Fundu kókaínið falið fyrir ofan loftklæðningu í íbúð mannsins Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. október 2019 22:49 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/Vilhelm Svo virðist sem almennt umferðareftirlit á Suðurnesjum hafi orðið til þess að lögreglumenn höfðu hendur í hári þriggja manna sem grunaðir eru um umfangsmikið fíkniefnasmygl til landsins. Sex lítrar af amfetamínbasa og rúm tvö kíló fundust á heimili manns sem lögreglan grunaði um akstur undir áhrifum. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að starfsmaður Airport Associates á Keflavíkurflugvelli hefði verið handtekinn ásamt tveimur fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Mennirnir eru fæddir árið 1991 og 1992 samkvæmt heimildum fréttastofu. Húsleit mun hafa farið fram í fyrirtækinu. Gæsluvarðhald yfir einum mannanna var fellt úr gildi af Landsrétti og úrskurðurinn birtur á vef réttarins í kvöld. Þar kemur fram að lögreglumenn á Suðurnesjum hafi veit bifreið athygli sem ekið var suður Krossmóa 4 í Reykjanesbæ þann 23. október. Í viðræðum lögreglu við ökumann hafi vaknað grunur um að hann væri undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Maðurinn var í framhaldinu handtekinn. Ekkert fannst í bíl mannsins en við leit á honum fundust rúmlega 62 þúsund krónur í reiðufé og lítil skeið sem lögregla telur að sé notuð til neyslu fíkniefna. Þá fundust í fótum hans fimm stafræn herbergislyklakort. Tvö ómerkt, einn merktur „…. geymsla“ og tveir með númerið 103.Lögregla vinnur nú að lausn málsins.Vísir/Jói KHægt að framleiða tugi kílóa af amfetamíni Við leit á heimili mannsins fannst svo mikið magn fíkniefna. Annars vegar sex lítrar af amfetamínbasa sem má áætla að hægt sé að framleiða 30-60 kíló af amfetamíni úr. Hins vegar 2,1 kíló af kókaíni í pappakassa og rauðri íþróttatösku fyrir ofan loftklæðningu. Þá hafi einnig fundist í skókassa á gólfi í fataskáp íbúðarinnar þrjú töfluglös merkt Xanax, fjórtán gelbréf merkt „Kamagra“ og poki af óþekktu hvítu dufti. Einnig hafi fundist rafstuðsvasaljós undir rúmi íbúðarinnar. Við skýrslutöku lögreglu viðurkenndi maðurinn að stunda sölu fíkniefna. Vísaði hann á annan mann sem hefði látið hann hafa milljón króna í reiðufé. Kvittun fyrir kaupum á evrum fyrir þá upphæð fannst í íbúð mannsins. Var sá einstaklingur handtekinn.Samkvæmt heimildum fréttastofu tengjast mennirnir allir sama fyrirtækinu á Keflavíkurflugvelli.vísir/vilhelmMilljón í reiðufé Lögregla telur rökstuddan grun um að þriðji maðurinn eigi aðild að málinu með því að aðstoða við fjármögnun á flutningum á efnunum til landsins. Vísar lögregla til tengsla mannanna hvað þetta atriði varðar í kröfugerð sinni. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum, gat ekki tjáð sig um tengsl mannanna við flugvöllinn í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann segir rannsókn málsins enn í fullum gangi en vel á veg komna. Mennirnir þrír voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í síðustu viku á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Úrskurður yfir þriðja manninum var felldur úr gildi í Landsrétti og gengur hann því laus. Í greinagerð lögreglu kemur fram að rannsaka þurfi magn og styrkleika hinna meintu fíkniefna betur. Sömuleiðis kanna tengsl við hugsanlega vitorðsmenn hér á landi og erlendis. Jafnframt eigi eftir að afla upplýsinga um inneign mannanna á banka og greina farsímagögn.Uppfært: Úrskurður Landsréttar var birtur á vef dómstólana í kvöld en er nú ekki að finna lengur á þeim vef. Fíkn Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og tveir fyrrverandi starfsmenn grunaðir um umfangsmikið fíkniefnasmygl Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og tveir fyrrverandi starfsmenn flugvallarins eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um umfangsmikið fíkniefnasmygl. Eru þeir grunaðir um að hafa smyglað nokkrum lítrum af amfetamínbasa og rúmlega tveimur kílóum af kókaíni til landsins. 30. október 2019 18:39 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Svo virðist sem almennt umferðareftirlit á Suðurnesjum hafi orðið til þess að lögreglumenn höfðu hendur í hári þriggja manna sem grunaðir eru um umfangsmikið fíkniefnasmygl til landsins. Sex lítrar af amfetamínbasa og rúm tvö kíló fundust á heimili manns sem lögreglan grunaði um akstur undir áhrifum. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að starfsmaður Airport Associates á Keflavíkurflugvelli hefði verið handtekinn ásamt tveimur fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Mennirnir eru fæddir árið 1991 og 1992 samkvæmt heimildum fréttastofu. Húsleit mun hafa farið fram í fyrirtækinu. Gæsluvarðhald yfir einum mannanna var fellt úr gildi af Landsrétti og úrskurðurinn birtur á vef réttarins í kvöld. Þar kemur fram að lögreglumenn á Suðurnesjum hafi veit bifreið athygli sem ekið var suður Krossmóa 4 í Reykjanesbæ þann 23. október. Í viðræðum lögreglu við ökumann hafi vaknað grunur um að hann væri undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Maðurinn var í framhaldinu handtekinn. Ekkert fannst í bíl mannsins en við leit á honum fundust rúmlega 62 þúsund krónur í reiðufé og lítil skeið sem lögregla telur að sé notuð til neyslu fíkniefna. Þá fundust í fótum hans fimm stafræn herbergislyklakort. Tvö ómerkt, einn merktur „…. geymsla“ og tveir með númerið 103.Lögregla vinnur nú að lausn málsins.Vísir/Jói KHægt að framleiða tugi kílóa af amfetamíni Við leit á heimili mannsins fannst svo mikið magn fíkniefna. Annars vegar sex lítrar af amfetamínbasa sem má áætla að hægt sé að framleiða 30-60 kíló af amfetamíni úr. Hins vegar 2,1 kíló af kókaíni í pappakassa og rauðri íþróttatösku fyrir ofan loftklæðningu. Þá hafi einnig fundist í skókassa á gólfi í fataskáp íbúðarinnar þrjú töfluglös merkt Xanax, fjórtán gelbréf merkt „Kamagra“ og poki af óþekktu hvítu dufti. Einnig hafi fundist rafstuðsvasaljós undir rúmi íbúðarinnar. Við skýrslutöku lögreglu viðurkenndi maðurinn að stunda sölu fíkniefna. Vísaði hann á annan mann sem hefði látið hann hafa milljón króna í reiðufé. Kvittun fyrir kaupum á evrum fyrir þá upphæð fannst í íbúð mannsins. Var sá einstaklingur handtekinn.Samkvæmt heimildum fréttastofu tengjast mennirnir allir sama fyrirtækinu á Keflavíkurflugvelli.vísir/vilhelmMilljón í reiðufé Lögregla telur rökstuddan grun um að þriðji maðurinn eigi aðild að málinu með því að aðstoða við fjármögnun á flutningum á efnunum til landsins. Vísar lögregla til tengsla mannanna hvað þetta atriði varðar í kröfugerð sinni. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum, gat ekki tjáð sig um tengsl mannanna við flugvöllinn í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann segir rannsókn málsins enn í fullum gangi en vel á veg komna. Mennirnir þrír voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í síðustu viku á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Úrskurður yfir þriðja manninum var felldur úr gildi í Landsrétti og gengur hann því laus. Í greinagerð lögreglu kemur fram að rannsaka þurfi magn og styrkleika hinna meintu fíkniefna betur. Sömuleiðis kanna tengsl við hugsanlega vitorðsmenn hér á landi og erlendis. Jafnframt eigi eftir að afla upplýsinga um inneign mannanna á banka og greina farsímagögn.Uppfært: Úrskurður Landsréttar var birtur á vef dómstólana í kvöld en er nú ekki að finna lengur á þeim vef.
Fíkn Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og tveir fyrrverandi starfsmenn grunaðir um umfangsmikið fíkniefnasmygl Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og tveir fyrrverandi starfsmenn flugvallarins eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um umfangsmikið fíkniefnasmygl. Eru þeir grunaðir um að hafa smyglað nokkrum lítrum af amfetamínbasa og rúmlega tveimur kílóum af kókaíni til landsins. 30. október 2019 18:39 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og tveir fyrrverandi starfsmenn grunaðir um umfangsmikið fíkniefnasmygl Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og tveir fyrrverandi starfsmenn flugvallarins eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um umfangsmikið fíkniefnasmygl. Eru þeir grunaðir um að hafa smyglað nokkrum lítrum af amfetamínbasa og rúmlega tveimur kílóum af kókaíni til landsins. 30. október 2019 18:39