Grealish vekur nú athygli á réttum forsendum Hjörvar Ólafsson skrifar 21. október 2019 11:30 Jack Grealish. Getty/Neville Williams Jack Grealish var í broddi fylkingar í endurkomu Aston Villa á móti Brighton í níundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla um helgina. Grealish jafnaði metin fyrir nýliðana og átti svo stoðsendinguna í sigurmarki Aston Villa sem Matt Targett skoraði. Aston Villa hefur nú haft betur í tveimur leikjum í röð í deildinni og er enn fremur taplaust í síðustu þremur leikjum sínum. Uppskeran eftir níu umferðir er 11 stig sem þýðir að liðið situr í 11. sæti deildarinnar. Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 2015 sem Aston Villa fer með sigur af hólmi í tveimur deildarleikjum í röð í efstu deild. Þetta var annað mark Grealish í deildinni á yfirstandandi leiktíð en hann hefur þar að auki lagt upp þrjú mörk fyrir samherja sína. Hann hefur því komið að þriðjungi marka Aston Villa í vetur en hann er þar að auki oft sá sem hefur álitlegar sóknir liðsins af miðsvæðinu. Þessi 24 ára gamli sóknartengiliður hefur þráfaldlega verði orðaður við brottför frá Aston Villa til stærri liða í gegnum tíðina en hann hélt tryggð við uppeldisfélag sitt og ætlar nú að sjá til þess að liðið festi sig í sessi í efstu deild. Grealish hefur ávallt stutt Aston Villa og hóf að æfa með liðinu sex ára gamall. Það var svo 13 árum síðar sem Grealish lék sinn fyrsta deildarleik fyrir liðið en þá kom hann inn á fyrir Ryan Bertrand í tapi gegn Manchester City. Tæpu ári síðar hóf hann sinn fyrsta leik fyrir Aston Villa og vorið 2015 átti hann stórleik þegar liðið lagði Liverpool að velli í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar. Grealish lagði upp sigurmark Fabian Delph. Hann spilaði svo allan leikinn þegar Aston laut í lægra haldi fyrir Arsenal í úrslitaleiknum.Getty/Neville WilliamsRataði á síður fjölmiðlanna vegna uppátækja sinna Honum fylgdu einnig vandræði utan vallar og Tim Sheerwood sem þá var knattspyrnustjóri Aston Villa kom sínum manni til varnar þegar enskir fjölmiðlar birtu mynd af honum að anda að sér hláturgasi vorið 2015. Öllu jákvæðari fregnir bárust hins vegar af honum um haustið sama ár þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Aston Villa. Keppnistímabilið 2015 til 2016 er hins vegar tímabil sem Grealish vill sennilega gleyma þar sem hann spilaði 16 deildarleiki á þeirri leiktíð og beið ósigur í þeim öllum. Aston Villa féll vorið 2016 en liðið hafnaði í neðsta sæti deildarinnar. Tímabilið þar á eftir byrjaði ekki gæfulega hjá Grealish þar sem hann var nappaður í partýi sem dróst fram á morgun á hóteli í Birmingham og Tony Xia, þáverandi eigandi Aston Villa, skammaði hann á Twitter-síðu sinni. Skömmu síðar var Grealish svo úrskurðaður í þriggja leikja bann fyrir að traðka á Conor Coady, leikmanni Wolves, í leik liðanna. Leiktíðina 2017 til 2018 mistókst Aston Villa svo að komast upp í efstu deild og vegna fjárhagsvandræða liðsins var talið að félagið þyrfti að selja Grealish og fleiri lykilleikmenn liðins. Grealish þakkaði stuðningsmönnum Aston Villa fyrir að loknum síðasta leik þess tímabils með þeim hætti að talið var að hann væri á förum frá félaginu. Forráðamenn Tottenham Hotspur voru taldir hafa klófest kappann og tryggt sér þjónustu hans. Grealish ákvað þó að halda kyrru fyrir hjá Aston Villa og hjálpa liðinu að komast aftur upp í deild þeirra bestu. Sé horft í kristalskúluna má sjá fyrir sér að Tottenham Hotspur muni líta til Grealish á nýjan leik ef Christian Eriksen fer frá Lundúnaliðinu. Þá er spurning hvort hjartað ráði för eða hann ákveði að færa sig yfir í lið þar sem hann á möguleika á að leika í Meistaradeild Evrópu og berjast um titla.Getty/Alex LiveseyFærist nær enska landsliðinu með góðri spilamennsku Eftir sveiflukennt gengi á síðasta tímabili fór aftur á móti að birta til hjá Aston Villa síðastliðið vor. Grealish var í mars fyrr á þessu ári gerður að fyrirliða liðsins og hann leiddi liðið upp í úrvalsdeildina þar sem liðið hefur bara plumað sig vel. Það er augljóst þegar horft er á leiki Aston Villa að Grealish er annt um félag sitt og þráir það heitt að liði sínu gangi vel. Hann er óþreytandi við að hlaupa og djöflast í andstæðingum sínum þegar Aston Villa er ekki með boltann. Að sama skapi er Grealish ávallt boðinn og búinn að fá boltann þegar samherjar hans hafa hann. Þá er Grealish sífellt að freista þess að skapa usla með klókum og vel útfærðum hlaupum sínum með og án bolta. Grealish sem á kost á að leika með írska landsliðinu hefur gefið það út að hann vilji leika fyrir England. Eftir að James Maddison virðist hafa klúðrað tækifæri sínu hjá enska landsliðinu með því að tilkynna veikindi í síðustu verkefnum liðsins og nást svo á mynd á spilavíti sama kvöld og enska liðið var að spila er líklegt að Gareth Southgate þjálfari Englands muni líta til Grealish næst þegar hann velur landsliðshóp. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Jack Grealish var í broddi fylkingar í endurkomu Aston Villa á móti Brighton í níundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla um helgina. Grealish jafnaði metin fyrir nýliðana og átti svo stoðsendinguna í sigurmarki Aston Villa sem Matt Targett skoraði. Aston Villa hefur nú haft betur í tveimur leikjum í röð í deildinni og er enn fremur taplaust í síðustu þremur leikjum sínum. Uppskeran eftir níu umferðir er 11 stig sem þýðir að liðið situr í 11. sæti deildarinnar. Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 2015 sem Aston Villa fer með sigur af hólmi í tveimur deildarleikjum í röð í efstu deild. Þetta var annað mark Grealish í deildinni á yfirstandandi leiktíð en hann hefur þar að auki lagt upp þrjú mörk fyrir samherja sína. Hann hefur því komið að þriðjungi marka Aston Villa í vetur en hann er þar að auki oft sá sem hefur álitlegar sóknir liðsins af miðsvæðinu. Þessi 24 ára gamli sóknartengiliður hefur þráfaldlega verði orðaður við brottför frá Aston Villa til stærri liða í gegnum tíðina en hann hélt tryggð við uppeldisfélag sitt og ætlar nú að sjá til þess að liðið festi sig í sessi í efstu deild. Grealish hefur ávallt stutt Aston Villa og hóf að æfa með liðinu sex ára gamall. Það var svo 13 árum síðar sem Grealish lék sinn fyrsta deildarleik fyrir liðið en þá kom hann inn á fyrir Ryan Bertrand í tapi gegn Manchester City. Tæpu ári síðar hóf hann sinn fyrsta leik fyrir Aston Villa og vorið 2015 átti hann stórleik þegar liðið lagði Liverpool að velli í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar. Grealish lagði upp sigurmark Fabian Delph. Hann spilaði svo allan leikinn þegar Aston laut í lægra haldi fyrir Arsenal í úrslitaleiknum.Getty/Neville WilliamsRataði á síður fjölmiðlanna vegna uppátækja sinna Honum fylgdu einnig vandræði utan vallar og Tim Sheerwood sem þá var knattspyrnustjóri Aston Villa kom sínum manni til varnar þegar enskir fjölmiðlar birtu mynd af honum að anda að sér hláturgasi vorið 2015. Öllu jákvæðari fregnir bárust hins vegar af honum um haustið sama ár þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Aston Villa. Keppnistímabilið 2015 til 2016 er hins vegar tímabil sem Grealish vill sennilega gleyma þar sem hann spilaði 16 deildarleiki á þeirri leiktíð og beið ósigur í þeim öllum. Aston Villa féll vorið 2016 en liðið hafnaði í neðsta sæti deildarinnar. Tímabilið þar á eftir byrjaði ekki gæfulega hjá Grealish þar sem hann var nappaður í partýi sem dróst fram á morgun á hóteli í Birmingham og Tony Xia, þáverandi eigandi Aston Villa, skammaði hann á Twitter-síðu sinni. Skömmu síðar var Grealish svo úrskurðaður í þriggja leikja bann fyrir að traðka á Conor Coady, leikmanni Wolves, í leik liðanna. Leiktíðina 2017 til 2018 mistókst Aston Villa svo að komast upp í efstu deild og vegna fjárhagsvandræða liðsins var talið að félagið þyrfti að selja Grealish og fleiri lykilleikmenn liðins. Grealish þakkaði stuðningsmönnum Aston Villa fyrir að loknum síðasta leik þess tímabils með þeim hætti að talið var að hann væri á förum frá félaginu. Forráðamenn Tottenham Hotspur voru taldir hafa klófest kappann og tryggt sér þjónustu hans. Grealish ákvað þó að halda kyrru fyrir hjá Aston Villa og hjálpa liðinu að komast aftur upp í deild þeirra bestu. Sé horft í kristalskúluna má sjá fyrir sér að Tottenham Hotspur muni líta til Grealish á nýjan leik ef Christian Eriksen fer frá Lundúnaliðinu. Þá er spurning hvort hjartað ráði för eða hann ákveði að færa sig yfir í lið þar sem hann á möguleika á að leika í Meistaradeild Evrópu og berjast um titla.Getty/Alex LiveseyFærist nær enska landsliðinu með góðri spilamennsku Eftir sveiflukennt gengi á síðasta tímabili fór aftur á móti að birta til hjá Aston Villa síðastliðið vor. Grealish var í mars fyrr á þessu ári gerður að fyrirliða liðsins og hann leiddi liðið upp í úrvalsdeildina þar sem liðið hefur bara plumað sig vel. Það er augljóst þegar horft er á leiki Aston Villa að Grealish er annt um félag sitt og þráir það heitt að liði sínu gangi vel. Hann er óþreytandi við að hlaupa og djöflast í andstæðingum sínum þegar Aston Villa er ekki með boltann. Að sama skapi er Grealish ávallt boðinn og búinn að fá boltann þegar samherjar hans hafa hann. Þá er Grealish sífellt að freista þess að skapa usla með klókum og vel útfærðum hlaupum sínum með og án bolta. Grealish sem á kost á að leika með írska landsliðinu hefur gefið það út að hann vilji leika fyrir England. Eftir að James Maddison virðist hafa klúðrað tækifæri sínu hjá enska landsliðinu með því að tilkynna veikindi í síðustu verkefnum liðsins og nást svo á mynd á spilavíti sama kvöld og enska liðið var að spila er líklegt að Gareth Southgate þjálfari Englands muni líta til Grealish næst þegar hann velur landsliðshóp.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira