Sakar Gagnaveituna um rangfærslur og blekkingar 31. október 2019 18:28 Fjarskiptafyrirtækin Míla og Gagnaveitan skjóta hvort á annað vegna ljósleiðaratenginga. Fjarskiptafyrirtækið Míla sakar keppinaut sinn Gagnaveitu Reykjavíkur (GR) um rangfærslur og blekkingar varðandi ásakanir þess um að tæknimenn Mílu aftengi og rífi niður búnað GR á heimilum. Fyrirtækið ætlar að senda formlega kvörtun undan GR til Neytendastofu. Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri GR, hélt því fram í dag að borið hafi á því að Míla aftengdi ljósleiðara GR þegar tæknimenn settu upp búnað á heimilum. Fullyrti hann að þannig takmarkaði Míla val neytenda og samkeppni í fjarskiptainnviðum. Óþarfi væri að aftengja ljósleiðarann og það gæti valdið viðskiptavinum óþarfa raski og jafnvel tjóni. Vísaði Erling til þess að Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefði ákveðið fyrir nokkrum vikum að bannað væri að taka annan ljósleiðaraþráð úr sambandi þegar heimili hefði tvo. Í yfirlýsingu sem Jón Ríkharður Kristjánsson, forstjóri Mílu, sendi frá sér vegna ummæla Erlings segir að PFS hafi ákvarðað að Gagnaveitan hafi gengið frá þúsundum tenginga í húsum á höfuðborgarsvæðinu með ólögmætum hætti. Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hafi staðfest þá niðurstöðu. „Þau mál sem PFS hefur úrskurðað um snúast um tengingar við inntak ljósleiðara í kjallara fjölbýlishúsa. Þær niðurstöður hefur GR nú tekið og tengt í tilkynningu sinni til fjölmiðla við umfjöllun um ljósleiðarabox sem eru inni í íbúð hjá notendum. Hið rétta er þó að engin mál sem varða box inni í íbúðum hafa verið til umfjöllunar hjá PFS,“ segir Jón Ríkharður í yfirlýsingunni. Telur Jón Ríkharður að GR stundi blekkingar með því láta notendur halda að ákvörðun PFS eigi við um box inni í íbúðum. Það sé vísvitandi rangfærsla sem sé til þess fallin að kasta rýrð á vörumerki Mílu sem samkeppnisaðila GR. Míla ætli að kvarta formlega til Neytendastofu vegna þess.Jón Ríkharð Kristjánsson, framkvæmdastjóri Mílu.MílaBiðja húseigendur að hafa varann á gagnvart GR Fullyrðir Míla að fyrirtækið hafi undanfarin ár unnið að því að greiða úr ólöglegum tengingum GR. Í þeirri vinnu hafi mat tæknimanna um hvernig skuli standa að verkiekki farið saman við mat PFS í „örfá skipti“. Þar sem ólöglegu lagnirnar séu til staðar verði ekki komist hjá því að aftengja ljósleiðarabox inni hjá notendum því annars sé ekki hægt að tengja viðskiptavini. Sums staðar sé ekki pláss fyrir tvö box og því þurfi að taka annað niður, óháð því hver eigi boxið sem er fyrir. „Staðan er því sú að þegar aðstæður útheimta hefur GR tekið niður box Mílu rétt eins og Míla hefur tekið niður box GR. Rétt er að taka fram að samkvæmt verðskrá GR kostar það notanda 15.580 kr. að fá GR til að taka niður boxið. Það kann að vera hvati fyrir íbúðareigendur til að biðja fagmenn Mílu um að gera þetta enda hefur húseigandi rétt á að ákveða hvað er uppsett í hans íbúð. Míla mun ítreka fyrir starfsmönnum og samstarfsaðilum að taka ekki niður box annarra nema húseigandi óski þess sérstaklega,“ segir í yfirlýsingu Mílu. Þá segir í yfirlýsingunni að full ástæða sé til að brýna fyrir húseigendum að „hafa varann á þegar kemur að frágangi innanhússlagna á vegum GR“. „Mikilvægt er að krefjast þess að frágangur GR sé í samræmi við reglur því húseigandinn ber ábyrgð á lögninni og mun þurfa að bera kostnaðinn ef þarf að lagfæra hana,“ segir í henni. Fjarskipti Neytendur Tengdar fréttir Dæmi um að Míla aftengi og rífi niður búnað samkeppnisaðila á heimilum Framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur segir töluvert um að samkeppnisaðilinn Míla aftengi ljósleiðara gagnaveitunnar og taki jafnvel niður búnað inni á heimilum án þess að húsráðendur viti það. Þetta hamli samkeppni og geti valdið fólki óþarfa raski og jafnvel kostnaði. 31. október 2019 12:00 Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Fjarskiptafyrirtækið Míla sakar keppinaut sinn Gagnaveitu Reykjavíkur (GR) um rangfærslur og blekkingar varðandi ásakanir þess um að tæknimenn Mílu aftengi og rífi niður búnað GR á heimilum. Fyrirtækið ætlar að senda formlega kvörtun undan GR til Neytendastofu. Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri GR, hélt því fram í dag að borið hafi á því að Míla aftengdi ljósleiðara GR þegar tæknimenn settu upp búnað á heimilum. Fullyrti hann að þannig takmarkaði Míla val neytenda og samkeppni í fjarskiptainnviðum. Óþarfi væri að aftengja ljósleiðarann og það gæti valdið viðskiptavinum óþarfa raski og jafnvel tjóni. Vísaði Erling til þess að Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefði ákveðið fyrir nokkrum vikum að bannað væri að taka annan ljósleiðaraþráð úr sambandi þegar heimili hefði tvo. Í yfirlýsingu sem Jón Ríkharður Kristjánsson, forstjóri Mílu, sendi frá sér vegna ummæla Erlings segir að PFS hafi ákvarðað að Gagnaveitan hafi gengið frá þúsundum tenginga í húsum á höfuðborgarsvæðinu með ólögmætum hætti. Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hafi staðfest þá niðurstöðu. „Þau mál sem PFS hefur úrskurðað um snúast um tengingar við inntak ljósleiðara í kjallara fjölbýlishúsa. Þær niðurstöður hefur GR nú tekið og tengt í tilkynningu sinni til fjölmiðla við umfjöllun um ljósleiðarabox sem eru inni í íbúð hjá notendum. Hið rétta er þó að engin mál sem varða box inni í íbúðum hafa verið til umfjöllunar hjá PFS,“ segir Jón Ríkharður í yfirlýsingunni. Telur Jón Ríkharður að GR stundi blekkingar með því láta notendur halda að ákvörðun PFS eigi við um box inni í íbúðum. Það sé vísvitandi rangfærsla sem sé til þess fallin að kasta rýrð á vörumerki Mílu sem samkeppnisaðila GR. Míla ætli að kvarta formlega til Neytendastofu vegna þess.Jón Ríkharð Kristjánsson, framkvæmdastjóri Mílu.MílaBiðja húseigendur að hafa varann á gagnvart GR Fullyrðir Míla að fyrirtækið hafi undanfarin ár unnið að því að greiða úr ólöglegum tengingum GR. Í þeirri vinnu hafi mat tæknimanna um hvernig skuli standa að verkiekki farið saman við mat PFS í „örfá skipti“. Þar sem ólöglegu lagnirnar séu til staðar verði ekki komist hjá því að aftengja ljósleiðarabox inni hjá notendum því annars sé ekki hægt að tengja viðskiptavini. Sums staðar sé ekki pláss fyrir tvö box og því þurfi að taka annað niður, óháð því hver eigi boxið sem er fyrir. „Staðan er því sú að þegar aðstæður útheimta hefur GR tekið niður box Mílu rétt eins og Míla hefur tekið niður box GR. Rétt er að taka fram að samkvæmt verðskrá GR kostar það notanda 15.580 kr. að fá GR til að taka niður boxið. Það kann að vera hvati fyrir íbúðareigendur til að biðja fagmenn Mílu um að gera þetta enda hefur húseigandi rétt á að ákveða hvað er uppsett í hans íbúð. Míla mun ítreka fyrir starfsmönnum og samstarfsaðilum að taka ekki niður box annarra nema húseigandi óski þess sérstaklega,“ segir í yfirlýsingu Mílu. Þá segir í yfirlýsingunni að full ástæða sé til að brýna fyrir húseigendum að „hafa varann á þegar kemur að frágangi innanhússlagna á vegum GR“. „Mikilvægt er að krefjast þess að frágangur GR sé í samræmi við reglur því húseigandinn ber ábyrgð á lögninni og mun þurfa að bera kostnaðinn ef þarf að lagfæra hana,“ segir í henni.
Fjarskipti Neytendur Tengdar fréttir Dæmi um að Míla aftengi og rífi niður búnað samkeppnisaðila á heimilum Framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur segir töluvert um að samkeppnisaðilinn Míla aftengi ljósleiðara gagnaveitunnar og taki jafnvel niður búnað inni á heimilum án þess að húsráðendur viti það. Þetta hamli samkeppni og geti valdið fólki óþarfa raski og jafnvel kostnaði. 31. október 2019 12:00 Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Dæmi um að Míla aftengi og rífi niður búnað samkeppnisaðila á heimilum Framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur segir töluvert um að samkeppnisaðilinn Míla aftengi ljósleiðara gagnaveitunnar og taki jafnvel niður búnað inni á heimilum án þess að húsráðendur viti það. Þetta hamli samkeppni og geti valdið fólki óþarfa raski og jafnvel kostnaði. 31. október 2019 12:00