Vill fækka frídögum grunnskólabarna um tíu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. október 2019 17:33 Tillögunni er ætlað að koma til móts við fjölskyldur og atvinnulíf. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu í borgarráði um að fækka frídögum árlega í skólakerfinu um tíu. Hún segir að tillögunni sé ætlað að koma til móts við fjölskyldur og atvinnulíf. Um mikilvæga jafnréttisaðgerð sé að ræða því reynslan sýni að konur taki enn aukna ábyrgð á barnauppeldi og eru líklegri til að hverfa frá vinnu vegna frídaga barna. Hildur greindi frá þessu á Facebook síðu sinni. „Frídagar grunnskólabarna í Reykjavík eru samanlagt 73 árlega, að undanskildum lögbundnum frídögum. Systkini á tveimur skólastigum eiga samanlagt 79 frídaga árlega. Foreldrar á almennum vinnumarkaði eiga flestir 24 frídaga árlega. Það þarf ekki langskólagenginn stærðfræðing til að sjá þær áskoranir sem mæta fjölskyldufólki við skipulag hversdagsins,“ segir Hildur. Atvinnurekendur lendi ekki síður í vanda vegna þeirra ráðstafana sem gera þurfi vegna fjarveru foreldra frá vinnu. Hildur hyggst útfæra tillöguna með þeim hætti að skipulags- og starfsdagar yrðu betur samræmdir innan borgarhverfa á milli skólastiga. Skólasetning væri á mánudegi og skólaslit á föstudegi. Þá leggur hún til að frísund standi til boða samkvæmt gjaldskrá þá daga sem fram fara foreldraviðtöl. Borgarstjórn Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu í borgarráði um að fækka frídögum árlega í skólakerfinu um tíu. Hún segir að tillögunni sé ætlað að koma til móts við fjölskyldur og atvinnulíf. Um mikilvæga jafnréttisaðgerð sé að ræða því reynslan sýni að konur taki enn aukna ábyrgð á barnauppeldi og eru líklegri til að hverfa frá vinnu vegna frídaga barna. Hildur greindi frá þessu á Facebook síðu sinni. „Frídagar grunnskólabarna í Reykjavík eru samanlagt 73 árlega, að undanskildum lögbundnum frídögum. Systkini á tveimur skólastigum eiga samanlagt 79 frídaga árlega. Foreldrar á almennum vinnumarkaði eiga flestir 24 frídaga árlega. Það þarf ekki langskólagenginn stærðfræðing til að sjá þær áskoranir sem mæta fjölskyldufólki við skipulag hversdagsins,“ segir Hildur. Atvinnurekendur lendi ekki síður í vanda vegna þeirra ráðstafana sem gera þurfi vegna fjarveru foreldra frá vinnu. Hildur hyggst útfæra tillöguna með þeim hætti að skipulags- og starfsdagar yrðu betur samræmdir innan borgarhverfa á milli skólastiga. Skólasetning væri á mánudegi og skólaslit á föstudegi. Þá leggur hún til að frísund standi til boða samkvæmt gjaldskrá þá daga sem fram fara foreldraviðtöl.
Borgarstjórn Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira