Dæmi um að Míla aftengi og rífi niður búnað samkeppnisaðila á heimilum Heimir Már Pétursson skrifar 31. október 2019 12:00 Gagnaveitan byrjaði söfnun á upplýsingum um þau heimili sem hafi orðið fyrir barðinu á óleyfilegri aftengingu á ljósleiðaraþræði Gagnaveitunnar og þannig misst samband við Ljósleiðarann, opið gagnaflutningskerfi GR. Vísir/Gagnaveita Reykjavíkur Erling Freyr Guðmundsson framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur segir töluvert hafa borið á því að samkeppnisaðilinn Míla hafi orðið uppvís að því að takmarka val neytenda og hamla þannig samkeppni í fjarskiptainnviðum með því að aftengja ljósleiðara Gagnaveitunnar á heimilum við uppsetningu eigin búnaðar. Þetta sé alger óþarfi og geti valdið viðskiptavinum óþarfa raski og jafnvel tjóni. „Og í einhverjum tilfellum án þess að að viðskiptavinirnir viti er ljósleiðaraboxið fjarlægt. Okkur finnst mjög mikilvægt að menn hætti þessu. Frá árinu 2015 höfum við lagt tvo ljósleiðaraþræði í allar íbúðir til þess að samkeppnisaðili get sett upp ljósleiðaraboxið við hliðina á okkar,“ segir Erling Freyr. Gagnaveitan hafi því byrjað söfnun á upplýsingum um þau heimili sem hafi orðið fyrir barðinu á óleyfilegri aftengingu á ljósleiðaraþræði Gagnaveitunnar og þannig misst samband við Ljósleiðarann, opið gagnaflutningskerfi GR. „Það er mikil harka á fjarskiptamarkaði. Það er mikið um alls konar tilboð og við viljum hafa það þannig ef fólk vill flakka á milli fjarskiptafélaga að það þurfi ekki að fá uppsetningu inn á heimilið í hvert skipti,“ segir Erling Freyr. Í dag séu tveir ljósleiðaraþræðir á flestum heimilum á höfuðborgarsvæðinu og fólk eigi að ráða því sjálft hvort það vilji hafa eitt eða fleiri ljósleiðarabox inni á heimilum sínum. „Það er betra að hafa bæði boxin. Það er betra fyrir alla upp á framtíðina. Það sem skiptir miklu máli núna er að Póst- og fjarskiptastofnun kom út með ákvörðun fyrir nokkrum vikum sem tók á því að það væri bannað þegar heimili hefur tvo þræði að taka hinn úr sambandi. Þess vegna erum við að ræða þetta núna,“ segir Erling Freyr Guðmundsson.Vísir er í eigu Sýnar sem á fjarskiptafélagið Vodafone.Vísir/Gagnaveita Reykjavíkur Fjarskipti Neytendur Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Erling Freyr Guðmundsson framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur segir töluvert hafa borið á því að samkeppnisaðilinn Míla hafi orðið uppvís að því að takmarka val neytenda og hamla þannig samkeppni í fjarskiptainnviðum með því að aftengja ljósleiðara Gagnaveitunnar á heimilum við uppsetningu eigin búnaðar. Þetta sé alger óþarfi og geti valdið viðskiptavinum óþarfa raski og jafnvel tjóni. „Og í einhverjum tilfellum án þess að að viðskiptavinirnir viti er ljósleiðaraboxið fjarlægt. Okkur finnst mjög mikilvægt að menn hætti þessu. Frá árinu 2015 höfum við lagt tvo ljósleiðaraþræði í allar íbúðir til þess að samkeppnisaðili get sett upp ljósleiðaraboxið við hliðina á okkar,“ segir Erling Freyr. Gagnaveitan hafi því byrjað söfnun á upplýsingum um þau heimili sem hafi orðið fyrir barðinu á óleyfilegri aftengingu á ljósleiðaraþræði Gagnaveitunnar og þannig misst samband við Ljósleiðarann, opið gagnaflutningskerfi GR. „Það er mikil harka á fjarskiptamarkaði. Það er mikið um alls konar tilboð og við viljum hafa það þannig ef fólk vill flakka á milli fjarskiptafélaga að það þurfi ekki að fá uppsetningu inn á heimilið í hvert skipti,“ segir Erling Freyr. Í dag séu tveir ljósleiðaraþræðir á flestum heimilum á höfuðborgarsvæðinu og fólk eigi að ráða því sjálft hvort það vilji hafa eitt eða fleiri ljósleiðarabox inni á heimilum sínum. „Það er betra að hafa bæði boxin. Það er betra fyrir alla upp á framtíðina. Það sem skiptir miklu máli núna er að Póst- og fjarskiptastofnun kom út með ákvörðun fyrir nokkrum vikum sem tók á því að það væri bannað þegar heimili hefur tvo þræði að taka hinn úr sambandi. Þess vegna erum við að ræða þetta núna,“ segir Erling Freyr Guðmundsson.Vísir er í eigu Sýnar sem á fjarskiptafélagið Vodafone.Vísir/Gagnaveita Reykjavíkur
Fjarskipti Neytendur Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira