Í þessu einstaka og nærgöngula viðtali sem tekið var upp í september síðastliðinn ræðir Piers við Ronaldo um fábrotin uppvaxtarár hans í Madeira í Portúgal. Ronaldo sýnir á sér afar viðkvæma hlið þegar hann sér áður óséð myndbrot af föður Ronaldos sem Piers hafði áskotnast. Raunar grét Ronaldo þegar hann sjá myndbrotið og sagðist aldrei áður hafa grátið í viðtali.
Hann ræðir um samkeppnina milli hans og Lionels Messi og hvað það þarf til að vera enn í sínu besta formi og meðal þeirra bestu í heiminum í sínu fagi kominn á fertugsaldurinn.
Þá greindi hann Piers frá því að hjólhestaspyrnumarkið hans með Real Madrid gegn Juventus væri hans besta á ferlinum, án nokkurs vafa.
Piers ræðir við hann um hvaða áhrif þessar alvarlegu ásakanir höfðu á hann og fjölskyldu hans.
Þetta er í fyrsta skipti sem Ronaldo veitir viðtal af þessu tagi og leyfir áhorfendum að skyggnast inn í líf sitt á svona einlægan hátt.
Þátturinn er nú aðgengilegur á Stöð 2 Frelsi og væntanlegur á Stöð 2 Maraþon. Hann verður síðan sýndu á Stöð 2 Sport annað kvöld klukkan 21:30.