bregðast við stöðugri fækkun nemenda sem þar hefur verið á umliðnum árum. Áform um breytingar á skipulagi grunnskóla í hverfinu hafa verið umdeild líkt og fréttastofa hefur fjallað um áður.Sjá einnig: Vilja að rekstur grunnskóla í Staðahverfi verði tryggður til frambúðar Með breytingunum er gert ráð fyrir að á bilinu 260-270 nemendur yrðu í hverjum skóla. Skólahald myndi með þessu leggjast af í Korpu en nemendum boðin skólavist í Engjaskóla þar sem öll yngri börn á skólaaldri myndu ganga í sama skóla. Þá er gert ráð fyrir að tryggður verði skólaakstur eða strætókort til frjálsra afnota þar til fjöldi nemenda í Staðahverfi hefur náð 150 nemendum í aldurshópnum 6 til 12 ára. Með tillögunni er að sögn Skúla verið að bregðast við fækkun nemenda og er talið óábyrgt af borginni að halda úti rekstri skóla sem ekki eru sjálfbærar einingar. Þá verði sameinaður unglingaskóli í Vík svokallaður „nýsköpunarskóli“ þar sem lögð verði áhersla meðal annars á frumkvöðlanám, fjölbreytta sköpun og gagnrýni. „Staðreyndin er sú að nemendum í Korpu hefur fækkað verulega undanfarinn áratug, þar eru nú einungis 59 börn og hefur fækkað um meira en helming á síðastliðnum sjö árum,“ er haft eftir Skúla í tilkynningu frá borginni.
Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira