Landsbyggðarfólk hrekst á brott vegna slúðurs Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. október 2019 13:22 Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Grétu Bergrúnar Jóhannesdóttur nema við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri um áhrif nærsamfélagsins á búsetu ungra kvenna í sjávarbyggðum. Vísir/getty Íbúar á landsbyggðinni sem telja mikið slúðrað um sig eru marktækt líklegri til að flytja í burtu en slúðrið er áhrifaþáttur á búsetuánægju fólks. Þetta er niðurstaða rannsóknar um áhrif nærsamfélagsins á búsetu ungra kvenna í sjávarbyggðum. Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Grétu Bergrúnar Jóhannesdóttur nema við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri um áhrif nærsamfélagsins á búsetu ungra kvenna í sjávarbyggðum. „Rannsóknin mín er partur af verkefni sem Byggðastofnun er með um búferlaflutninga innan landsbyggðar. Ég er að vinna doktorsverkefni um búsetu ungra kvenna á landsbyggðinni og þar er einn af þeim áhrifaþáttum sem ég er að skoða er slúður,“ Gréta Bergrún segir að miðað við niðurstöður rannsóknarinnar sé furðulegt hversu lítið slúður hafi verið rannsakað hingað til. „Þetta er í fyrsta skiptið sem verið er að skoða þetta. Við finnum þarna marktæk tengsl við það að þeim sem finnst mikið slúðrað um sig eru marktækt líklegri til að flytja í burtu. Við sýnum fram á það núna að þetta er einn þáttur sem skiptir máli og hefur áhrif á búsetuánægju fólks.“ Í rannsókninni er sjónum sérstaklega beint að konum. „Það sem ég er að skoða gagnvart konum er hvort þetta beinist harðar gegn þeim og hafi öðruvísi áhrif á konur heldur en karla. Ég er til dæmis að skoða drusluskömmun og fleira.“Hefur eitthvað slíkt komið í ljós?„Í þeim viðtölum sem ég hef verið að taka þá er það bara þannig að konur verða frekar fyrir drusluskömmun frekar en karlar. Þetta er náttúrulega gömul saga og ný – við vitum það - og ekkert séríslenskt fyrirbrigði en það kannski hefur þau áhrif að þú ert þá frekar að fara úr þorpinu eða þá þeir sem fara með eitthvað orðspor á bakinu að þeir snúa síður til baka,“ segir Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, doktorsnemi við Háskólann á Akureyri en hún flytur fyrirlestur um rannsóknina á Þjóðarspeglinum sem hefst á morgun. Hér er hægt að skoða veglega dagskrá Þjóðarspegilsins í ár. Byggðamál Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Íbúar á landsbyggðinni sem telja mikið slúðrað um sig eru marktækt líklegri til að flytja í burtu en slúðrið er áhrifaþáttur á búsetuánægju fólks. Þetta er niðurstaða rannsóknar um áhrif nærsamfélagsins á búsetu ungra kvenna í sjávarbyggðum. Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Grétu Bergrúnar Jóhannesdóttur nema við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri um áhrif nærsamfélagsins á búsetu ungra kvenna í sjávarbyggðum. „Rannsóknin mín er partur af verkefni sem Byggðastofnun er með um búferlaflutninga innan landsbyggðar. Ég er að vinna doktorsverkefni um búsetu ungra kvenna á landsbyggðinni og þar er einn af þeim áhrifaþáttum sem ég er að skoða er slúður,“ Gréta Bergrún segir að miðað við niðurstöður rannsóknarinnar sé furðulegt hversu lítið slúður hafi verið rannsakað hingað til. „Þetta er í fyrsta skiptið sem verið er að skoða þetta. Við finnum þarna marktæk tengsl við það að þeim sem finnst mikið slúðrað um sig eru marktækt líklegri til að flytja í burtu. Við sýnum fram á það núna að þetta er einn þáttur sem skiptir máli og hefur áhrif á búsetuánægju fólks.“ Í rannsókninni er sjónum sérstaklega beint að konum. „Það sem ég er að skoða gagnvart konum er hvort þetta beinist harðar gegn þeim og hafi öðruvísi áhrif á konur heldur en karla. Ég er til dæmis að skoða drusluskömmun og fleira.“Hefur eitthvað slíkt komið í ljós?„Í þeim viðtölum sem ég hef verið að taka þá er það bara þannig að konur verða frekar fyrir drusluskömmun frekar en karlar. Þetta er náttúrulega gömul saga og ný – við vitum það - og ekkert séríslenskt fyrirbrigði en það kannski hefur þau áhrif að þú ert þá frekar að fara úr þorpinu eða þá þeir sem fara með eitthvað orðspor á bakinu að þeir snúa síður til baka,“ segir Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, doktorsnemi við Háskólann á Akureyri en hún flytur fyrirlestur um rannsóknina á Þjóðarspeglinum sem hefst á morgun. Hér er hægt að skoða veglega dagskrá Þjóðarspegilsins í ár.
Byggðamál Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira